Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Síða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Síða 40
Hluti samninganefndar fylgist með erindi Cecilie Björgvinsdóttur. Möppur undanþágunefndar fara nú aftur í geymslu. við fjölmiðla: „Þetta verður grafalvarlegt ástand strax á fyrstu klukkustundunum. Skilaboð fundarmanna til ríkisvaldsins eru einfaldlega þau að stjórnvöld taki mark á stöðunni, geri sér grein fyrir til hvers yfirvinnubann geti leitt inni á stofnununum og bregðist við með því að opna á eitthvað sem geti leitt tii lausnar í deilunni." Elsa sagði enn fremur að vaktakerfi hjúkrunarfræðinga sé flókið og ólíkt á milli stofnana. Heilsugæslan sé að hluta til með helgarútköll og sumir hjúkrunarfræðingar séu á bakvöktum svo dæmi séu tekin. Næstu fundir um kjaramálin og yfirvinnubannið voru svo 1. júlí í Vestmannaeyjum, Stykkishólmi og ísafirði (fjarfundir), 2. júlí á Sauðárkróki og Akureyri og 3. júlí á Neskaupstað. Samtals funduðu formaður félagsins og verkefnastjóri kjara- og réttindamála með á fjórða hundrað hjúkrunarfræðingum víða um land. Efasemdir um yfirvinnubann Yfirvinnubann er nýtt og óreynt vopn í kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga. Þegar efnt var til atkvæðagreiðslu voru menn farnir að átta sig á því að það gæti orðið mjög beitt vopn. Óvissa ríkti hins vegar um framkvæmdina. Fíh leitaði snemma eftir álit lögfræðings um hvort yfirvinnubann væri löglegt og hvort undanþágulistar giltu. Niðurstaðan var að yfirvinnubann er lögleg vinnustöðvun. 2002 boðaði Félag flugumferðarstjóra yfirvinnubann. Ríkissjóður kærði þá til félagsdóms en tapaði þannig að til er fordæmi fyrir því að leggja bann við yfirvinnu. Það var einnig mat lögfræðinga að undanþágulistar sem miða að verkfalli gilda ekki. Þar að auki höfðu vinnuveitendur ekki sinnt skyldu sinni að semja við Fíh um uppfærslu á listunum og uppfærði Landspítali einhliða undanþágulista sem að stofni til NÝR KJARASAMNINGUR í HNOTSKURN 1. Gildistími er frá 1. júlí 2008 - 31. mars 2009. 2. 20.300 kr. bætist við allar tölur í launatöflu frá 1. júlí 2008 (8,99% á launaflokk 2-1 og 6,8% á launaflokk 6-4). 3. 6,3% hækkun á launatöflu frá 1. júlí 2008 (ofan á 20.300 kr.). 4. Yfirvinnutaxti lækkar úr 1,0385% af mánaðarlaunum í 0,95% af mánaðarlaunum. 5. 55 ára og eldri verða ekki undanþegnir nætur-, bakvöktum skv. kjarasamningi, hver starfsmaður semur um þetta sjálfur við sinn vinnuveitanda. (Tekið á þessú í stofnanasamningi.) 6. Geðdeildarfrí verður lagt niður en sett á „sólarlag" (þeir sem hafa fríið halda þvi' eins lengi og samfelld ráðning á geðdeild helst). 7. Greiðslur fyrir breyttar vaktir breytast. Greidd verður 1 klst. í yfirvinnu fyrir hverja breytingu f stað tveggja eða þriggja áður. Sömuleiðis verður greidd 1 klukkustund í yfirvinnu fyrir aukavaktir sem keyptar eru með minna en 24 klst. fyrirvara að næturlagi, um helgar eða á sérstökum frídögum. (Tekið á þessu í stofnanasamningi.) 8. Launuð fjarvera vegna veikinda barna var 10 dagar á ári en verður 12 dagar. 9. Mat á ávinnslu veikindaréttar eykst. Ávinningurinn er veruleg hækkun dagvinnulauna og vaktaálags sem leiðir m.a. til aukinnar innborgunar í vísindasjóð og hækkar framlag í Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga. 38 Tímarit hjúkrunarfræöinga - 3. tbl. 84. árg. 2008

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.