Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 52
Kristín Björnsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands HVENÆR ER HEIMILIÐ BESTI KOSTURINN? ÁHERSLUR í UPPBYGGINGU HEIMAHJÚKRUNAR ÚTDRÁTTUR í þessari grein er leitað svara við spurningunni: Hvenær er heimilið ákjósanlegur staður tii að veita heilbrigðisþjónustu? Til að svara henni var gerð ítarleg leit að efni um aðstæður á heimilum, skipulag heilbrigðis- og stuðningsþjónustu á heimilum og um þátttöku aðstandenda í umönnun á heimilum. Auk þeirra íslensku og alþjóðlegu rannsókna, sem stuðst var við, byggir umfjöllunin einnig á óbirtum niðurstöðum rannsókna höfundar á heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu sem nefnist Hjúkrað heima. Fram kemur að samband fólks við heimili sín er í mörgum tilvikum flókið og tvíbent, hlaðið ólíkum tilfinningum og skilningi sem mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar þekki og geti brugðist við. Á svipaðan hátt er afstaða aðstandenda til aðstæðna sinna margræð en flestir þeirra óska eftir meiri stuðningi frá hinu opinbera en þeim er veittur. Víða í heiminum hefur verið byggð upp umfangsmikil heimaþjónusta sem miðar að því að styðja fólk til að búa áfram heima. Rannsóknir sýna þó að oft er slíkri þjónustu sniðinn ansi þröngur fjárhagslegur rammi. Því er leitast við að varpa Ijósi á hin flóknu siðfræðilegu og pólitísku álitamál sem hjúkrunarfræðingar í heimahjúkrun standa frammi fyrir í kjölfar þess að heimilið verður vettvangur heilbrigðisþjónustu. Lykilorð: Heimahjúkrun, heilbrigðisþjónusta á heimiium, aðstæður, umönnun aðstandenda Inngangur Nú þykir sjálfsagt að fólk búi á sínu eigin heimili jafnvei þó færni þess til að sjá um sig hafi minnkað. Forsenda þess að geta búið heima, þegar svo er komið, er þó yfirleitt að völ sé á hjálp og stuðningi, bæði frá aðstandendum og frá heilbrigðis- og félagsþjónustu. Á liðnum árum hafa margar fræðigreinar, m.a. hjúkrunarfræðin, leitast við að þróa þekkingu um aðstæður sem þurfa að vera til staðar á heimilinu og aðstoð, meðferð og stuðning sem er nauðsynlegur til að einstaklingar með langvinn veikindi eða minnkaða færni til sjálfsumönnunar geti búið heima. í þeim hafa þarfir verið athugaðar og árangur aðferða, sem beitt er til aðstoðar og stuðnings, hefur verið metinn. Markmið þeirra er að finna leiðir til að styðja fólk sem býr á eigin heimili til að viðhalda og efla vellíðan og lifa á þann hátt sem það kýs. í þessari grein verður leitað svara við spurningunni: „Hvaða aðstæður og aðstoð er nauðsynleg til að einstaklingar geti haldið áfram að búa heima þrátt fyrir minnkaða færni eða veikindi?" Tii að svara henni verður sagt frá rannsóknum á ENGLISH SUMMARY Björnsdóttir, K. The lcelandic Journal of Nursing (2008). 84(3) 50-56 WHEN IS THE HOME THE BEST CHOICE? ISSUES AND EMPHASES IN HOME CARE NURSING This paper tries to answer the question: When is the home a good place to provide health care services? To answer this question an extensive literature search was conducted focusing on the home as a place of health care, the organization of health and sociai services and the participation of relatives in care giving. In addition to the lcelandic and international studies used, the paper was also based on unpublished findings from a study designed and conducted in Reykjavik by the author. The main findings show that people’s relationship to their homes is complex and sometimes contradictory, laden with an array of different feelings and understandings, which nurses need to know how to respond to. Similarly, the studies reviewed show that the views of reiatives towards their roles and responsiblities are ambiguous. Most of them express a need for more assistance form the authorities than they receive. Many countries have developed community based services aimed at supporting people to live at home in spite of debilitating long term conditions. However, studies show that theses services suffer from rationing. Therefore, the final part of the paper attempts to clarify the complex ethical and political issues with which home care nurses are confronted in their practice. Key words: home care nursing, health care in the home, facilities, family caregivers Correspondance: kristbj@hi.is 50 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 84. árg. 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.