Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 41
Hún bætir við að pyndingar hafi ekki einungis áhrif á fórnarlömbin heldur einnig fjölskyldur þeirra, jafnvel mánuðum og árum saman. „Rannsóknir sýna að börn fólks, sem hefur verið pyntað, eiga í erfiðleikum árum sam- an, jafnvel þó það séu engin sjáanleg merki á foreldrunum um að þeir hafi verið pyndaðir. Þeir sem stunda pyndingar eru orðnir svo „færir" í að leyna ummerkjunum, en börnin skynja það sem gerst hefur vegna þess að breytingar verða á fjölskyldulífinu. Við verðum að spyrna við fótum og láta í okkur heyra. Eina leið okkar hjúkrunarfólks, þ.e. ef við ætlum að vinna mann- úðarstörf, er að mótmæla þessu. Við ætlum að leggja áherslu á þessa þætti í ICN, fá lækna, lögfræðinga og fleiri til að taka höndum saman og vera meira og betur á verði um ástandið." Og hún bendir á sívax- andi fjölda flóttamanna sem streymir um heim allan. Er þeir taka sér bólfestu í öðr- um löndum vita þeir sem umgangast þá ekki hvort þeir hafa verið pyndaðir eða ekki. Hún segir mjög mikil- vægt að hjúkrunarfræðingar geri sér grein fyrir þeim afleiðingum sem pyndingar hafa og þekki viðbrögð fórnarlambanna. „Þeir sem hafa verið pyndaðir segja venjulega ekki frá því og því vita hjúkrunarfræðingar ekki af því frekar en aðrir. En við höfum lært að þekkja afleiðingarnar af viðbrögð- um sjúklinganna og það er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir þeim því annars fá þeir ekki rétta meðferð. Ef manneskja hefur verið pynduð með rafmagns- höggi, sem er mjög algeng pyndingaraðferð nú á dög- um, þá á hún erfitt með að fara í venjulega heilsufars- skoðun. Um leið og hún sér rafmagnstæki fer hún að skjálfa, svitinn brýst fram og hún getur orðið árásargjörn. Eða hræðslan kemur fram í augnaráðinu. Eitthvað í umhverfinu kallar fram endurminningar um pyndingarnar. Ef hjúkrunarfræðingurinn veit ekki hvernig á að ráða í slík viðbrögð getur hann ekki hjálpað. Hér skiptir mannúðin og hinn mannlegi þáttur heilsugæslunnar mestu máli. Góður hjúkrunarfræðingur tekur eftir að eitthvað er ekki í lagi. Réttu viðbrögð hjá honum eru að spyrja hvað sé að, bjóða viðkomandi t.d. vatnsglas og ræða við hann. Hann þarf að leggja áherslu á að heilsufarsskoðunin geti beðið, meiru skipti að ræða saman. Því miður er mikill skortur á hjúkrun8arfræðingum til starfa um heim allan og flestir eru Haltu hárinu m Regaine 20 mg/ml minoxidil 60 ml linimenf Getur stöövað arfgengan hármissi Heili lyfsins: Regaine® áburöur inniheldur mínoxidíl 20 mg/ml. Verkun: Lyfið örvar hárvöxt og er ætlað til notkunar í hársvörð. Notkunarsvið: Snemmkominn og umtalsverður hármissir (alopecia androgenetica) hjá konum og körlum. Aðeins má búast við að viðunandi árangur af meðferðinni náist hjá minnihluta sjúklinga. Hvenær á ekki að nota lyfið: Lyfið á ekki að nota ef ofnæmi fyrir innihaldsefnum áburðarins er jtekkt. Þungaðar konur og konur með barn á brjósti mega ekki nota lyfið. Einstaklingar yngri en 18 ára mega ekki nota lyfið. Varúðarráðstafanir og varnaðarorð: EINUNGIS TIL ÚTVORTIS NOTKUNAR. MÁ EKKI DREKKA. GEYMIST ÞAR SEM BÖRN NÁ EKKI TIL. Má ekki nota á önnur líkamssvæði en á skalla og á þunnhærð svæði í hársverði. Forðist innöndun úða. Forðist að Regaine® berist í augu, opin sár og á slímhúð, þar sem það veldur sviða og ertingu; ef það gerist, skolið með nægu rennandi köldu vatni. Ef þú hefur hjarta- og æðasjúkdóm eða sjúkdóm i hársverði skalt þú ráðfæra þig við lækni áður en þú byrjar að nota lyfið. Ef Regaine® er fyrir slysni drukkið, skal samstundis hafa samband við lækni. Skömmtun: 1 ml af Regaine® er borið á skallasvæði í hársverði tvisvar á dag. Hámarksskammtur er 2 ml á dag. Aukaverkanir: Stað-bundin erting vegna ofnæmis (snertihúðbólga), sviði, kláði og þurrkur í hársverði. Lesið vandlega notkunarleiðbeiningar sem fylgja hverri pakkningu lyfsins. Markaðsleyfishafi: Pharmacia & Upjohn, As Danmörk. Innflytjandi: Pharmaco hf.Hörgatúni 2, Garðabæ. Tímarit hjúkrunarfræöinga • 4. tbl. 75. árg. 1999 253
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.