Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Side 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Side 55
Fyrsti ársfundur Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga Fyrsti ársfundur Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga var hald- inn miðvikudaginn 9. júní 1999 í húsnæði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að Suðurlandsbraut 22. Þessi fyrsti árs- fundur sjóðsins var haldinn m.a. vegna ákvæða í sam- þykktum sjóðsins sem byggjast á nýjum lögum um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga sem tóku gildi í byrjun árs 1997. Á fundinum var miðlað upplýsingum um stöðu sjóðsins, gerð grein fyrir helstu atriðum í ársreikningi sjóðs- ins og tryggingarfræðilegri úttekt og svarað spurningum sjóðfélaga og launagreiðenda. Ný lög um Lífeyrissjóð hjúkrunar- fræðinga 1997 Með nýjum lögum um sjóðinn voru, eins og hjúkr- unarfræðing- um er kunnugt um, gerðar ýmsar breyt- ingar sem snerta bæði lífeyrisréttindi sjóðfélaga svo og rekstur og starfsemi sjóðins. Breytingar þessar eru þær viðamestu sem gerðar hafa verið á lífeyrismálum hjúkrunarfræðinga í áratugi. Sjóðnum var lokað fyrir nýjum sjóðfélögum þannig að nú geta nýir hjúkrunarfræðingar einungis átt aðild að nýrri deild, A-deild, í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Sú deild er öflug og traust og veitir mjög góð lífeyrisréttindi. Með þessum nýju lögum um LH var réttindakerfi sjóðs- ins breytt á ýmsan hátt þó grunnur þess sé sá sami og verið hefur um áratugaskeið. Þær breytingar, sem gerðar voru á réttindakerfi LH, eru flestar mjög til bóta fyrir hjúkr- unarfræðinga og fullyrða má að í heild sé réttindakerfi hjúkrunarfræðinga í LH nú byggt upp á betri og sanngjarn- ari hátt en það var fyrir þessar breytingar. Ný lög um LH munu leiða til þess að sjóðurinn deyr út með núverandi sjóðfélögum. Hafa skal þó í huga að mest- ur hluti hjúkrunarfræðinga greiðir nú iðgjald til sjóðsins eða á geymdan rétt hjá honum frá því áður en þeir fluttu sig yfir í A-deild LSR. LH verður því eftir sem áður öflugur sjóður sem á komandi árum og áratugum mun standa traustan vörð um réttindi sjóðfélaga sinna. Um 700 hjúkrunarfræðingar færðu sig úr LH yfir í A- deild LSR Hjúkrunarfræðingar, sem áttu aðild að sjóðnum fyrir árslok 1996, gátu valið á milli þess að vera áfram í LH eða færa sig yfir til A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. U.þ.b. 700 hjúkrunarfræðingar tóku þá ákvörðun að færa sig yfir til A-deildar LSR en tæplega 1400 hjúkrunarfræð- ingar greiða nú iðgjöld tii LH. Mótuð ný fjárfestingarstefna fyrir sjóðinn Með breytingum á lögum um LH, sem tóku gildi í ársbyrj- un 1997, voru heimildir sjóðsins til að ávaxta fé sitt rýmk- aðar verulega. í framhaldi af þessari lagabreytingu vann stjórn sjóðsins að mótun nýrrar fjárfestingarstefnu fyrir sjóðinn þar sem horft er til þess hvernig eignasamsetning hans skuli vera í framtíðinni. Eftir sem áður verður stærstur hluti eigna sjóðsins ávaxtaður í traustum innlendum skuldabréfum. Til að auka ávöxtun og dreifa áhættu verð- ur stefnt að því að auka fjöibreytileika í verðbréfasafni sjóðsins. Helsta breytingin í því efni er að auka hlutfall eigna sjóðsins sem ávaxtað verður í innlendum og erlend- um hlutabréfum. Breyttar reglur um lífeyrissjóðslán Á árinu 1998 og í ársbyrjun 1999 voru gerðar verulegar breytingar á reglum um lífeyrissjóðslán til sjóðfélaga. Með breytingunum hefur réttur núverandi og fyrrverandi sjóð- félaga til lántöku verið rýmkaður, vextir verið lækkaðir til samræmis við lækkun vaxta á innlendum langtímamarkaði á undanförnum árum og lánsupphæðir hafa verið hækk- aðar. Fullyrða má að sjóðurinn býður núverandi og fyrrver- 267 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.