Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 10

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 10
mestum erfiðleikum við fæðingu. Ofdrykkjukonur nota áfengi iðu- lega til þess að losna undan lang- varandi kvíða og þunglyndi. Nokkrar rannsóknir á vanþrifum barna lýsa börnunum sem óværum, óþekkum, erfitt sé að eiga við þau o. fl. Venjulega er álitið að hér sé um að kenna umhirðuleysi foreldra en það þarf ekki að vera rétt. Alveg eins gæti orsökin fyrir slælegri um- hirðu legið í þessu erfiða hegðunar- mynstri barnsins. Afkvæmi drykkjusjúkra kvenna eru í miklum áhættuhópi16 hvað við kemur barnamisþyrmingum, van- hirðu, ofvirkni, glæpahneigð og öðrum hegðunarvandamálum. Eftir því sem þau vaxa upp er þeim einn- ig hættara við áfengissýki. Þessar „svartsýnisspár" eru þó án efa margsannaðar. Fjölskylda áfengis- sjúklings lendir oft í örlagaríku ástandi þar sem tryggð barnanna við hvort foreldrið um sig verður að tækjum eða vopni í baráttunni á milli foreldra. Niðurstöður og ályktanir Eins og fram hefur komið hér á undan hafa hin skaðlegu áhrif mik- illar áfengisneyzlu á afkvæmi verið rannsökuð á meðferðarlegan og faraldursfræðilegan hátt auk þess sem fjöldi af tilraunum og rann- sóknum hafa farið fram á FAS. Flinar faraldursfræðilegu rannsókn- ir hafa verið mjög mismunandi hvað varðar úrtaksstærð, þjóðhátt- ar- og þjóðfélagsstöðu og aðferðar- fræðin sem notuð hefur verið til að staðreyna áfengisneyzlu mæðra og tegundir rannsókna á hinum ný- fæddu börnum verið mismunandi. Mörg vandamál eru því samfara að bera saman faraldursfræðilegar rannsóknir sem framkvæmdar eru af hinum ýmsu rannsóknarhópum. Fyrst og fremst eru það hin aðferð- arfræðilegu vandamál í nákvæmri áætlun á áfengisneyzlu á með- göngutímanum. Magn, breytileika 8 HJÚKRUN '/u - 60. árgangur og tíðni áfengisneyzlu verður að vega og meta mjög vandlega. Veita verður athygli breytingum á drykkjuvenjum sem eiga sér stað yfir allan meðgöngutímann. Sumar konur hvolfa í sig áfengi á meðan aðrar halda sig frá því um mismunandi langan tíma í einu. Uppfræða þarf lækna sem og aðra aðila innan heilbrigðisstéttanna um hættuna sem er samfara ofdrykkju á meðgöngutíma þannig að þeir séu betur í stakk búnir til þess að veita skjólstæðingum sínum viðeigandi ráðleggingar. Sérfræðingar ættu að vera þjálfaðir í því að fá sem nákvæmasta drykkjusögu hjá öllum konum sem eru á barnseignaraldri. Konur, sem segja frá mikilli drykkju, eiga að hljóta ráðgjöf og stuðning í viðleitni sinni til þess að draga úr áfengis- neyzlu. Þeim sem bregðast ekki við ráðgjöf innan nokkurra vikna ætti að benda á nauðsyn mun ýtarlegri meðferðar. Á grundvelli núverandi þekkingar er hægt að vara fólk við með því að neyzla á meira en 85 ml af hreinum vínanda á hvaða tímabili sem er, getur haft hættu í för með sér. Á meðan að ekki er vitað með vissu hvaða þýðingu einn og einn drykk- ur hefur þá er ekki hægt að segja til um neitt öruggt lágmarksmagn. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið benda til þess að takmörkun á áfengisneyzlu á meðgöngutímanum eykur líkurnar á því að heilbrigt barn fæðist. Þessi þekking ásamt áhuga og um- hyggju þeirra sem hin ófríska kona hefur leitað til getur haft áhrif á þann hátt að bæta heilsu hennar og hins ófædda barns. Fyrirbyggjandi aðgerðir Hægt er að koma fyrir FAS og það ættum við innan heilbrigðisstétt- anna alltaf að hafa hugfast. Við ættum að Ieggjast á eitt með að miðla þessari þekkingu til almenn- ings. Byrja strax við heilsufræði- kennslu í skólum að uppfræða ungl- inga með því að höfða til ábyrgðar þeirra sjálfra en þó án allra „predikana", boða og banna. Einnig er afar mikilvægt að setja greinargóðar upplýsingar um skað- leg áhrif áfengis á fóstur í bæklinga fyrir verðandi mæður þannig að þeim séu strax gerðar ljósar afleið- ingar sem af drykkju um með- göngutíma geta hlotist. Þar sem alltaf er tilhneiging til að fela drykkju er mjög áríðandi að þeir aðilar sem sjá um mæðraeftirlit skrái strax hvernig drykkjuvenjum er háttað. í samræmi við það er þýðingarmikið að styðja þessar konur og leiðbeina þeim. Fylgja þeim vel eftir með stuðningsviðtöl- um og í hópmeðferð þar sem þær gætu stutt hver aðra á þessum mikilvæga tíma, þ. e. meðgöngu- tímanum. Endurskoða þyrfti upp- lýsingar um andlega streitu hvað varðar notkun áfengis og annarra ávana- og fíkniefna, þar með talin róandi lyf hjá sjúklingum með alvarlegar og langvarandi sjúk- dómsgreiningar. Eins og áður er sagt frá er vannæring algengur fylgifiskur áfengis. Næringarástand verður að meta strax við fyrstu skoðun og huga þá að betri næringu og vítamíngjöf ef þurfa þykir. Það hefur verið allt of hljótt um þessi mál svo öldum skiptir. Lítið sem ekkert virðist hafa verið um þetta rætt og ritað frá tímum Forn- grikkja fram á okkar daga að frá- töldum síðasta áratug. Tel ég tíma- bært að við geðhjúkrunarfræðingar sem og aðrir hópar heilbrigðisstétt- anna leggjumst nú á eitt um að úr þessu verði bætt hið bráðasta. Börn framtíðarinnar eiga ekki að þurfa að líða fyrir það að þeirri mikilvægu vitneskju sem fyrir hendi er nú þegar sé ekki komið á fram- færi til verðandi foreldra. Þannig verða þeir og allir aðrir sem þetta mál varðar færari um að búa börn- unum sem bezta framtíð.

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.