Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Side 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Side 43
Frá fagdeildum; Norræn ráðstefna þvAAfœrAkj Reykjavík 10.-11. júní 1999 Ráðstefnan var haldin dagana tíunda og ellefta júní síðast- liðinn og er fyrsta hjúkrunarráðstefnan á íslandi á þessu sviði (urotherapeutar). Að ráðstefnunni stóð fagdeild hjúkr- unarfræðinga tengd þvagfærahjúkrun í samvinnu við íslenska þvagfæraskurðlækna og 22. þing samtaka þvag- færaskurðlækna á Norðurlöndum (NUF). Að undirbúningi hjúkrunarþingsins unnu 10 hjúkrunarfræðingar, allt starf- andi félagar í fagdeildinni. Skipulögð var sérstök dagskrá fyrir hjúkrunarfræðinga fyrir hádegi báða dagana en eftir hádegi sóttu þeir lækna- þingið. Þá var boðið upp á sameiginlega skemmtidagskrá. Samhliða fór fram umfangsmikil sýning fyrirtækja á ýmsu sem tengist þessu sviði. Aðsókn að þinginu fór fram úr björtustu vonum og sóttu 220 hjúkrunarfræðingar og „urotherapeutar" þingið en því miður þurfti að vísa ýmsum frá vegna húsnæðis- skorts. Þátttakendur komu frá íslandi, Danmörku, Fær- eyjum, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð. Viðfangsefni ráðstefnunnar var umönnun þvagfæra- sjúklinga og var skipulögð fjölbreytt dagskrá sem hentað gæti breiðum hópi hjúkrunarfræðinga. Gestafyrirlesarar komu frá íslandi, Svíþjóð, Bandaríkjunum og Bretlandi. Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, setti þingið og á eftir fylgdi fyrirlestur Sigríðar Halldórsdóttur um þörf á faglegri umhyggju í hjúkrun og vakti hann mikla athygli gesta. Birgitta Lindehall flutti fyrirlestur um tæmingu þvag- blöðru með legg og Marta Kjartansdóttir kynnti niður- stöður rannsóknar sinnar á aðferðum sem mænuskadd- aðir nota við þvag- og hægðalosun. Ásgeir Helgason flutti mjög athyglisverðan fyrirlestur um tilfinningalega ein- angrun, kynlíf og lífsfyllingu meðal sænskra karlmanna með blöðruhálskrabbamein og var meðal annars með glænýjar niðurstöður um þetta efni. Helga Sæunn Svein- björnsdóttir kynnti í fyrsta sinn niðurstöður nýrrar rann- sóknar sinnar: „Urinary incontinence among women 55 years and older in Egilsstaðalæknishérað". „Urotherapeutamir'1 Márta Lauritzen og Eva Person fluttu mjög áhugaverðan fyrirlestur um upplýsingamiðlun á alnetinu fyrir einstaklinga og fagfólk og gáfu okkur upp glænýja slóð þar sem hægt er að nálgast upplýsingar og látum við hana fylgja hér: www.svit.sll.se/viss/demo- eng/visseng.htm. Anna Birna Jensdóttir og Ingibjörg Hjaltadóttir fluttu fyrirlestur um samanburð á þvagheldni Ánægðir ráðstefnugestir. eldra fólks á íslenskum hjúkrunarheimilum í samanburði við aldraða sem fá heimaþjónustu og gæðavísa þessu tengda. Þá áttum við því láni að fagna að fá þekkta þvagfærasérfræðinga sem fluttu afbragðsfyrirlestra um efni tengd þvagfærasjúkdómum og meðferð. Þetta voru: Paul Abrams sem fjallaði um þvagleka hjá öldruðum, Aizid I. Hashmat er fjallaði um áverka á kyn- og þvagfærum, Tom F. Lue er fjallaði um ristruflanir, John A. Heaney er fjallaði um skurðaðgerðir við blöðrukrabbameini, Zafar Khan sem flutti fyrirlestur um sérstaka meðferð við þvagleka og Eiríkur Jónsson um bakflæði þvags hjá börnum. Auk fyrirlestranna var haldin sýning á nokkrum veggspjöldum. Þátttakendur voru afar ánægðir með dagskrána. Töldu þeir hana faglega og mjög fjölbreytta og ekki þótti skemmtidagskráin skemma fyrir, þrátt fyrir að sjálfskipuð nefnd íslenskra veðurguða sýndi að ekki er allt á valdi jarðneskra manna og útdeildu sýnishornum íslenskrar veðráttu. Ferskir og kraftmiklir vindar blésu af ákafa og óhindraðir regnflaumar streymdu af og til af himnum ofan. Það virtist þó ekki hafa nokkur áhrif á þinggesti sem sýndu að þeir voru afkomendur víkinga og skemmtu sér hið besta. Það er ekki einfalt mál að skipuleggja viðburð sem þennan. Fyrirfram er ekki hægt að gera sér í hugarlund alla vinnuna og heilabrotin sem því fylgir. Þegar okkur bauðst að halda þetta þing í samvinnu við nefnd íslensku þvag- færaskurðlæknanna sáum við að þetta var tækifæri sem við gátum ekki látið ónotað. Við töldum þetta einstakt tækifæri fyrir íslenska hjúkrunarfræðinga sem hjúkra 255 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.