Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Page 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Page 44
Christer Magnusson, christer@hjukrun.is MIKIÐ LÁN AÐ FÁ AÐ VERA FARARSTJÓRI - viðtal við Hjálmfríði Nikulásdóttur Friða fyrir miðri mynd ásamt kórbörnum í sumarhöll Péturs mikla. Hjálmfríður Nikulásdóttir er hjúkrunarfræðingur hjá Hjartavernd. Hún hefur í mörg ár varið frítíma sínum í að vera fararstjóri þegar Skólakór Kársness hefur verið á ferðalögum, nú síðast í vel heppnaðri ferð til St. Pétursborgar í Rússlandi. Ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga var þar með í för og notaði tækifærið að spyrja Fríðu um starf hennar og reynslu sem fararstjóri. Fríða, eins og hún er vanalega kölluð, útskrifaðist úr hjúkrunarnámi 1988. Hún vann fyrstu árin hér og þar en lengst af á 13-D á LSP Hringbraut sem var þá handlækninga- og þvagfæradeild. Nú vinnur hún hjá Hjartavernd. Hvað gerir þú hjá Hjartavernd? Ég starfa við ýmsar rannsóknir á vegum Hjartaverndar. Fyrst ber að telja stóru öldrunarrannsóknina „AGES“ en það er viðamikil faraldursfræðileg rannsókn sem unnin er í samvinnu við National Institute of Health í Bandaríkjunum. Markmið rannsóknarinnar er að kanna heilbrigði öldrunar og reyna að finna út hvaða þættir það eru í umhverfi, erfðum og líkamsástandi fólks sem hafa áhrif á heilsu þess á efri árum. Um það bil 15.000 manns, sem tóku þátt í hóprannsókn HV árið 1967, er boðið að taka þátt í þessari rannsókn. í rannsókninni eru skoðuð öll helstu líffærakerfi sem tengjast færni og lífsgæðum efri ára en ég vinn við að leggja fyrir vitræn próf. Aðrar rannsóknir, sem ég starfa við núna, er rannsókn á arfbundinni kólesterólhækkun og þrjár lyfjarannsóknir er snúa að beinþynningu karla, háþrýstingi og sykursýki. 42 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 84. árg. 2008

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.