Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Qupperneq 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Qupperneq 11
Heiðursfélagi Sólveig Guðlaugsdóttír og alþjóða- fulltrúi Jón Aðalbjörn Jónsson spjalla saman. Það skipulag að æðsta vald félagsins hittist aðeins annað hvert ár og að stjórn hafi allt vald þess á milli þótti orðið gamaldags og ólýðræðislegt og ekki hvetja til virkrar þátttöku félagsmanna. Mjög margir hjúkrunarfræðingar komu að þessari undirbúningsvinnu en hana leiddi svokölluð umbótanefnd sem sett var á laggirnar til að fara yfir öll lög og skipulag félagsins og leggja fram tillögur um breytingar fyrir stjórn. Stjórn Fíh fjallaði síðan um tiilögur nefndarinnar og í framhaldinu var skýrsla umbótanefndar og athugasemdir/breytingatillögur stjórnar Fíh sendar til umsagna nefnda, fagdeilda og svæðisdeilda félagsins, auk þess sem stjórnin óskaði umsagnar umbótanefndarinnar sjálfrar á breytingatillögunum. Þannig var reynt að tryggja að sjónarmið sem flestra skiluðu sér í tillögugerðinni. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Fíh, gerði ítarlega grein fyrir þessum tillögum í Tímariti hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 2008 og er vísað til þeirrar umfjöllunar til frekari upplýsinga. Dagrún Hálfdánardóttir og Dýrleif Kristjánsdóttir, sem báðar eru hjúkrunar- fræðingar og lögfræðingar, tóku síðan að sér að skrifa frumvarp til nýrra laga fyrir félagið. Það frumvarp var lagt fyrir aðalfundinn og greiddu fundarmenn atkvæði um einstakalagabreytingarog lög félagsins í heild. Nokkrar breytingatillögur voru samþykktar og má sjá nýsamþykktu lögin á heimasíðu Fíh, www.hjukrun.is. Nýju lögin taka gildi á aðalfundi félgsins á næsta ári og falla þá ákvæði gildandi laga félagsins úr gildi. Ákvæði 8. gr. um aðalfund, 14. gr. um skipulag starfsemi félagsins, 15. gr. um svæðisdeildir og 16. gr. um fagdeildir öðluðust hins vegar gildi á aðalfundinum en koma til framkvæmda á aðalfundi árið 2009. Helstu breytingar, sem verða á skipulagi félagsins í kjölfar lagabreytinganna, eru auk þess að auka skilvirkni og lýðræði í félaginu, að jafna og endurspegla hið tvíþætta hlutverk félagsins með því að skipta því upp í fagsvið og kjarasvið og að gera svæðisdeildir og fagdeildir jafngildar. Til að markmiðið að auka lýðræði í félaginu náist þurfa félagsmenn að kynna sér vel og nýta sér lagabreytingarnar þannig að þeir komi meira að ákvarðanatöku innan félagsins. Sérstaklega skal bent á þær breytingar er varða aðalfund félagsins. Allir félagsmenn með fulla aðild og fagaðild hafa nú rétt á að sitja aðalfund með atkvæðisrétti hafi þeir skráð sig á fundinn með minnst viku fyrirvara. Þetta er mikilvægt skref í átt til lýðræðis og því mikilvægt að fólagsmenn nýti sér það til að hafa áhrif á starfsemi og ákvarðanatöku innan félagsins. Helsta verkefni stjórnar fram að næsta aðalfundi er að undirbúa gildistöku nýju laganna að ári með því meðal annars að útbúa reglugerðir varðandi hlutverk og starfsvið nýrrar félagsstjórnar, sviðstjóra fag- og kjarasviðs og svæðis- og fágdeilda, skipa í nefndir og sjóði og endurskoða trúnaðarmannakerfi félagsins. Mikil vinna er þvi' framundan hjá stjórn og öðrum sem að undirbúningnum koma og verður spennandi að fylgjast með framvindu þess. Nánari upplýsingar um fundinn eru að finna í fundargerð aðalfundar á heimasíðu félagsins. Námskeið í að semja um laun í maí sl. hélt Endurmenntun Háskóla íslands í samvinnu við Fíh námskeið í að semja um kaup og kjör undir kjörorðinu „Er hjúkrun launuð vinna eða hugsjónastarf?“. [ fyrri hluta námskeiðsins var rætt um hlutverk og skyldur starfsmanns og atvinnurekenda, ábyrgð fagmanns og hvort starfskyldur geta gengið of langt. Kennari var Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar. FRÉTTAPUNKTUR í seinni hluta námskeiðs var annars vegar lögð áhersla á sjálfsvirðingu og gildi í lífi og starfi og hins vegarásamninga- tækni. Fjallað var um þá þætti sem tengjast árangursríkum samningum og grunnatriði í samningatækni. Námskeiðið var haldið í fjórum lotum, alls 12 klst. 32 hjúkrunarfræðingar sóttu námskeiðið, hluti þeirra í gegnum fjarfundi. Þátttakendur voru mjög ánægðir með námskeiðinu og verður það vonandi haldið aftur í vetur. Tímarit hjúkrunarfræöinga - 3. tbl. 84. árg. 2008 9

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.