Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 13
11
RfiÐUNHUTfifUNDUR 2002
WorldFengur - alþjóðlegur gagnagrunnur íslenskra hrossa
Jón Baldur Lorange
Bœndasamtökum Islands
ÝTT ÚR VÖR
í byijun árs 1999 var haldinn fundur að beiðni FEIF1 í Bændahöllinni í Reykjavík. Fundinn
sátu Ágúst Sigurðsson, hrossaræktarráðunautur Bændasamtaka íslands, Jens Otto Veje, rækt-
unarleiðtogi FEIF, Lutz Lesener, frá IPZV2, Clive Philips, þáverandi formaður skýrsluhalds-
nefndar FEIF, og undirritaður. Fundarefnið var útvíkkun á gagnagrunni Bændasamtakanna í
hrossarækt fyrir aðildarlönd FEIF, Feng gerð alþjóðlegs gagnagrunns um íslenska hestinn
Fengur var þá orðinn vel þekktur í aðildarlöndum FEIF, fyrst með útgáfu á PC-Feng árið
1994, síðan með Veraldarfeng á netinu árið 1997 og loks með íslandsfeng árið 1998. Fulltrúar
nokkurra landa höfðu orðað þann möguleika við undirritaðan á að nýta Feng einnig fyrir
skýrsluhald í löndum þeirra. Áhugi var á því innan Bændasamtakanna að kanna hvort mögu-
legt væri að verða við þessu án mikils aukakostnaðar. Jafhframt var mikill áhugi á að þróa
Feng áfram hérlendis og byggja upp miðlægan gagnagrunn á netinu. Þannig mætti auka að-
gang að Feng sem mikil eftirspum var eftir hérlendis og erlendis.
Á þessum fyrsta fundi var ákveðið að standa saman að uppbyggingu á alþjóðlegum
gagnagrunni með útvíkkun á Feng. Bændasamtökin tækju að sér gerð slíks tölvukerfis og
gagnagrunns. Kjami kerfísins skyldi vera íslenska skýrsluhaldskerfið sem Bændasamtökin
byðu aðildarlöndum FEIF aðgang að gegn hóflegu áskriftargjaldi. Þá var ákveðið að nafn
þessa nýja kerfis skyldi vera WorldFengur.
SAMNINGSVIÐRÆÐUR
Töluverð vinna fór í að ganga frá samstarfssamningi milli Bændasamtaka íslands og FEIF.
Einnig þurfti að semja áskriftarsamning á milli BÍ og aðildarlands FEIF. Þá var brýnt að
ganga frá stöðluðum reglum um skráningu í WorldFeng (FIZO reglum, samþykktum af FEIF
árið 2000), ásamt leiðbeiningum sem innihéldu atriði sem þurfti að huga að áður en hægt var
að hefja skráningu í WorldFeng.
Næsti fundur milli BÍ og FEIF var haldinn hjá Clive Philips í Skotlandi. Á fúndinum
vom samin drög að samstarfssamningi FEIF og BI og áskriftarsamningi við aðildarlönd FEIF.
Á einum og hálfum degi tókst að kasta upp drögum að þessum samningum.
Þriðji fundurinn var haldinn í Danmörku hjá Jens Otto Veje. Þetta var helgarfundur og
var farið yfir drögin að samstarfssamningnum og áskriftarsamningnum og tekin til umræðu
öll þau álitamál sem upp komu.
Samningurinn um WorldFeng er ítarlegur og þar er reynt að taka á öllum helstu atriðum
sem gætu komið upp í samstarfinu milli BÍ og FEIF. Nauðsynlegt að leggja áherslu á að
staðlaðir lyklar sem voru í Feng fengju að halda sér og að engar grundvallarbreytingar væru
gerðar á gagnagrunni Fengs, heldur yrði um útvíkkun á honum að ræða eins og upphaflega
1 FEIF = Intemational Federation of Icelandic horse Associations, (Alþjóöasamtök íslandshestafélaga).
2IPZV = Islandpferde-Reiter und Ziichterverband, (íslandshestafélagið í Þýskalandi).