Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Side 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Side 47
að og af þeim sökum væri ekkert getið um skilmála og engar upplýsingar hefðu legið fyrir um sjúkrahúsið. Þær kváðust ekki vera komnar til íslands til að gagnrýna aðstæður hér á landi. Guðbjörg yfirhjúkrunarkona var í miklum metum hjá þeim og hafði reynst bæði elskuleg og hjálpsöm. Læknarnir fengu einnig góða einkunn og voru að sögn þeirra færir og kurteisir. Veturinn kom þeim ekki á óvart og stöllurnar voru barnslega glaðar þegar snjór tók að falla og Helgafellið varð eins og „sykurtoppur". Þær áttu að eigin sögn ekki erfitt með samskipti því margirtöluðu dálitla dönsku. Dvölin í Eyjum hafði engu að síður verið erfið prófraun en báðar höfðu þær lagt sig fram um að gera sitt besta. Fyrir orð Sigríðar ákváðu þær að starfa áfram við sjúkrahúsið. Formaðurinn taldi að þær hefðu komist í skilning um að ekki væri unnt að rifta samningum „upp úr þurru“ (Margrét Guðmundsdóttir, Handrit). Tæpum mánuði síðar höfðu þær engu að síður skipt um skoðun og afráðið að láta af störfum f Eyjum um vorið. Hjúkrunarkonurnar sögðu að aðstæður á sjúkrahúsinu hefðu ekki breyst til hins betra en tiltóku ekki ákveðin umkvörtunarefni. Stöllurnar fýsti þó ekki til Danmerkur heldur óskuðu eftir afleysingarstörfum í Reykjavík um sumarið. Þær vildu kynnast nánar hjúkrun hér á landi því samlandar þeirra hefðu svo margir látið í Ijós ánægju með störf sín á íslandi (MargrétGuðmundsdóttir, Handrit). Ákvörðun dönsku stéttarsystranna kom illa við Guðbjörgu yfirhjúkrunarkonu. Hún skrifaði Sigríði formanni og sagði: Þegar fólk er óánægt þá gerir það sér rellu útaf öllu eða býr til úlfalda úr mýflugunni, og með því að þær gera lítið úr okkur og öllum hér hafa þær fengið fólk heldur upp á móti sér og þá veit maður að samlyndið verður heldur stirt. Ég ætlaði að fá að skreppa til Reykjavíkur í vetur en læknirinn treysti þeim ekki til að vera einum og það getur vel verið að þær treysti sér ekki til að vera einar á meðan ég fer í sumarfrí, en auðvitað láta þær alltaf í veðri vaka að hér sé allt svo ómögulegt og sennilega verður það ófagur vitnisburður sem við fáum hjá þeim þegar heim kemur (Fíh B/4 1 Bréf Guðbjargar Árnadóttur dags. 19. mars 1938). Sigríður Eiríksdóttir lýsti furðu sinni á sinnaskiptunum f bréfi til stallsystranna. Það kæmi í hlut Félags íslenskra hjúkrunarkvenna að tryggja umönnun sjúklinga í Eyjum enda bæri það ábyrgð á ráðningu þeirra til sjúkrahússins. Formaðurinn tilkynnti þeim jafnframt að hún treysti sér ekki til að taka þá áhættu að útvega þeim sumarafleysingar í höfuðstaðnum (Margrét Guðmundsdóttir, Handrit). í bréfi til Guðbjargar yfirhjúkrunarkonu var formaðurinn skorinorðari og sagði: Ég er afar sár við stúlkurnar, finnst þetta vera hreinasta samningsrof, og svo eru þær ofan á allt svo frekar að skrifa mér og óska eftir sumarvikariati hér á Landspítalanum eða Hvítabandinu í sumar. Það finnst mér fulllangt gengið, enda mun ég ekki hjálpa þeim um stöðu hér eða skipta mér af þeim meir. Svo mikinn bobba hafa þær komið mér í með þessu (Fíh B/4 1 Bréf Sigríðar Eiríksdóttur dags. 27. mars 1938). Sigríður rakti málsatvik í bréfi til fröken Julie Kall ritara danska félagsins þar sem hún lagði áherslu á að ráðningasamningar væru bindandi nema veikindi eða sérstakar hindranir kæmu fram. Formaðurinn óskaði eftir aðstoð við að finna hjúkrunarkonur í stað þeirra sem sóttu svo ákveðið burt frá Eyjum (Fíh B/4 1 Bréf Sigríðar Eiríksdóttur dags. 27. mars 1938). Fröken Kall svaraði að bragði og kvaðst þakklát Sigríði fyrir að taka upp og ræða aðstæður á Sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. Ritarinn hafði iðulega ígrundað að taka málið upp því „ungar danskar hjúkrunarkonur" hefðu lengi átt í miklum erfiðleikum með að takast á við andrúmsloftið á spítalanum. Hún taldi því að stöllurnar hefðu vegna „sérstakra kringumstæðna" orðið að rifta samningnum. Félagið hefði fyrir nokkru fengið upplýsingar um „óheppilegar aðstæður" á sjúkrahúsinu þar sem hjúkrunarkonur yrðu að beita sínu ýtrasta til að sigla hjá erfiðleikum sem fylgdu slíkum starfsskilyrðum. Bréf ritarans er vélritað en ein setning er hins vegar handskrifuð. Fröken Kall gerði sér grein fyrir að nauðsynlegt var að skýra óljósar fullyrðingar um sjúkrahúsið í Eyjum. Hún greip því pennann og skrifaði: „Andrúmsloftið er, eins og við segjum í Danmörku, þrungið erótík." Félag danskra hjúkrunarkvenna hefði af þeim sökum afráðið að senda ekki fleiri félaga til Vestmannaeyja (Fíh B/4 1 Bréf Kall dags. 6. apríl 1938). Sjúklingarnir - sem flestir voru karlmenn - voru sennilega svo áleitnir að dómi dönsku hjúkrunarkvennanna að ekki varð við unað. Stéttarsystur þeirra frá íslandi og Noregi höfðu aldrei kvartað yfir kynferðislegri áreitni á sjúkrahúsinu en þögn þeirra kastar ekki rýrð á framburð dönsku kvennanna. Sigríður Eiríksdóttir sá ekki ástæðu til að vefengja staðhæfingu fröken Kall og taldi „óþolandi að vinna á sjúkrahúsi við slíkar aðstæður". Hún bað hins vegar um frekari skýringar og vildi vita hvort hjúkrunarkonurnar „hefðu ekki frið“ eða hvort þetta væri ríkjandi „tónn“ innan sjúkrahússins. Sigríður benti á að hjúkrunarnemar væru sendir til Eyja og því væri nauðsynlegt að þekkja allar kringumstæður við sjúkrahúsið (Fíh B/4 2 Bréf Sigríðar Eiríksdóttur dags 21. apríl 1938). Ekki er Ijóst hvort fröken Kall svaraði en dönsku hjúkrunarkonurnar unnu hins vegar áfram á spítalanum fram á haust. Þær ferðuðust víða í sumarleyfinu og dvöldu meðal annars í góðu yfirlæti í sumarbústað félagsins að Reykjum. Um haustið fóru þær til Reykjavíkur og voru ráðnar til starfa á Landspítalanum. Stallsysturnar hittu Sigríði formann f höfuðstaðnum um sumarið og skýrðu mál sitt. Hún bar þeim vel söguna og kvaðst nú skilja þær aðstæður sem þær höfðu starfað við. Formaðurinn fullyrti að fleiri hjúkrunarkonur yrðu ekki ráðnar til Eyja fyrir milligöngu félagsins nema starfsskilyrði breyttust til hins betra (Margrót Guðmundsdóttir, Handrit). Heimildir: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Skjalasafn. (Fíh) B/4 1 og B/4 2 Bréfasafn. Margrét Guðmundsdóttir. Handrit. Saga hjúkrunar á íslandi. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 84. árg. 2008 45

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.