Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 22
20
FYRIR HVERJA ER FJARNÁM í BÚFRÆÐI?
Fjamámið er einkum ætlað fyrir starfandi bændur og hefur skólinn það að markmiði að
hleypa ekki yngra fólki en tvítugu í fjamámið, enda líklegt að yngra fólk eigi heimangengt og
viljum við fá það til náms og dvalar á Hvanneyri. Meðalaldur fjamema við skólann er nú tæp
33 ár og um 70% þeirra em konur. Góður undirbúningur undir fjamám í búfræði er að hafa
áður tekið hefðbundnar grunngreinar framhaldsskólans, og lágmarks tölvukunnátta og net-
tenging em nauðsynleg. Sú vinnuregla hefur verið að ekki em innritaðir fleiri en 10 nemendur
í hvem áfanga í fjamámi, enda er hér um að ræða tímaffeka persónulega þjónustu. Aðsókn
hefur verið góð og hefur því miður þurft að vísa þátttakendum frá, í einstökum námsáföngum.
Við upphaf náms er lögð áhersla á að gera ítarlega áætlun fyrir hvem þátttakanda, svo mark-
miðin með náminu séu skýr frá upphafi.
MARKMEÐ FJARNEMA
Misjafiit er á hvaða forsendum er sótt um þátttöku í fjamáminu. Sumir stefna að því að ljúka
búffæðiprófi, en aðrir sækjast eftir þátttöku i einstökum námsáföngum. Reyndar er það svo
þegar námið er hafið að oft er tilhneiging til þess að taka meira og er það vel. Hver og einn
getur ráðið ffamvindu námsins, þ.e. hve margir áfangar em teknir á önn (háð framboði skól-
ans hveiju sinni), en áfangana verður að taka í ákveðinni röð, grunngreinar fyrst og svo koll
af kolli. Hámarks námshraði er um hálft nám, samanborið við nemendur í dagskóla á Hvann-
eyri. Reynslan sýnir að skynsamlegt er að fara hægt af stað og ætla sér ekki um of til að byija
með.
SAMSKIPTINEMENDA
Olíkt fjamámi við marga aðra skóla leggjum við áherslu á að nemendur kynnist og séu í sam-
bandi hver við annan á meðan þeir em í námi. Enda hentar það vel i námi eins og okkar, þar
sem hver bóndi kemur að náminu með mikla reynslu. Því er gott að skapa þannig umhverfi að
allir geti gefið af sér! Þannig skapast oft umræðugmndvöllur, sem er uppspretta hugmynda,
og með því móti hafa nemendur stuðning hver af öðrum við námið og geta borið saman
bækur sínar. Þá er einnig hægt að brydda upp á hópvinnu þar sem t.d. þrír nemendur eiga að
skila sameiginlegri niðurstöðu eftir að hafa velt fyrir sér ákveðnum þáttum í námsefninu. Að
vera einn heima á bænum „i skólanum“, getur verið einmanalegt og þvi leggjum við áherslu á
þessi samskipti milli nemenda, en þannig fá nemendur stuðning hver af öðmm og, að við
teljum, minni líkur á brottfalli úr námi!
SKIPULAG BÚFRÆÐINÁMS, NÁMSDVÖL FJARNEMA
Til gmndvallar náms til búfræðiprófs liggja sömu námsáfangar hvort sem um hefðbtmdið
nám eða fjamám er að ræða. Eðli málsins samkvæmt em þó gerð frávik þegar kemur að
námsdvölinni. Búffæðinámið við bændadeild skiptist á fjórar annir. Þar af er önn nr 2 náms-
dvöl sem fer ffarn á einu af 80 kennslubúum skólans sem dreifð em um landið. Nemendur í
fjamámi sem em eldri en 25 ára, og hafa unnið samfellt við landbúnaðarstörf í 2 ár af síðast-
liðnum 5, geta fengið undanþágu ffá starfsþjálfun námsdvalarinnar. Þeir taka bóklegu áfanga
námsdvalarinnar, rekstrargreiningu, dagbók, ritgerð, vinnubók og grasasafii. Með þessu móti
getur nemandinn oft á tíðum nýtt eigin búrekstur til gagnasöfhunar í verkefiium náms-
dvalarinnar. í rauninni fær bóndinn þannig metnar 8 einingar til búffæðiprófs. Þó svo að fjar-
námið sé góður kostur, getur ekkert komið í staðinn fyrir tveggja vetra dvöl á Hvanneyri við
hefðbundið búffæðinám, þar sem annarri önninni er varið í þriggja mánaða námsdvöl á einu
af kennslubúum skólans.