Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 4

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 4
Guðlaug St. Sveinbjörnsdóttir geðhjúkrunarfræðingur Áhrif áfengis á óborna einstaklinga Inngangur Sl. 10 ár hefur vaxandi notkun áfengis og annarra vímuefna haft talsverð áhrif á heilbrigði og þjóð- félagshætti víða um heim. Þetta hefur orðið til þess að athygli manna hefur beinst í æ ríkara mæli að orsökum og afleiðingum slíkrar neyzlu. Þess vegna hefur mikið verið rannsakað og skrifað um áfengis- og vímuefnanotkun á undanförnum árum og fræðsla til almennings víða verið stóraukin. Eitt af því sem almenningur hefur einna sízt verið fræddur um til þessa er áhrif áfengis á óborna ein- staklinga, á meðgöngutímanum. Þetta stafar meðal annars af því að vitneskjan er frekar nýleg. En nú er orðin fyllileg þörf á því að gefa þessum málum gaum. Þegar rætt er um æviskeið mannsins tala flestir um lífið frá fæðingu til dauða en réttara er að segja frá getnaði til grafar. Við getnað hefst líf nýs einstaklings. Með því að búa sem best að fóstrinu frá fyrstu tíð er lagður grundvöllur að því að heil- brigt barn fæðist í fyllingu tímans. Fósturskeiðið er mjög þýðingar- mikið æviskeið og hefur alls ekki verið gefinn gaumur sem skyldi. Þetta stendur þó til bóta. í U.S.A. og fleiri löndum eru stöðugt að koma fram fleiri og nákvæmari rannsóknir sem sýna fram á mikil- vægi fósturskeiðsins. Allar barns- hafandi konur ættu því að taka fyllsta tillit til hins væntanlega barns og hlúa að því af fremsta megni. Með því eru mestar líkur á því að barnið verði hraust og heil- brigt. Þegar kona á von á barni eru til- finningar hennar oft blendnar. Hinar jákvæðu tilfinningar eru oft mótaðar af stolti, spenningi og full- nægjutilfinningu. En þar sem það að eiga von á barni er svo þýðingar- mikill viðburður í lífi hvers ein- staklings þá er það mannlegt og skiljanlegt að konan sé haldin efa og kvíða samfara hinum mikla við- burði sem í vændum er. Jafnvel þar sem hvað mest er óskað eftir barninu, velta margar konur þessu fyrir sér. Er ég þess megnug að bera ábyrgð á öðrum einstakl- ingi næstu 18 árin? Hef ég fjárhags- lega efni á því? Verður fæðingin erfið? Og síðast en ekki síst stóra spurningin: Eignast ég heilbrigt, eðlilegt barn eða verður það and- Iega og/eða líkamlega vanheilt? Flestar konur hugsa svona einhvern tíma meðgöngunnar. Nú vita þó konur um heilmarga þætti sem þær geta gert á meðgöngutímanum til þess að auka líkurnar á því að þeim fæðist heilbrigt barn. Reglulegt eftirlit og næringarrík fæða er nauðsynleg en það sem hin verð- andi móðir verður sérstaklega að vera á varðbergi gagnvart eru allar tegundir lyfja og hve mikið af þeim hún neytir á meðgöngutímanum. Auk hinna óleyfilegu lyfja (ávana- og fíkniefna) þá er vitað um ýmis leyfileg lyf sem geta valdið fóstur- skaða ef þau eru tekin inn á með- göngutímanum. Nýlega hefur áfengi bæst á þennan lista en áfengi er nú „leyfilega lyfið“, sem mest er notað. Með aukinni þekkingu og rann- sóknum síðustu ára á afkvæmum drykkjusjúklinga hafa komið fram sérstök útlits- og líffæraeinkenni og lífeðlisfræðilegir gallar á börnum þeirra sem kallast FAS, Fetal Alcohol Syndrome (einkenni alko- hóláhrifa á fósturskeiði). Mun ég hér á eftir í umfjöllun minni um þetta efni nota skammstöfunina FAS. „Þessar rannsóknir hafa leitt í ljós að áfengisneysla hefur mjög alvarleg áhrif á fóstur og nú á tímum er fósturskaði af völdum áfengis talinn stærsti heilsuspillandi þátturinn af völdum efna sem hægt væri að fyrirbyggja.“3 Þessar staðreyndir eru tiltölulega lítt kunnar og með auknu „jafnrétti kynjanna'4 hefur tiltölulega meiri aukning á áfengissýki orðið hjá konum en körlum nú síðustu árin. Það er því full ástæða til að kynna almenningi þær hættur sem drykkja á meðgöngutíma getur haft í för með sér, þannig að hægt sé að koma í veg fyrir skaða. Sögulegt yfirlit Það er aldagömul trú að neysla áfengra drykkja við samræði sé skaðvænleg fyrir fóstrið. í borgríkj- unum Karþagó og Spörtu til forna var nýgiftu fólki bannað að neyta áfengis á brúðkaupsnóttina til að fyrirbyggja fósturskaða. í ritum Aristotelesar talar hann um að fíflalegar, drukknar konur fæði af sér vangefin börn. í Englandi á 18. öldinni átti sér stað það sem nefnt hefur verið gin-æð- ið.:7 Þá flæddi ódýrt gin yfir landið með þeim afleiðingum að mikil 2 HJÚKRUN V« - 60. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.