Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 17
15
RRÐUNRUTflfUNDUR 2002
Landbunadur.is - Sameiginlegt vefsvæði íslensks landbúnaðar
'Rósa S. Jónsdóttir og 2Steinunn S. Ingólfsdóttir
'Ratinsóknastofnun landbúnaðarins
:Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri
INNGANGUR
Haustið 2000 hittust fulltrúar 4 stoöiana, Bændasamtaka íslands, Hólaskóla, Landbúnaðarhá-
skólans á Hvanneyri og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins.
Á þessum fundi var farið yfir áður ffam komnar hugmyndir um sameiginlegan upp-
lýsingavef landbúnaðarstofiiana. Markmiðið með samstarfmu er að auðvelda bændum, starfs-
mönnum og raunar öllum almenningi að nálgast upplýsingar um landbúnað hér á landi.
Ákveðið var að gera verðkönnun meðal hugbúnaðarfyrirtækja á hugsanlegum kostnaði
við slíkan vef. Þegar kostnaðartölur lágu fyrir var nokkrum aðilum í landbúnaðargeir-
anum kynnt hugmyndin og möguleg skipting kostnaðar í hlutfalli við stærð stofnunar eða
samtaka.
Þegar upp var staðið ákváðu sex aðilar að starfa saman að verkefninu, Aðfangaeftirlitið,
Bændasamtök íslands, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Lífeyrissjóður bænda, Rann-
sóknastofiiun landbúnaðarins og Yfirkjötmat ríkisins. Gengið var til samninga við Hópvinnu-
kerfi í Kópavogi um hönnun vefsins.
í stjóm landbúnaðarvefsins sitja fulltrúar ffá þremur stofnunum; Rannsóknastofnun land-
búnaðarins, Bændasamtökum íslands og Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri.
HVERS VEGNA SAMEIGINLEGAN VEF?
Bætt þjónusta við notendur - hægt að leita á einum stað að upplýsingum ffá mörgum aðilum.
Endumýjunar var þörf á heimasíðum RALA og BÍ. Hægt væri að spara tíma sem nú færi í að
uppfæra og viðhalda vefjum með því að vinna saman.
Dæmi um margendurteknar aðgerðir. Starfsmenn BI og RALA vom að setja sömu fræði-
greinar, hvort inn á sinn sérvef. Fréttir vom endurteknar á sérvefjum hverrar stofhunar og svo
var einnig um dagbók eða atburði á döfmni. Vefgestur þurfti að leita samsvarandi upplýsinga
á sérvefum margra stofhana.
HVERNIG?
Sameiginlegur vefur - anddyri að upplýsingum um islenskan landbúnað. Þar væri aðgengi að
almennum upplýsingum, s.s. greinasafni, fféttum og dagbók.
Frá þessu anddyri yrði hægt að komast inn á sérvefi stofnana, þar sem stofnanimar gætu
birt sérhæfðari upplýsingar sem ekki ættu erindi á sameiginlega vefmn.
Vinnuhagræðing felst í því að efni er sett inn á vef hverrar stofnunar eða samtaka og með
einni skipun afritað inn á sameiginlega vefinn.
FYRIR HVERJA?
• Bændur.
• Ráðunauta.