Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Síða 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Síða 8
Aðalbjörg Finnbogadóttir, adalbjorg@hjukrun.is AÐALFUNDUR FÉLAGS ÍSLENSKRA HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2008 Fyrsti aðalfundur Fíh var haldinn á Grand Hótel í Reykjavík 22. maí sl. Þetta var að mörgu leyti sögulegur fundur þar sem teknar voru ákvarðanir um að gjörbreyta lögum félagsins. Framvegis verða haldnir aðalfundir árlega í stað fulltrúaþinga annað hvert ár eins og verið hefur. Á aðalfundinum áttu sæti með kosningarétt stjórn félagsins og kjörnir fulltrúar svæðisdeilda. Fundinn sátu 73 af 80 skráðum fulltrúum. Mikill hugur var í fundarmönnum og voru umræður miklar og góðar þrátt fyrir langa og stranga dagskrá. Elsa B. Friðfinnsdóttir setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Sérstakar þakkir færði hún heilbrigðisráðherra fyrir að koma á fundinn og ávarpa fundargesti. Hún sagði að umfjöllun um innri mál félagsins yrðu fyrirferðamest á þessum fyrsta aðalfundi en megintilgangur með þoðuðum breytingum á félaginu er að gera starfsemi félagsins skilvirkari og félagið enn öflugra sem málsvara skjólstæðinga hjúkrunar og hjúkrunarfræðinga. Hún ræddi um kynningu á störfum hjúkrunarfræðinga sem hefur staðið yfir á vegum félagsins og lagði áherslu á jákvæða sjálfsmynd hjúkrunarfræðinga sem smitar út í þjóðfélagið. Stakk hún því að heilbrigðisráðherra, í Ijósi þess að það styttist í að hann skipi nýjan Fundarstjóri og ritari fara yfir tillögur til lagabreytinga FJÓRAR ÁLYKTANIR FRÁ AÐALFUNDI FÍH Aðalfundurinn sá ástæðu til þess að senda frá sér fjórar ályktanir, þar af fjölluðu þrjár þeirra um Landspítala. Aðalfundurinn ályktaði einnig harðlega gegn ráðningum læknanema í stöður hjúkrunarfræðinga. Ályktun um rekstrarform Landspítala Ályktun um stjórnun Landspítaia 6 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 84. árg. 2008

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.