Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Qupperneq 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Qupperneq 28
Tímarit hjúkrunarfræðinga endurbirtir hér grein sem var skrifuð 1935 en á enn í dag merkilega vel við. Höfundur er Þorbjörg Árnadóttir, merkiskona í hjúkrunarstétt. Hún lærði og starfaði mikið erlendis eins og kemur fram hér á eftir og varð 1945 fyrsti íslenski hjúkrunarfræðingurinn sem hlaut meistaragráðu í hjúkrun, þá 47 ára. Eftirfarandi grein var upphaflega erindi flutt á fundi í F.Í.H. í október 1935 og birtist svo í Hjúkrunarkvennablaðinu nr. 1 1936, sem var fyrsta tölublaðið sem var sett upp og prentað í prentsmiðju. HUGLEIÐINGAR UM HEILSUFAR OG VINNUDAG HJÚKRUNARKVENNA Á þessum tímum, þegar svo mikið er ritað og rætt um 8 stunda vinnutíma fyrir hjúkrunarkonur, finst mér tímabært að athuga málið örlítið frá heilsufarslegu sjónarmiði. Nú vil eg taka það fram í byrjun, sem er persónuleg skoðun mín, að hugtak hjúkrunarstarfsins sé miskunsami Samverjinn, þ.e. að hjálpa bróður sínum, sem einhverra orsaka vegna er staddur við veginn í reiðileysi. Þess vegna getur góð hjúkrunarkona ekki gert mannamun, hvorki kynfiokka, trúarflokka, og síðast en ekki síst pólitískra flokka. Hún verður að vera hlutlaus. Þessa dagana hefi eg verið að lesa etikkina hans Spinoza meistarans gamla. Hann segir að meðaumkunin sé í raun og veru slæm tilfinning, þar sem hún tilheyri sorginni, en sorgin dragi úr framkvæmdaafli voru. Sömuleiðis segir hann (ef mér skilst rétt), að þeir sem séu fljótir til meðaumkunar séu líka fljótir til öfundar og metnaðargirni. Þetta kom mér mjög illa, þar sem eg hefi altaf álitið að hin kvenlega meðaumkun væri einmitt ein aðalhvötin til hjúkrunarnámsins. En svo fer hann að útskýra þetta nánar, og segir að hinir meðaumkunarfullu láti oft blekkjast af leikaraskap annara, og það vitum við að er rétt. Líka segir hann að við eigum að hjálpa öðrum af skynsemi, en ekki meðaumkun, og líklega hefir hann aftur rétt fyrir sér. En svo var þetta með öfundina og metorðagirndina. Ein skólasystir mín skrifaði um mig þegar eg var reynslunemi (Þröveelev): „For hende Idealet staar, Porbjörg Árnadóttir (1898 - 1984) med Glorie om gyldne Haar“. Eg var nú satt að segja ekkert hrifin af þessu, þvf að á þeim tímum var eg mjög alvarlega sinnuð, og háraliturinn hafði altaf verið mér hugraun, svo að eg áleit þetta „lunt“ grín hjá danskinum. En eg man eftir því að mér fanst starfið fremur hvetja til metnaðargirndar, sem auðvitað er góð ef hún er skynsöm, þ. e. keppir eftir réttri breytni - og það segir Spinoza Ifka - meistarinn gamli. En hann segir að dygðin sjálf feli í sér launin og rétt breytni leiði til meiri fullkomnunar og þar af leiðandi meiri gleði og hamingju. Ykkur finst þetta nú kannske útúrdúr með hann Spinoza - en það var þetta með sorgina. Allar hjúkrunarkonur vita hvemig það er að berjast með sárþjáða eða dauðvona sjúklinga. Er ekki eitthvað til í því að áhrif þess sárþjáða verki lamandi á þá sem stunda hann. Og ef þar við bætist líkamlegt erfiði og næturvökur, er þá ekki líklegt, að sá sem slíku starfi gegnir þurfi ekki síður hvíldar og upplyftingar við en hinn sem gegnir öðrum almennum störfum. Og þegar við tökum til athugunar, að þetta er ekki bara nokkra daga, vikur eða mánuði, heldur ár, þá verður það ennþá augljósara. En hvað segir svo sjálf heilsuverndin? Eg ætla að láta gamla kennarann minn, Mrs. Soule, sem er formaður hjúkrunardeildarinnar við University of Washington, svara fyrir mig. Hún segir: „Heilsuverndarhjúkrunarkonan ætti ekki að hafa yfirvinnu, ef mögulegt er að komast hjá því. A. Hún vinnur betur ef hún er ekki þreytt, og hún ætti að vera eins vel upplögð í fyrstu eins og síðustu heimsókn. B. Vegna heilsu hennar sjálfrar. Það er slæm auglýsing fyrir heilsuverndina, að sjá þreytta og lasna hjúkrunarkonu í vinnu. C. Skipulagning. Það er oft slæmt fyrirkomu- lag, sem er orsök langs vinnutíma." Getur þetta ekki líka átt við um aðrar hjúkrunarkonur? Þegar eg var stödd í Noregi árið sem leið, var mikið rætt opinberlega í dagblöðunum í Oslo um vinnudag hjúkrunarkvenna, 26 Tímarit hjúkrunarfræöinga - 3. tbl. 84. árg. 2008

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.