Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 21

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 21
„Nú ætla ég að sofa“ og „Ég verð svo þreytt og leið á öllum þessum spraut- um.“ Smám saman færðust viðbrögðin í aukana eins og: „Þetta er svo vont, farðu út.“ Trína 6 ára hafði oft legið á barnadeild og orðið að þola margar blóðsýnatökur. Dag einn sagði hún: „Ég reyni víst en ég get það ekki, sérðu, þetta er svo vont. Ég verð svo þreytt á öllum þessum blóðtökum." Gréta 9 ára hafði komið inn reglulega í tvö ár til blóðrannsóknar og lyfjagjafar í æð. Við spurningu minni, á hvern hátt ég gæti verið henni til hjálpar, svaraði hún: „Þú skalt passa mig." Seinna sagði hún: „Það versta sem ég veit er að láta setja í mig æðalegg. Það eru sumir hér sem eru ekki svo nákvæmir og svo stífl- ast hann. Þegar hann stíflast stinga þau aftur og það er ferlegt, - þau stinga oft og mörgunt sinnum áður en þau koma nálinni í æðina.“ Bæði Sissel og hinar þrjár telpurnar höfðu verið stungnar áður, en við- brögðin voru misjöfn. í fyrstunni sögðu þær Sissel og Jórunn að þetta væri bara smástunga, en seinna sagði Jórunn, Trína og Gréta að þetta væri svo vont og að það væri ægilegt. Ég skildi þær svo, að sárs- aukinn væri á takmörkum þess eða heldur meiri en þær gætu þolað. Líkaminn skynjar sársauka. Sárs- auki, sem berst með taugaboðum, er hættumerki um skemmd í líffær- um. En þá fyrst skynjar líkaminn sársaukatilfinningu þegar hún er stöðug og mikil og nær ákveðnu stigi sem kallast þröskuldsstigið. Almennt talað þá skynjar hið mið- læga taugakerfi ertingu, sem húðin verður fyrir, sem mikinn sársauka sem leggur inn og hægt er að stað- setja (t. d. stunga og sár í húðinni). Þegar einhver sams konar boð ber- ast frá innri líffærum líkamans þá skynjar maðurinn það sem óskýr- anlegan, sáran og brennheitan sárs- auka sem erfitt er að staðsetja (Sternbach 1971). Daglega tökum við eftir því að börn finna meira fyrir sviða í efra lagi húðarinnar en verkjum sem liggja dýpra. Móðir nokkur sagði að sonur sinn hefði klemmt fingurna í dyrafalsi og hún hefði strax gripið föstu taki í handlegg drengsins. Þegar hún svo losaði um takið á handleggnum hrópaði drengur- inn: „Haltu fast, mamma, því að þá er þetta ekki eins vont.“ Margir hjúkrunarfræðingar hafa orðið fyrir þessari sömú reynslu, þegar þeir hafa tekið taki í hand- legg á barni, sem á að fá sprautu, á meðan henni er stungið inn. Mörg börn hafa þá sagt að þau finni fyrir takinu en finni ekki eins fyrir stung- unni. Þetta er tilraun til að deyfa hinn „sára“ verk með því að reyna að örva þá vöðva sem dýpra liggja. Sissel reyndi að draga úr sársauk- anum með því að snúa sér undan. Börn alveg niður í fjögurra ára hafa sagt að það sé ekki eins vont, þegar þau sjá ekki sprautuna, og eru upp- tekin af einhverju öðru á meðan lyfinu er sprautað inn. Óttaslegin börn spenna vöðvana og þeim mis- tekst oft að lina sársaukann. Viðbrögð Jórunnar við stungu breyttust smám saman. Kannski varð hún hræddari eftir því sem á leið? Sum börn eru hrædd um að missa stjórn á sér og kemur það fram í mótmælum gegn því að vera haldið. Jórunn mótmælti harðlega með því að segja: „Farðu út.“ Ég skildi hana þannig að hún vildi reyna að komast hjá sársaukanum. Viðbragð Grétu var ósk um að hennar yrði gætt. Hún bað um að hún yrði varin fyrir öllu því sem minnti hana á nál í æð (æðalegg- inn). Gréta bað mig líka að koma með sér í smágönguferðir út fyrir sjúkrahúsið. Önnur dæmi eru um börn sem biðja um að við lesum fyrir þau, spilum við þau eða hjálp- um þeim á annan hátt til að dreifa huganum frá því mótdræga. Trína og Jórunn sögðust oft vera þreyttar eða þá þær vildu sofa þegar að blóðsýnatökunni kom. Óskin um að vilja sofa má skilja á þann hátt að barnið vilji fresta sárs- aukanum. Börn sem allt í einu segja að þau þurfi að fara á salernið þegar á að fara að skipta á sárum eða gera annað sársaukafullt er hægt að skilja þannig að þau vilji draga það í lengstu lög. Ég held að viðbrögð sumra barna sé merki um að nú sé álagið meira en þau geti staðið undir. O.J. Malm nefnir í grein sinni um streitu að ótti og spenna auki þörfina á hvíld. Þreyta er viðbragð líkamans við spennu milli ótta og sársauka. Auk þess segir hann að langvarandi spenna valdi erfiðleik- um við að hvílast á hvíldartímum (Malm 1972). Það getur því veiið spurning um þess konar andsvar hjá Trínu sem sagði: „Ég reyni víst, en ég get það bara ekki“ að það tákni beina þörf á hjálp. Maclntosh rannsakaði viðbrögð við sársauka hjá 33 börnum á aldrinum 5 til 12 ára. Niðurstaða rannsókn- arinnar bendir til að viðbrögðin séu mjög lík. Þau eru þessi: a) Barnið volar og grætur. b) - leitar hjálpar annarra til að minnka sársaukann. c) — segir frá því að það sé sárt. d) — stingur upp á hvernig hjálpin verði veitt með meiri vægð. e) - biður um að fara varlega með sárið. f) - biður um sérstaka að- stoð og tómstundaaf- þreyingu (Maclntosh 1977). Það sem einkennir þau viðbrögð, sem Maclntosh nefnir, er að börnin tóku virkan þátt í hverju atviki fyrir sig. Barnið á sjálft frumkvæði að því að biðja um hjálp við sársauk- anuin. Viðbrögð eins og grátur og mótmæli er bæn um hjálp til for- eldra eða þess starfsfólks sem barn- ið treystir. Það eru ólíkar skoðanir um tilgang grátsins. Annars vegar veitir grátur útrás fyrir innri spennu, þ. e. allt hið slæma, en hins vegar bendir Travelbee á að árang- HJÚKRUN ■/« - 60. árgangur 1 9

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.