Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Page 65
/ þessum pistti geta hjúkrunarfræðingar tjáð sig um allt er lýtur að forvörnum, hvað hægt
er að gera til að bæta heilsuna og koma í veg fyrir sjúkdóma.
Herdís Storgárd, hjúkrunarfræðingur, fjallar hér um forvarnir og fyrirbyggjandi meðferð.
Árangursrík leið til að fækka drukknunarslysum hjá
íslenskum börnum
í flestum löndum heims, þar sem slysavamir hafa verið
stundaðar í langan tíma, eru menn farnir að mæla árangur
mismunandi leiða sem notaðar hafa verið til að fyrirbyggja
slys. Niðurstöður sýna að ef árangur á að nást er best að
ráðast að vandanum frá mörgum hliðum. Árið 1991, þegar
ég var að byrja að starfa við barnaslysavarnir hjá
Slysavarnafélagi íslands, hafði móðir samband við mig en
barnið hennar hafði lent í lífshættu í sundlaug og hafði hlotið
varanlegan skaða af. Móðirin greindi frá því að árinu áður
hefði annað barn lent í sams konar slysi í sömu laug en því
barni varð ekki meint af. Kringumstæðurnar við slysið báru
vott um að öryggismál á sundstöðum væru almennt í ólestri.
í framhaldi af þessari ábendingu var gerð ýtarleg rann-
sókn á drukknunum barna á íslandi tímabilið 1984-1993.
Að rannsókninni stóðu Pétur Lúdvigsson, barnalæknir,
Guðrún B. Guðmundsdóttir og undirrituð. Niðurstöðurnar
voru ógnvekjandi. í Ijós kom að á þessu tímabili drukkn-
uðu eða nær drukknuðu samtals 48 börn. Af þessum 48
börnum dóu 13 börn, 35 lifðu slysið af en 3 þeirra hlutu
alvarlegar heilaskemmdir. Þegar skoðaðir voru staðir þar
sem slysin áttu sér stað, kom í Ijós að í 42 prósent tilvika
var um opinbera sundstaði að ræða. Það vakti einnig
athygli að börn í yngsta aldurshópnum drukknuðu í
nokkrum sentímetrum af vatni í pollum við heimili þeirra.
Þegar þessar upplýsingar lágu fyrir hófst undirbúningur
að skipulagðri fræðslu til foreldra með aðstoð fjölmiðla um
að pollar væru hættulegir og ekki þyrfti nema 2-5 senti-
metra vatns til að lítið barn gæti drukknað í því. Haft var
samband við landsmálablöðin víða um land og fluttu þau
upplýsingar um þetta.
Hjúkrunarfræðingar á heilsugæslustöðvum voru einnig
fræddar um þessi atriði og ýtarlegum upplýsingum var
dreift til foreldra í ungbarnaverndinni í slysavarnabækling-
um. Herjað var á sveitarfélög að reyna að halda niður-
föllum opnum í leysingum á vorin. ítrekað var við bygg-
ingarfulltrúa að húsagrunnar væru vel afgirtir. Gerð var
reglugerð um setlaugar sem kveður á um læst lok og að
girt verði í kringum þær.
Sett var af stað nefnd á vegum menntamálaráðuneytis
sem hafði það hlutverk að útbúa öryggisreglur fyrir
sundstaði, en fyrstu reglurnar komu út 1994. Þær reglur
voru nýlega endurskoðaðar og gerðar voru á þeim
úrbætur. Hafinn var áróður um notkun armkúta fyrir börn
eða sundjakka í stað hringlaga kúta, en í rannsókninni
kom í Ijós að börnin höfðu lent í lífshættu þegar þeim
hvolfdi eða þau runni niður úr kútunum.
Fræðsla var sett af stað víðs vegar um land varðandi.
veiðar á bryggjum og börn voru hvött til að nota björg-
unarvesti við veiðarnar.
Fimm árum síðar hefur þetta skilað miklum árangri. Ekki
hafa orðið drukknunarslys síðustu 3 árin og nærdrukkn-
unartilfellum hefur fækkað. Þetta sýnir enn og aftur að ef ná
á árangri er mikilvægt að taka á vandanum frá mörgum
hliðum. Þrátt fyrir þessa fækkun verðum við að vera á
varðbergi því nýjar aðstæður skapast og alltaf koma fram
nýir foreldrar. Því verður stöðug fræðsla að vera í gangi.
Námskeíð
Endurmenntunarstofnun
Háskóla Islands
Lystarstol og lotugræðgi
- draumaútlit eða heilbrigði
Umsjón: Dr. Eiríkur Örn Arnarson, dósent í sálarfræði
við læknadeild Háskóla íslands.
Tími: 21. og 22. október 1999 kl. 9:00-16:00
Verð: 9.800
Fíkniefni-verkun, einkenni og útlit:
Vísbendingar um neyslu og viðbrögð við henni
Umsjón: Aldís Yngvadóttir, deildarsérfræðingur hjá
Námsgagnastofnun og afbrotafræðingur
Tími: 1. nóvember 1999 kl. 9:00-16:00
Verð: 6.800
Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 4. tbl. 75. árg. 1999
277