Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Qupperneq 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Qupperneq 54
sér hús sem fullnægði óskum þeirra og þörfum. í viðtölunum í rannsókninni ræddu þær um það hvernig þær unnu að því að koma sér fyrir og skapa sér nýtt heimili. Fljótlega tóku þær að mynda tilfinningaleg tengsl við heimilið og finna sig heima. í rannsóknarverkefninu Hitting home, sem framkvæmt var í Ontario-fylki í Kanada, var haft samband við 811 einstaklinga sem bjuggu heima og höfðu notið heilbrigðisþjónustu um árabil (McKeever o.fl. 2006). Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa Ijósi á líðan íbúa og aðstæður á heimilum. Fram kom að mörg heimilanna þörfnuðust einhverra viðgerða, stærð þeirra féll illa að þörfum íbúanna og þau skorti einhver algeng þægindi. Meira en 30% heimilanna þörfnuðust breytinga til að auka vellíðan og öryggi en í helmingi tilvika hafði það ekki verið gert vegna mikils kostnaðar. Að mati höfunda sýndu þessar niðurstöður greinilega hve brýnt er að taka mið af aðstæðum á heimili er heilbrigðisþjónusta er skipulögð. Af ofangreindum rannsóknaniðurstöðum má ráða að hjúkrunarfræðingar, sem starfa við heimahjúkrun, þurfa að meta aðstæður og ástand á heimilum reglulega. Þegar færni minnkar og orkan hverfur samhliða langvinnum veikindum getur reynst erfitt að viðhalda heimilinu á þann hátt sem einstaklingurinn telur sæmandi (Dyck o.fl. 2005). í kanadískri rannsókn Angus og félaga (2005) á aðstæðum langveikra, sem njóta heimahjúkrunar og aðstandenda þeirra, kom fram að margir þátttakenda fundu til vanmáttar gagnvart ýmsum þáttum sem tengjast því að halda heimili, til dæmis þrifnaði og tiltekt. Því virtist ástandið á heimilum þeirra á margan hátt endurspegla hinn veikburða líkama sem þar bjó og í þeirri mynd, sem höfundar draga upp af heimilum langveikra, nota þeir hugtakið „viðkvæm heimiii" (e. vulnerable homes) til að lýsa þeim. Á sama hátt er einnig og ekki síður mikilvægt að hjúkrunarfræðingar séu sér meðvitaðir um þau áhrif sem heilbrigðisþjónustan hefur á heimilin. Þegar heimilið verður vettvangur heilbrigðisþjónustu breytist hið kunnuglega umhverfi og heimilismenn þurfa að finna sig heima á ný (Duke og Street, 2003; Dyck, o.fl., 2005). Á slíkum heimilum eru oft misjafnlega áberandi tæki og tól sem stinga verulega í stúf við yfirbragð heimilisins og raska þeirri veröld sem þar hefur verið. Að mati margra viðmælenda í rannsókn Angus og samstarfsmanna hennar undirstrika þessar breytingar á heimilinu veikindi heimilismanna eða fötlun (Angus, 2005). Þeir eru berskjaldaðir fyrir umgengni og samskiptum við ólíka einstaklinga sem koma til að veita aðstoð og tengjast þeim misvel. Fyrir vikið verður heimilið að opinberum stað en möguleikar til að varðveita einkalíf eru takmarkaðir. Svipaðar niðurstöður komu fram í rannsóknum þeirra Exley og Allen (2007) á líknandi meðferð í heimahúsum á Bretlandi. Þátttakendur í þeirri rannsókn lýstu fjölmörgum breytingum sem urðu á heimilinu í kjölfar þess að þar fór fram líknandi umönnun sem í mörgum tilvikum fól í sér töluverða röskun á heimilisaðstæðum. Heimilið varð stofnanalegt og sárar minningar um erfiða reynslu og andlát settu svip sinn á það. í íslensku rannsókninni Hjúkrað heima var athyglinni m.a. beint að aðstæðum á heimilunum. Heimilin, þar sem heimahjúkrun fór fram, voru afarfjölbreytt. Margir þeirra sem nutu heimahjúkrunar bjuggu í nýlegu húsnæði sem hafði verið hannað fyrir aldraða eða fatlaða og þar voru aðstæður víða til fyrirmyndar. í sumum tilvikum voru heimilin þó þröng og hrörleg og þörfnuðust augljóslega viðhalds. Aðkoman að slíkum heimilum var oft erfið (t.d. tröppur og ójafnar stéttar). Innan dyra voru dyragættir þröngar, baðaðstaðan ófullkomin og óheppileg og oft erfitt að komast um. Á slíkum heimilum voru vinnuaðstæður fyrir hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða yfirleitt erfiðar, kröfðust þess að bograð væri við vinnuna eða að störfin væru unnin við mikil þrengsli. Erfitt var að aðstoða sjúkling við að baða sig og lýsingu var í mörgum tiivikum ábótavant. Þessar aðstæður settu starfsfólkið oft í afar erfiða siðfræðilega aðstöðu eða að velja milli þess að sinna sjúklingi eða huga að eigin öryggi og heilsu. Nýleg rannsókn á öryggismálum í heilbrigðisþjónustu á heimilum í Kanada endurspeglar mörg þeirra atriða sem fram komu í þessari íslensku rannsókn (Lang, Edwards og Fleiszer, 2007). í rannsókninni Hjúkrað heima komu einnig fram flóknar og mótsagnakenndar tilfinningar gagnvart því að búa á eigin heimili. Einstaka viðmælendur töluðu um einangrun og lýstu uppgjöf sinni gagnvart aðstæðunum. Þeim fannst þeir hafa misst tök á heimilisrekstrinum og sáu enga leið til að bæta aðstæðurnar. Langflestir viðmælendanna voru þó afar sáttir við að fá tækifæri til að halda sitt eigið heimili, jafnvel þó aðstæðum væri ábótavant. Ákveðinn hópur ungra karlmanna, sem bjó í íbúðum sem voru sérhannaðar fyrir fólk með fatlanir, lýsti mikilvægi þess að búa á eigin heimili. Þeir nutu aðstoðar heimahjúkrunar og félagsþjónustu en lýstu aðstæðum sínum á þann hátt að sjálfræði þeirra væri nánast ótakmarkað. Eins og einn viðmælenda sagði: Hér ræð ég mér alveg sjálfur. Það getur enginn skipað mér fyrir. Hér er ég fullkomlega óháður öllum og get gert það sem ég vil. Þessar niðurstöður gáfu sannarlega tilefni til frekari athugana og umfjöllunar um siðfræðilega þætti sem tengjast því að búa á eigin heimili. Opinber heilbrigðisþjónusta á heimilum Það er stefna stjórnvalda víðast hvar í heiminum, a.m.k. á Vesturlöndum að koma í veg fyrir að þeir sem þarfnast heilbrigðisþjónustu þurfi að dvelja á stofnunum. Hvatt er til þess að sjúklingar búi heima og mæti í viðtöl á göngudeildir eða að heilbrigðisþjónustan sé veitt heima. Þessi stefna er talin samræmast sjónarmiðum og hagsmunum sjúklinganna þar sem flestir kjósi að búa a eigin heimili. Eins og fram hefur komið er forsenda þess að ofangreind stefna gangi eftir þó sú að til staðar sé viðeigandi þjónusta og stuðningur. Á liðnum árum hefur farið fram umfangsmikil umræða um eðli, skipulag og umfang heilbrigðis- og félagsþjónustu sem skilgreind er sem heimaþjónusta. í henni má m.a. greina áherslu á að samþætta ólíka þjónustuþætti og efla stuðningsúrræði bæði við sjúklinga og aðstandendur þeirra. Á vegum formlegrar félagsþjónustu er víða boðið upp á fjölbreytta aðstoð við 52 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 84. árg. 2008

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.