Ráðunautafundur - 15.02.2002, Síða 19
17
Dagbók
Dagbókinni er ætlað að henda reiður á atburðum sem eru á döfinni innan fagsins. Hér eru
skráð t.d. fyrirlestrar, fundir og ráðstefhur. Utanaðkomandi aðilar geta líka skráð atburði hér.
Hægt er að skoða yfirlit í tímaröð um atburði eða eftir stofnunum sem skrá atburðinn.
Auglýsingar
Smáauglýsingadálkur, sem allir geta skráð í. Hámarkslengd auglýsingar er 30 orð. Valið er
um nokkra flokka, t.d. til sölu, Óskast keypt, Atvinna o.s.frv. Þessi þjónusta er ókeypis.
Greinasafn
Greinasafnið er gagnagrunnur sem hefur að geymir faglegt efni og upplýsingar sem nýst geta
þeim fjölmörgu sem á einhvem hátt tengjast landbúnaði. Stofnanimar og félögin sex sem
standa að landbúnaðarvefnum leggja til efni í saöiið. Efnið verður uppfært reglulega, en að
mestu leyti er þó um að ræða efiii sem ekki úreldist fljótt.
Sem dæmi um efifi má nefna greinar úr Frey, Handbók bænda, Fjölritum RALA, Ráðu-
nautafimdum, Riti Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Lög og reglugerðir og svo framvegis.
Allar greinamar em með fullum texta, sem þýðir að notandi þarf ekki að útvega ritið, eða
ljósrit af greininni. Hægt er að lesa efifið beint af skjánum eða prenta það út.
Greinasafifinu er ætlað að vera í stöðugri endumýjun og vexti og verður þar af leiðandi
aldrei „lokið“ í þeim skilningi. Því er skipt niður í nokkra efhisflokka til þægindaauka fyrir
notendur. Fletta má upp í því á nokkra vegu, t.d. eftir yfirflokkum, s.s. Búfé og búgreinar, Líf-
rœnn búskapur undirflokkum, s.s. sauófjárrœkt, vottun, höfundum, útgefnum ritum t.d. Ráðu-
nautafundi, útgáfuári og efiiisorðum.
Rannsóknir
Á þessari síðu er yfirlit rannsókna i landbúnaði sem stundaðar em hér á landi. Um það gildir
það sama og greinasafhið - stöðugt bætast við nýjar rannsóknir - efiiið er í stöðugri endur-
nýjun. Hægt er að skoða titil rannsóknar, hveijir standa að henni, tilgang verkefnisins og
áætluð verklok. Þá er hægt fylgjast með hvar niðurstöður birtast og finna þær í greinasafhi
vefsins.
Nám og námskeið
Þessi siða inniheldur yfirlit yfir námsframboð þeirra aðila sem standa að vefhum, bæði búnað-
amám, nám á háskólastigi og einstök námskeið. Hægt er að skrá sig í nám beint af vefnum.
Starfsfólk
Hér er að finna lista yfir starfsfólk samstarfsaðila Landbúnaðarvefs, annars vegar eftir nöfnum
starfsmanna og hins vegar eftir netföngum starfsmanna. Hægt er að afinarka leitina með þvi
að velja stofiiun, samtök eða fagsvið í felliglugga.
Stjórnir og nefndir
Hér má finna lista yfir þær stjómir, nefndir og ráð sem starfa á vegum aðila vefsins, hveijir
skipa þær, ásamt fundargerðum þeirra í fullri lengd.
Tenglar
Tenglar yfir á vefsíður annarra aðila, framleiðenda, samtaka, stjómvöld og annarra sem eiga
erindi við gesti landbúnaðarvefsins.
Ráðuneyti
Bein tenging við upplýsingavef landbúnaðarráðuneytisins.