Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Qupperneq 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Qupperneq 24
haldið það marga fyrirlestra að ég ákvað að láta á það reyna hvort ég fengi hæfnisdóm. Það er í mínum huga mikill heiður að hafa verið metin hæf.“ Ekki stóð á því að Sigríður væri metin að verðleikum en nýja staðan hefur nokkrar breytingar í för með sér. „Sem forstöðumaður var starf mitt auglýst á þriggja ára fresti en nú er ég fastráðin." Ráðning Sigríðar í forstöðumannsstöð- una var síðast endurnýjuð í fyrra til ársins 2000. Hún ætlar í framtíðinni að vinna meira að rannsóknum en forstöðu- mannsstarfið leyfir og það er auðveldara sem prófessor. „Eitt af því góða við að vera háskólakennari er að geta fengið rannsóknarleyfi á fimm ára fresti. Við megum ekki staðna því við erum að gefa af okkur þekkingu og verðum að endurnýja hana með því að rannsaka, kynnast rann- sóknum annarra og skiptast á hugmyndum við fræðimenn annarra þjóða.“ Sigríður mun halda áfram að ferðast um og flytja fyrir- lestra. „Ég hef verið beðin um að halda fyrirlestur í Cam- bridge í júní á næsta ári og ég hlakka til. Ég fæ mikið útúr þessum ráðstefnum. Ég ætla að nota tækifærið í leiðinni og fara í klaustur og slappa af.“ Hún segist yfirleitt fara í klaustur eða á kyrrðarsetur til að endurnýja andann þegar hún er erlendis á ráðstefnum. „Það er alveg stórkostlegt að vera á þessum stöðum íhugunar. Það kyrrir hugann og maður sér upp á nýtt. Það er enginn sími eða sjónvarp til að trufla mann. Svo eru reglulegar bænastundir og góður matur í boði!“ Henni finnst mikilvægt að fólk sem gefi mikið af sér geti endurnýjað hugann. „Umhyggjusamar manneskjur geta verið þreyttar eða illa upplagðar og geta þá brotið niður í stað þess að byggja upp. Stjórnendur sem ekki endurnýj- ast í umhyggjunni eru ekki góðir stjórnendur. Það þarf bara hver og einn að finna hvar hann endurnýjast. Og fýrir mig er kyrrðarsetur alveg frábær staður til þess.“ Heiðurinn er margra Frá Sigríði streymir sú umhyggja sem hún talar mikið um og væntanlega hefur það hjálpað henni í lífi og starfi. „Það er ekki bara ég sem hef náð langt í mínum rannsóknum heldur endurspeglar þetta andann hér við Háskólann á Akureyri. Háskólanefnd fékk á sínum tíma eina prófess- orsstöðu og nefndin ákvað að það skyldi vera í hjúkrun- arfræði. Þetta sýnir fyrst og fremst trú á hjúkrunarfræði og mikla framsýni.“ Hún telur að hún hefði ekki getað stundað þetta doktors- nám ef bókasafns háskólans hefði ekki notið við. „Há- skólabókasafnið hér er alveg stórkostlegt. Þar ríkir mikil fagmennska hér og 80% af greinum erlendis frá koma innan tveggja vikna. Það er einstakt." Slík þjónusta kemur sér vel þegar stundaðar eru rann- sóknir. „Þrófessorsstaða er því aldrei í tómarúmi," segir Sigríður. „Hún skapast af aðstæðum. Bókasafnið hér er svo frábært að vinkona mín kom hér um helgi bara til að 216 fletta upp í hjúkrunarleitarkerfinu. Bókasafnið er hjarta hvers háskóla því öflug bókasafnsþjónusta er lykillinn að rann- sóknum og fræðimennsku." Sigríður á þó fleiru að þakka velgengni sína en góðu bókasafni. „Gunnlaugur og stelpurnar hafa sýnt mér mikinn stuðning. Margar utanferðir og kvöld- og helgar- vinna gengur ekki nema að hafa stuðning að heiman. Og móðir mín hefur oft komið og hjálpað mér þegar mikið hefur legið við. Það er ég sem fæ heiðurinn, en það eru margir aðrir sem hafa komið að málinu og eiga heiður skilinn." Meistaragráðunám í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri A AKUREYRI Vegna góðrar reynslu af samstarfi við Manchesterháskóla hefur verið ákveðið að bjóða aftur fjarnám til meistaragráðu í hjúkrunarfræði sem samstarfsverkefni milli Háskólans á Akureyri og Royal College of Nursing Institute of Higher Education sem er deild innan Manchesterháskóla. Fyrstu íslensku hjúkrunarfræðingarnir hófu slíkt nám til meistaragráðu í janúar 1997. Var það í fyrsta sinn sem boðið var upp á meistaragráðunám í hjúkrunarfræði á íslandi. Mikil ánægja hefur verið með námið meðal nemenda og íslenskra leiðbeinenda sem allir eru háskólakennarar með meistara- eða doktorspróf. Námið tekur tvö ár og felur í sér sex námskeið, sem kennd eru með fjarkennslu, en íslenskir leiðbeinendur hitta nemendur í umræðutíma þrisvar á hverju námskeiði. Einnig bjóða leiðbeinendur nemendum persónulegan stuðning, t.d. með tölvupóstsamskiptum. Á síðara árinu er jafnframt unnið að rannsókn sem loka- verkefni. Umsóknarfrestur um námið er til 1. nóvember nk. Umsækjendur fá svör um skólavist fyrir 20. október og námið hefst síðan í lok janúar 1999. Upplýsingar um námið veitir Þóra Ragnheiður Stefánsdóttir, skrifstofustjóri heilbrigðisdeildar Háskólans á 463-0901, og dr. Sigríður Halldórsdóttir, hs. 462-7676. HÁSKÓLINN Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbi. 74. árg. 1998
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.