Ráðunautafundur - 15.02.2002, Qupperneq 25
23
m.a. í fjós til mjalta og útskýrðir em tæknilegir þættir er varða mjaltavélamar. Þá em þeim
kynntir byggingardómar kúa í Hvanneyrarfjósi, sauðfjár á Hesti og hrossa á Hvanneyri. Farið
er í heimsókn í loðdýrahúsin og kanínur, refir og minkar skoðaðir og aðstaða sem þeim til-
heyrir skoðuð og útskýrð. Þá er tekin æfing í fóðurútreikningum. Á slíku námskeiði gefst
nemendum einnig kærkomið tækifæri til að bera saman bækur sinar og miðla hver öðrum af
reynslu sinni.
Skriflegt lokapróf er í áfanganum, eins og öðmm bóklegum áföngum fjamámsins. Fjar-
nemar af vestanverðu landinu hafa þreytt próf sín á Hvanneyri, en þeim sem búa lengra í
burtu, gefst kostur á að útvega sér próftökustað í heimahéraði í samráði við LBH, en það er
oftast i nálægum gmnnskóla. I mörgum tilfellum taka fjamemar sama próf og samnemendur
þeirra sem dvelja við nám á Hvanneyrarstað.
KOSTIR OG GALLAR FJARNÁMS ALMENNT
Kosturinn við íjamámið er að þó svo að nemandinn þurfi að senda frá sér verkefiii, a.m.k.
einu sinni í viku, þá er hann nokkuð ftjáls að því að velja sér tíma til verka. Þannig getur hann
áfram stundað sinn búskap meðffam náminu. Reyndar em þó sumar námsgreinar búfræði-
námsins þannig að ekki verður hjá því komist að halda styttri verklegar lotur inn á milli bók-
legra tama. Skyldumæting er á þessi námskeið og er reynt að hafa þau á heppilegum tíma
fyrir sveitafólk. Það má einnig telja það kost að fást daglega við þau störf í sveitinni, sem
verið er að fjalla um, eins og er t.d. gert í búfjárræktaráfanganum sem að ffarnan er lýst.
Fjamám getur bæði verið léttara og erfiðara en hefðbundið nám. Það getur verið kostur
að fá að vera í friði yfir kennslubókunum og því námsefni sem fylgir, en það er einnig tölu-
vert átak að setjast ein(n) við tölvuna á meðan aðrir í fjölskyldunni ríða út, horfa á sjónvarpið
eða spila framsóknarvist. Þama þarf hver og einn að fmna hvað hentar og er nauðsynlegt að
hafa góðan sjálfsaga, því nám er mikil vinna ef árangur á að verða góður!
Veikasti hlekkurinn við framkvæmd fjamámsins, sem boðið er fólki í dreifðum byggð-
um, er sá að tölvutengingar sem bjóðast víða era alls ekki nógu góðar og mörg dæmi um að
nettenging haldist ekki nema um stundarsakir. Miklar takmarkanir era á þvi hvaða efiii er
hægt að senda, umffam beinan texta, allt annað er of víða þungt í vöfum og sumsstaðar ekki
hægt að kalla það fram heima á bænum. Þannig verður þróun í átt að tæknivæddari kennslu-
háttum hægari en ella, því ef við myndum gera það sem við vildum í þeim efiium, þá væram
við um leið að útiloka veralegan hluta sveitafólks ffá þátttöku í þeim verkefiium. Þá geta stað-
bundin vandamál einstakra nemenda, tengd uppsetningu tölva, nettengingum, forritum,
prenturum o.s.frv. verið þess eðlis að illleysanleg séu, nema að fá þjónustufulltrúa heim á
bæinn, en slík þjónusta er kostnaðarsöm ef þá fáanleg. Þá er alltaf hætta á því að tölvuvírasar
berist milli kennara og nemenda, sé ekki varlega farið.
ÞRÓUNARMÖGULEIKAR FJARNÁMS
Bættar samgöngur á fjarskiptasviðinu hafa mikið að segja um það hver þróunin verður.
Möguleikar á hagnýtingu ýmiskonar fj arkennsluhugbúnaðar era háðir því að nemendur fjar-
námsins geti nýtt sér slíka tækni, bjóði LBH upp á þesskonar aðstöðu til náms og kennslu.
Þróunarmöguleikamir era óþijótandi og má hér nefna nokkur atriði.
• Endurmenntunamámskeið í fjamámi.
Starfsfólk LBH hefur unnið að þróun og undirbúningi endurmenntimamámskeiða sem
kennd væra í fjamámi. Þar er stór, óplægður akur sem vinna þarf í á næstu áram. Hér
gæti verið um að ræða endurmenntunamámskeið fyrir bændur og/eða starfsfólk þeirra,
námskeið fyrir almenning eða sérstaka markhópa.