Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Qupperneq 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Qupperneq 19
Tímamælingar Tímamælingar eru notaðar samhliða RUG-flokkun. Fund- inn er út meðaltími umönnunar fyrir hvern af 44 undir- flokkum tilfella við íslenskar aðstæður. Mældur er tími hjúkr- unarfræðinga, aðstoðarfólks við hjúkrun, lækna, sjúkra- þjálfara, iðjuþjálfa og fótaaðgerðafræðinga. Gerðar voru tímamælingar á fjórum hjúkrunardeildum á mismunandi stofnunum í Reykjavík árið 1994 og gáfu þær tímamæl- ingar sambærilega niðurstöðu og tímamælingar í New York (Anna Birna Jensdóttir o.fl., 1995). Þyngdarstuðull Þyngdarstuðull er reiknaður út frá RUG-flokkun og tíma- mælingum. Staðlaður kvarði á hjúkrunardeildum er settur 1,00 en aðrir stuðlar eru hlutfallslega hærri eða lægri. Á árinu1994 var meðalþyngdarstuðull á hjúkrunardeildum því settur 1,00 og er miðað við þá tölu í dag. í töflu 2 er sýndur samanburður á meðalþyngdarstuðli 1994 og 1996 á vistdeildum og hjúkrunardeildum á íslandi. Tafla 2. Samanburður á meðalþyngdarstuðli á vistdeildum og hjúkrunardeildum á íslandi 1994 1996 Þjónusturými (vist) 0,76 0,8 Fljúkrunarrými 1,0 1,0 Þegar þyngdarstuðullinn er aðgreindur fyrir dreifbýli og þéttbýli í mælingunum frá árinu 1996, sést að þyngdar- stuðullinn er 0,95 á landsbyggðinni en 1,01 á Stór-Reykja- víkursvæðinu. Fleiri eru í hópnum „sérstök endurhæfing" á Stór-Reykjavíkursvæðinu en á landsbyggðinni. Á lands- byggðinni eru hins vegar fleiri í hópnum „skert líkamleg færni" en á Stór-Reykjavíkursvæðinu. í hópi aldraðra, sem eru á vistheimilum úti á landi eru nokkrir sem fengju heima- hjúkrun í Reykjavík ef þeir byggju þar. Skortur á sólar- hringsþjónustu heimahjúkrunar í dreifbýli hefur hugsanlega þau áhrif að aldraðir vistist frekar á stofnun þar en í þétt- býli. Skortur á sérstökum hópum heilbrigðisstarfsmanna, s.s. sjúkraþjálfurum og iðjuþjálfum, kemur á lands- byggðinni í veg fyrir að íbúar öldrunarstofnana þar flokkist undir hópinn „sérstök endurhæfing". Fljúkrunarþarfir eru hins vegar sambærilegar í dreifbýli og þéttbýli í milliflokk- unum fjórum: umfangsmikil hjúkrun, sérhæfð hjúkrun, flókin hjúkrun, andleg skerðing og hegðunarvandamál (sjá mynd 2). Gæðavisar Gæðavísir er þýðing á enska hugtakinu „Quality Indicator". Skilgreindir hafa verið 29 gæðavísar innan gagnasafnsins og gefa þeir vísbendingar um gæði hjúkrunar og umönnunar sem veitt er á öldrunarstofnunum (Karon og Zimmerman,1996; Zimmerman, 1994). (sjátöflu 3). Tafla 3. Quality indicators - Vísbendingar um gæði Algengi eða nýgengi af eftirfarandi atriðum gefur vísbendingar um gæði þeirrar þjónustu sem veitt er hverju sinni. Slys 1. Nýgengi brota 2. Algengi byltna Hugarástand og atferlismunstur 3. Algengi hegðunarvandamála gagnvart öðrum 4. Algengi þunglyndiseinkenna 5. Algengi þunglyndiseinkenna án meðferðar Meðferð 6. Notkun á 9 eða fleiri ávísuðum lyfjum Vitræn geta 7. Nýgengi hnignunar andlegs ástands Útskilnaður og stjórn á þvagi og hægðum 8. Algengi þvag- eða hægðaleka 9. Algengi þvag- eða hægðaleka án reglubundinna salernisferða 10. Algengi þvagleggja 11. Algengi hægðastíflu Eftirlit með sýkingum 12. Algengi þvagfærasýkinga 13. Algengi sýklalyfjanotkunar/aðgerða til varnar sýkingum Næring 14. Algengi þyngdartaps 15. Algengi sondugjafa 16. Algengi vökvaskorts Líkamleg færni 17. Algengi rúmfastra íbúa 18. Tilfelli (nýgengi) skerðingar á athöfnum daglegs lífs (ADL sem íbúinn tapar yfirleitt seint) 19. Tilfelli (nýgengi) liðkreppna 20. Ekki næg þjálfun sjálfsbjargargetu hjá íbúum sem þarfnast aðstoðar við fiutning og hreyfingu Geðlyf 21. Algengi á notkun sterkra geðlyfja án þess að geðrænt ásand/vandamál sé til staðar 22. Dagleg notkun sterkra geðlyfja í hærri skömmtum en mælt er með 23. Notkun kvíðastillandi lyfja í öðrum tilfellum en mælt er með 24. Algengi stöðugrar notkunar svefnlyfja eða oftar en tvisvar í viku 25. Algengi á notkun langvirkra benzótiazepína Lífsgæði 26. Algengi daglegra líkamsfjötra/öryggisútbúnaðar 27. Algengi lítillar eða engrar virkni Skynjun og tjáskipti . 28. Skortur á viðeigandi úrræðum vegna tjáskiptavandamála Húðmeðferð 29. Algengi þrýstingssára, stig 1 -4 30. íbúi með insúlínháða sykursýki sem ekki fær fótsnyrtingu/ meðferð Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 4. tbl. 74. árg. 1998 211
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.