Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Page 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Page 43
é 8. maí sl. var gengið gegn slysum annað árið í röð. Eins og í fyrra var það BAS- hópurinn sem bar hitann og þungann af skipulagningunni. í BAS-hópnum eru þrír hjúkrunarfræðingar sem vinna á Landspítala. Margir aðilar komu að göngunni og veittu aðstoð á margvíslegan hátt. Lögregla, slökkvilið, rannsóknarnefnd umferðarslysa, Sjóvá-Almennar og útfararstofur voru meðal þeirra sem tóku þátt í skipulagningunni. Talið er að svipaður fjöldi og í fyrra hafi tekið þátt í göngunni. Gangan byrjaði fyrir framan Landspítala Hringbraut og liðaðist um göngustíginn meðfram Bústaðavegi að Landspítala Fossvogi þar sem hún endaði á þyrlupalli. Hjúkrunarfræðingar voru með rauðar blöðrur sem táknuðu einstaklinga sem slösuðust alvarlega í umferðinnni 2007 og slökkviliðsmenn héldu á svörtum blöðrum sem táknuðu látna einstaklinga. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 84. árg. 2008 41

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.