Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Side 44
ná :
||
i
lj&]
Hjúkrunarfræðing-
arnir tíu sem unnu
að undirbúningi
ráðstefnunnar, frá
vinstri: Lilja Arnar-
dóttir, Margrét
Magnúsdóttir,
Kristín Úlfljóts-
dóttir, Gunnjóna
Jensdóttir, Katrín
Blöndal, Sigrún
Sigurgeirsdóttir,
Sigrún R. Stein-
dórsdóttir, Ásdís
Ingvarsdóttir, Alma
Harðardóttir og
Sigríður Jóhanns-
dóttir.
sjúklingum með sjúkdóma í þvagfærum eða áhuga hafa á
þessu málefni til að auka þekkingu sína, komast í
samband við starfsfélaga í öórum löndum og einnig að
vekja athygli á þessum sjúklingahópi.
Undirbúningsvinnan stóð í rúmt ár og hafa meðlimir
ráðstefnuhópsins lagt á sig ómælt erfiði og eytt ófáum
dögum við skipulagningu. Að lokum uppskárum við
árangur erfiðisins, fjölmenna ráðstefnu hjúkrunarfræðinga
frá öllum Norðurlöndunum, sem var haldin í húsakynnum
Frá víkingakvöldinu.
Borgarleikhússins, og ánægða þátttakendur. Þá stofn-
uðum við til tengsla við fagfélög hjúkrunarfræðinga á
þessu sviði á Norðurlöndunum og iögðum grunn að
áframhaldandi samvinnu.
Við undirbúning og framkvæmd þingsins nutum við
frábærs stuðnings margra góðra manna og kvenna. Við
viljum nota tækifærið og koma á framfæri þökkum til
Guðmundar Vikars Einarssonar, formanns íslenskra þvag-
færaskurðlækna, Agnesar Vilhelmsdóttur í tölvuveri Land-
spítalans og síðast en ekki síst til Þórunnar Ingólfsdóttur
og Berglindar Bragadóttur hjá Samvinnuferðum-Landsýn
fyrir frábæra hjálp og stuðning. Einnig viljum við þakka
Geirþrúði Þálsdóttur, hjúkrunarfræðingi, sem studdi okkur
með ráðum og dáð að ógleymdum stjórnendum Sjúkra-
húss Akraness sem tóku einstaklega vel á móti stórum
hópi okkar í ráðstefnuferðinni. Við þökkum einnig fundar-
stjórum okkar, hjúkrunarfræðingunum Önnu Gyðu Gunn-
laugsdóttur, Hildi Magnúsdóttur, Hrafni Óla Sigurðssyni og
Ólínu Guðmundsdóttur fyrir sinn þátt í að gera ráðstefnuna
glæsilega.
Eftir þessa ráðstefnu erum við ekki aðeins þekkingunni
og reynslunni ríkari. Við sem að þessari ráðstefnu stóðum
höfum einnig kynnst innbyrðis. Þau kynni, sem tekist hafa
með okkur, eru mikils virði þar sem við komum frá ólíkum
sviðum hjúkrunar og frá tveimur stofnunum. Þátttaka í
starfi sem þessu er ómetanleg til að kynnast öðrum
hliðum hjúkrunar þessa sjúklingahóps og efla samfellu. í
hjúkrun sem kemur til með að bæta hag sjúklinga okkar.
Við viljum hvetja hjúkrunarfræðinga, sem kost eiga á, að
taka þátt í starfi sem þessu, að slá ekki hendinni á móti
slíku tækifæri.
Reykjavík, júní 1999
F.h. ráðstefnunefndar
Katrín Blöndal.
256
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 75. árg. 1999