Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Page 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Page 15
Tafla 4. Áhættuhlutföll og 95% öryggisbil (95% ÖB) þegar skoðuð voru áhrif vinnu á mismunandi deildum í hópi 55 brjóstakrabbameinstilfella og 116 viðmiða meðal íslenskra hjúkrunarfræðinga á árunum 1955-1994. Aðlagað með tilliti Aðlagað með tilliti til til fæðingarárs fæðingarárs, brjóstakrabbameins hjá móður eða systur, hjúskaparstöðu og barnleysis Vinna á ýmsum deildum Fjöldi tilfella Áhættu- hlutföll 95% ÖB Áhættu- hlutföll 95% ÖB Barnadeild 15 1,52 0,67-3,43 1,47 0,63-3,41 Skurðstofa 19 1,33 0,62-2,87 1,25 0,56-2,78 Gjörgæsla 10 1,31 0,50-3,43 1,31 0,49-3,49 Öldrunardeild 29 1,28 0,61-2,70 1,21 0,56-2,62 Geðdeild 25 1,23 0,59-2,53 1,27 0,59-2,69 Meðhöndlun frumuhemjandi lyfja 7 1,22 0,41-3,62 1,65 0,53-5,17 Lyfjadeild 37 1,02 0,47-2,18 0,96 0,43-2,13 Vinna við svæfingar 6 0,81 0,25-2,62 0,55 0,15-2,08 Handlæknisdeild 33 0,76 0,36-1,63 0,66 0,29-1,48 Heilsugæsla 17 0,46 0,22-0,97 0,44 0,20-0,96 lyQa vekur til umhugsunar um þörf á varúð þegar þau eru gefin (Gestal, 1987). Þeir sem vinna á barnadeildum eru líklegir til að vera útsettir fyrir ýmiss konar þamasjúkdómum. Hvort það skiptir máli varðandi tilurð brjóstakrabbameins er ekki vitað og við þekkjum ekki rannsóknir sem gefa það til kynna. Meðal styrkleika rannsóknarinnar eru traustar upplýs- ingar um hverjir tilheyra hópi hjúkrunarfræðinga, en valið í rannsóknarhópinn byggðist á skráðum upplýsingum úr Hjúkrunarkvennatali og Hjúkrunarfræðingatölum (Hjúkrun- arfélag íslands, 1969; Hjúkrunarfélag íslands, 1979; Hjúkr- unarfélag íslands, 1992). Okkur tókst að ná til allra lifandi hjúkrunarfræðinga í rann- sóknarhópnum og náins ættingja allra hinna látnu. Svar- hlutfallið var hátt eða nærri 97%. Ekki þarf að búast við að um rangskráningu tilfella- og viðmiða sé að ræða þar eð Krabbameinsskráin hefur náð til alls landsins frá árinu 1955 og er talin áreiðanleg (Hrafn Tulinius og Jónas Ragnarsson, 1987). Á hinn bóginn gæti verið misbrestur á að flokkun starfa og áreita sé skráð jafnrétt hjá báðum hópum þar eð fleiri nánir aðstandendur svöruðu fyrir einstaklinga í hópi tilfella en viðmiða. Upplýsingar úr Hjúkrunarkvennatali og Hjúkr- unarfræðingatölum voru notaðar til að bæta úr þessu. Annar veikleiki er að tilfellin koma til á löngu tímabili og áreiti í vinnuumhverfinu kunna því að hafa breyst. Reynt var að draga úr áhrifum þessa með því að taka tillit til fæðingarárs í útreikningunum. Einn veikleiki til viðbótar var að við höfðum ekki upplýsingar um hvenær á starfsferli hjúkrunarfræðinganna sjúkdómurinn greindist. Við vissum frá byrjun að megingalli rannsóknarinnar var smæð hennar því að hún leiddi til víðra öryggisbila. Við ákváðum þó að reyna ekki að þrengja öryggisbilin með því að fjölga viðmiðum vegna þess að ávinningurinn hefði orðið takmarkaður nema í þeim tilfellum þegar áhættuhlut- fallið var verulega hátt. Margur aðferðafræðilegur vandi er óleystur í rannsókn- um á hópum vinnandi kvenna. Líklegt er að taka þurfi tillit til fleiri atriða en áhættuþátta í vinnunni sjálfri. Lífsstíll, sem tengist þjóðfélags- og starfshóþum, gæti vegið þungt á metum þegar kvennahópar eru rannsakaðir. Þakkir Höfundar vilja þakka starfsfólki Krabbameinsskrárinnar fyrir mikil- væga aðstoð og upplýsingar úr Krabbameinsskrá, próf. Graham A. Colditz við Læknaskóla Harvardháskóla sem veitti okkur aðgang að spurningalistanum sem notaður er í rannsókninni á heilsufari hjúkrunarfræðinga í Bandaríkjunum. Sá aðgangur gerði okkur auðveldara fyrir um gerð spurningalistans. Við þökkum spyrjendunum sem unnu verk sitt af áhuga og samviskusemi. Síðast en ekki síst þökkum við hjúkrunarfræðingunum, sem tóku þátt í rannsókninni, og aðstandendum þeirra fyrir vinsamlegt viðmót og góða samvinnu. Krabbameinsfélag íslands veitti styrk til rannsóknarinnar. Greinin er birt með góðfúslegu leyfi ritstjóra International Journal of Occupational and Environmental Health, (Gunn- arsdottir, Aspelund, Karlsson og Rafnsson, 1997) en þar birtist hún fyrst undir heitinu: „Occupational risk factors for breast cancer among nurses". Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 74. árg. 1998 207

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.