Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 5
Formannspistill Starfið fram undan Herdís Sveinsdóttir Fyrstu þrír mánuðir mínir í starfi for- manns Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga hafa verið krefjandi og skemmti- legir. Það má segja að ég hafi hafið störf mín á því að sitja þing alþjóða- samtaka hjúkrunarfræðinga (ICN) í London í júní sl. Það var mjög lærdómsríkt. Fyrir nýskipaðan formann er það eiginlega ómetanlegt að kynn- ast fljótt og vel leiðtogum erlendra hjúkrunarfélaga og skipulagi og upp- byggingu alþjóðasamstarfs. í þessu hefti er greint ýtarlega frá þinginu og ráðstefnu sem haldin var í kjölfar þess. Innra starf Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga er þó það sem hefur tekið mest af tíma mínum í sumar. Það verður að segjast eins og er að það kom mér á óvart hversu víðfemt starfið er. Hjúkrunarfræðingar leita mikið til skrifstofunnar varðandi réttindamál sín, til að leita álits félagsins á hinum ýmsu málum á vinnustöðum og til að fá stuðning varðandi faglega úrvinnslu. Enginn hjúkrunarfræðingur veit hvenær hann þarf á aðstoð félagsins að halda til að gæta hagsmuna sinna og standa vörð um lagalegan rétt sinn. Hvert einstakt mál, sem kemur inn, getur tekið mikinn tíma starfsmanna félagsins en ávinningur af því að skoða málið ofan í kjölinn og fylgja því eftir gagnast öllum hjúkrunarfræðingum. Eitt fyrsta málið, sem kom inn á mitt borð í vor, tengist ráðningu til eins árs í afleysinga- stöðu hjúkrunarforstjóra dvalarheimilis á landsbyggðinni. Þrír umsækjendur voru um stöðuna, tveir sjúkraliðar og einn hjúkrunarfræðingur. Annar sjúkra- liðanna var ráðinn. Þarna er um talsvert flókið lagalegt mál að ræða og mun Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga að öllum líkindum láta reyna á réttmæti þessarar ráðningar. í framhaldi af þessu máli hefur stjórn félagsins ákveðið að gera úttekt á dvalarheimilum á landinu m.t.t. tilvistar og fjölda hjúkrunarrýma og stöðu hjúkrunarfræðinga á dvalarheimilum. Dæmi um annað mál, sem hefur verið talsvert til umræðu hér í sumar, er sameining heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa. Eins og ykkur er kunnugt þá voru 1. janúar 1998 sautján heilsugæslustöðvar víða um land sameinaðar sjúkrahúsum sem þær voru áður í starfstengslum við. Nú eru að koma til framkvæmda ýmsar þreytingar á stjórnskipulagi og stjórn- kerfi þessara stofnana. Þessar þreytingar hafa áhrif á aðstæður einstakra hjúkrunarfræðinga og það er verkefni félagsins að gæta þess að fyllstu sanngirni og lögformlegra sjónarmiða sé gætt við að koma þeim til framkvæmda. í þessu hefti tímaritsins kennir margra grasa. Viðtöl eru við tvo valin- kunna hjúkrunarfræðinga, þær Vigdísi Magnúsdóttur, heiðursfélaga Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, og Kirsten Stallknecht, forseta ICN. Dr. Marga Thome greinir frá rannsókn sinni á mæðrum óværra ungabarna. Niður- stöður hennar rannsóknar ættu að vekja okkur til alvarlegrar umhugsunar um íslenskar heilbrigðisstéttir en að mati Mörgu er alvarleg vanlíðan íslenskra kvenna eftir fæðingu sjaldan greind og meðhöndluð. Sæunn Kjartansdóttir fjallar um átröskun út frá sjónarhorni sálgreiningar. Frá því sjónarhorni séð er átröskun „einkenni um ómeðvitaða viðleitni einstaklings til að finnast hann vera sterkur og hafa stjórn á lífi sínu þegar hann er í raun bæði ráðvilltur og fullur efasemda um sjálfan sig.“ Markmið meðferðar segir Sæunn ekki vera að fita viðkomandi heldur „gera honum kleift að bera skynbragð á tilfinningar sínar og tengja þær atþurðum í daglegu lífi.“ Greinar þeirra Mörgu og Sæunnar ættu að minna okkur hjúkrunarfræðinga á hlutverk okkar í að veita fólki stuðning og að hafa áhrif á viðhorf þess. í blaðinu er enn fremur minnt á að rannsóknaráðstefna evrópskra rannsak- enda (WENR) verður haldin í Reykjavík á næsta ári. Hvet ég alla íslenska hjúkrunarfræðinga, sem hafa unnið að rannsókna- eða þróunarverkefnum á undanförnum árum, að óska eftir því að fá að kynna verkefni sín. Eins og kemur fram j þlaðinu þarf að senda útdrætti til íslensku framkvæmdanefndarinnar fyrir 30 októþer nk. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga stendur nú að viðamikilli könnun á vinnuálagi hjúkrunarfræðinga. Könnunin er kostnaðarsöm fyrir félagið en ætti að veita mikilar uþplýsingar. Því miður hefur svörun hjúkrunarfræðinga verið fremur lítil. Mikilvægt er að þeir sem lentu í úrtaki könnunarinnar svari spurningalistunum sem þeir hafa fengið. Ávinningurinn af því að niðurstöður verði nýtanlegar er öllum hjúkrunarfræðingum j hag. Áttatíu ára afmælis félagasamtaka hjúkrunarfræðinga á íslandi verður minnst á Kjarvalsstöðum 6. nóvember kl. 16.00 -18.00. Ég hvet ykkur öll til að mæta (hátíðarskapi og halda sam- eiginlega upp á stórafmælið. Hugmynd afmælisnefndar er að árgangar hjúkr- unarfræðinga, eða sérstakar hjúkrunar- fræðingaklíkur, mæli sér mót á Kjarvalsstöðum og geri svo eitthvað til hátíðabrigða um kvöldið. Við getum öll tekið undir að hugmyndin er góð og að það er okkar að koma henni í framkvæmd. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 75. árg. 1999 221
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.