Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Side 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Side 19
Ferðamannaheilsuvernd - bólusetningar og ráðgjöf Notendum gefst kostur á að bóka tíma hjá hjúkrunarfræðingum í móttöku heilsugæslunnar þegar ætlunin er að leggja land undir fót og ferðast um heiminn. Heilsugæslustöðvarnar leitast við að eiga þau bóluefni sem á markaði eru hverju sinni og bjóða hjúkrunarfræðingar ferðalöngum þær bólusetningar sem alþjóðlegar ráðleggingar mæla með hverju sinni. Ráðlagt er að huga að bólusetningum vegna ferðalaga með góðum fyrirvara sé þess kostur. Hjúkrunarfræðingar gefa einnig góð ráð um annað sem viðkemur ferðalögum, eins og varnir gegn meltingaróþægindum, hvort þörf sé á malaríuvörnum, börn og ferðalög, varnir gegn geislum sólar og svo framvegis. Símaráðgjöf hjúkrunarfræðinga í síma 1700 Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar er hjúkrunarþjónusta í síma 1700 og hefur hún verið starfrækt frá árinu 2005. Þjónustan er fyrir alla og er gjaldfrjáls. Þjónustan er opin virka daga 8-17. Erindi sem leitað er með til upplýsingamiðstöðvar eru eins misjöfn og þau eru mörg en algengast er að fólk leiti sér ráðgjafar þegar um er að ræða veikindi, vanlíðan eða slys. Sem dæmi er ráðgjöfin vinsæl meðal foreldra með lasin börn og algengt er að fólk leiti ráða vegna lyfjanotkunar. Upplýsingamiðstöðín er auk þess mikið notuð af fólki sem vantar ráðleggingar um hvert það getur leitað með þjónustu, ekki síst ef þörf er á einhvers konar bráðaþjónustu. Til dæmis er algengt að fólk leiti ráða um hvort rétt sé að leita með erindi sitt á bráðamóttöku sjúkrahúsanna, á heilsugæslustöð eða hvort óhætt sé að sjá til. Þannig er farið yfir erindin með fólkinu og besta lausnin valin í sameiningu. Þá leitar fólk til dæmis stundum ráða hvert hægt sé að leita með samskiptavanda, vandamál í uppeldi og annarra sálrænna og félagslegra vandamála. Erindum sem ekki heyra beint undir heilsugæsluna er vísað til viðeigandi aðila. Ef erindið er brýnt eins og til dæmis ef talið er að um alvarleg veikindi sé að ræða er gjarnan haft samband við viðkomandi bráðamóttöku og fólki vísað áfram eða fólkinu ráðlagt að hafa samband við neyðarlínu í síma 112. Að lokum Þjónusta hjúkrunarfræðinga f móttöku á heilsgæslustöðvum er fjölbreytt og leitast við að koma til móts við þarfir notendanna. Öllum erindum er sinnt, annaðhvort með því að veita þjónustu á staðnum eða vísa í þann farveg sem við á í hverju tilviki. Hrönn Hákansson er hjúkrunarfræðingur á heilsugæslustöðinni í Glæsibæ og skólahjúkrunarfræðingur í Langholtsskóla. AmórLPálsson fsleifurjónsson FrímannAndrésson SvafarMagnússon framkvæmdastjóri útfararstjóri útfararþjónusta útfararþjónusta REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Hugrún Jónsdóttir Guðmundur Baldvinsson Þorsteinn Elísson Ellert Ingason útfararþjónusta útfararþjónusta útfararþjónusta útfararþjónusta £þejar ancfíáí Ser að fiöncíum Önnumsí aíla þœiti útfararinnar UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA •VGAUV' Vesturhlíð 2 • Fossv'ogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 84. érg. 2008 17

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.