Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 21
Helga Björk Eiríksdóttir Fjölbreytni í hjúkrun fyrir norðAR. Sigríður Halldórsdóttir var nýverið skipuð prófessor við Háskólann á Akureyri. Hún er fyrsti prófessorinn í hjúkrunarfræði á íslandi og jafn- framt fyrsti kvenprófessorinn við Háskólann nyrðra. Þessari stöðuveiting er mikill heiður fyrir Sigríði. Jafnframt hlýtur þessi áfangi að vera öðrum hjúkrunarfræðingum hvatning til að halda á braut fræðimennsku. Til að forvitnast um konuna á bak við titilinn og vinnuna sem liggur að baki var nýi prófessorinn sóttur heim á skrifstofuna í Háskólanum á Akureyri. Komin heim Sigríður tekur brosandi á móti mér og býður mér inn. Á skrifstofunni eru margar hillur troðfullar af bókum. Uppi á vegg er stór og falleg mynd með tilvitnun úr sálmi. Einhver trúarlegur andi liggur í loftinu. Hvaðan kemur þessi bros- milda, kristna kona? „Ég er ættuð úr Dölunum, af Strönd- um og eitthvað austan af fjörðum, ekki að norðan. En ég er orðin svo mikill Norðlendingur að það hálfa væri nóg.“ Sigríður ólst upp í Dölunum en hefur síðan verið nokkuð víðförul. Áður en hún flutti til Akureyrar hafði hún búið í Reykjavík, Kanada og á Þingeyri. Síðustu árin hefur hún verið með annan fótinn í Svíþjóð. „Það er mikilvægt að eiga rætur einhvers staðar, sérstaklega þegar maður hefur búið víða.“ Sigríður er 44 ára og á 3 börn, Sunnu Kristrúnu, 17 ára, Maríu Guðrúnu, 13 ára og Jóhannes Benedikt, 5 mán- aða. Eiginmaður hennar, Gunnlaugur Garðarsson, hefur þjónað sem sóknarprestur Glerárkirkju síðan árið 1991. „Ég var beðin um að koma hingað og taka við heilbrigðis- deildinni við Háskólann á Akureyri. Við lögðum það í Guðs hendur hvort við fengjum bæði starf hérna. Við vorum til- búin að hlýða því sem Drottinn ætlaði okkur." Upphaflega voru þau treg til að fara því eldri dóttir þeirra hafði verið í fjórum skólum aðeins 10 ára gömul. Háskólinn á Akureyri hafði verið starfræktur í 4 ár og fyrsti hópur hjúkrunarfræð- inga útskrifast. „Við komum hingað og ætluðum að sjá til hvernig okk- ur líkaði, en ég var varla lent þegar mér fannst ég hvergi annars staðar vilja vera. Núna get ég í rauninni ekki hugs- að mér betri stað - ekki einu sinni í heiminum!" Sigríði finnst allt umhverfið heillandi, Eyjafjörðurinn, Kjarnaskógur Sigríður Halldórsdóttir og yngsta barnið Jóhannes Benedikt, 4 mánaða. og bærinn sjálfur: „Ég hugsa að ég myndi ekki elska stað- inn meira þótt ég væri héðan og þó þekki ég marga inn- fædda sem hugleiða oft að fara burt. Þegar ég er að koma til Akureyrar í gegnum Víkurskarðið finnst mér ég vera komin heim.“ Ætlaði að verða kennari Það liggur beint við að sþyrja Sigríði hvort hún hafi alltaf ætlað að verða hjúkrunarfræðingur. „Þegar ég var yngri ætlaði ég að verða kennari." Hún lauk verslunarþrófi frá Verzlunarskóla íslands árið 1972 og stúdentsþrófi af forn- málabraut frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1974. „Svo innritaði ég mig í ensku, íslensku og grísku í Háskóla íslands en endaði í hjúkrunarfræði." Hún hafði hitt stúlku, sem var ári á undan í hjúkrun, í boði hjá vinafólki um sumarið. „Hún sagði mér frá öllu sem hún var að læra og ég varð alveg hugfangin." Sigríður hafði reyndar hringt í Hjúkrunarskóla íslands og talað við Þorbjörgu Jónsdóttur, skólastjóra. „Hún var svo framsýn kona að hún beindi öllum stúdentum inn í Háskól- ann. Ég er henni ákaflega þakklát því námsárin í hjúkrunar- fræðinni voru mjög skemmtileg.“ Hún var [ góðum hóþi og þrátt fyrir byrjendaþrag var námið skemmtilegt. „Af því að námið var enn í mótun vorum við nemendurnir mikið hafðir með í ráðum.“ Sigríður hóf námið haustið 1974 og lauk því fjórum árum seinna. Hún lét ekki þar við sitja en fór í upp- eldis- og kennslufræði ári seinna. Síðan starfaði hún í Tímarit hjúkrunarfræðinga leitaði eftir samstarfi við nemendur í hagnýtri fjölmiðlun í Háskóla íslands um greinaskrif í blaðið. Helga Björk Eiriksdóttir var í framhaldi af því fengin til að kynna sér fjölbreytni í hjúkrun með viðtölum við hjúkrunarfræðinga. Helga Björk er með BA-próf í ensku og ítölsku. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 74. árg. 1998 213
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.