Ráðunautafundur - 15.02.2002, Side 26
24
• Fjarkennsla í háskólanámi LBH.
Til greina kemur að bjóða einstaka áfanga háskóladeildar í fjarkennslu og útvíkka
þannig nemendahóp í háskólanámi við LBH.
• Fjarkennsla fyrir framhaldsskólanema.
Sérstaka áfanga mætti bjóða almennum framhaldsskólanemum að taka sem hluta af
vali í sínu námi til stúdentsprófs. Þannig mætti koma áhugaverðri kynningu á ís-
lenskum landbúnaði inn i framhaldsskólann og auka um leið líkur á því að nám á
Hvanneyri verði fyrir valinu að loknu stúdentsprófi.
• Endurmenntun kennara.
Eins og kunnugt er þurfa grunnskóla- og framhaldsskólakennarar, eins og aðrar starfs-
stéttir, á sífelldri endurmenntun að halda og mætti hanna sérstaka sumaráfanga fyrir
þá, þar sem farið væri í helstu grundvallaratriði íslensks landbúnaðar. Hygg að það
myndi geta skilað sér í dýpri náttúrufræðilegri um^öllun um landbúnaðinn í skólum
landsins.
• Fjamám fyrir kennaranema.
Samskonar áfanga og hér að ffarnar greinir mætti gera á háskólastigi og bjóða kennara-
nemum við KHÍ og HA að taka þá sem hluta af sinu kennaranámi. Margir nýút-
skrifaðir kennarar hefja störf i dreifbýlinu og væri mikill styrkur fólginn í því fyrir þá
að þekkja grunnhugtök búffæða. Það myndi auka tiltrú sveitakrakkanna á þeim í
kennslunni.
• Þróun fjamáms í búffæði.
Edda Þorvaldsdóttir hefur stjómað þróun og framkvæmd fjamámsins á Hvanneyri.
Hafa margar hugmyndir vaknað, s.s. að fækka og sameina námsgreinar í ijamámi til
búffæðiprófs, til að fækka þeim stundum sem fara í það sem mætti kalla upphaf og
endi. Einnig hefur komið til tals að sameina verklega þætti magra námsgreina í nokkur
námskeið fyrir íjamema, það myndi væntanlega gera þeim auðveldara að sækja þau,
timanlega og kostnaðarlega séð, þannig mætti áfram telja. Fámennar valgreinar hafa
notið Qamámsins, því mögulegt er að láta nemendur í dagskóla taka greinar með fjar-
nemum. Þá er einnig nauðsynlegt að sameina krafta stofhana landbúnaðarins með að-
komu starfsmanna þeirra að ijarkennslu, enda skiptir staðsetning kennarans ekki svo
miklu máli í fjamáminu.
NIÐURLAG
Á tímum gæðastýringar, rekjanleika vörunnar, nákvæmnisbúskapar og aukinna krafa um
gætni í umgengni við náttúruna er mikilvægt að frumffamleiðendur búi yfir víðtækri þekk-
ingu. Aukin hæfni ábúenda og bætt læsi á upplýsingar, léttir allt faglegt starf innan land-
búnaðargeirans, s.s. störf ráðunauta og axmarra sem þjóna bændum. Til að gera þetta kleyft
þarf að bjóða upp á ffæðslu í landbúnaði, jafht grunnmenntun fyrir ungt fólk sem og námstil-
boð fyrir þá sem eldri em, ásamt endurmenntunamámskeiðum hverskonar. Fjarkennsla er dýr
skóli, enda byggð á miklum persónulegum og tímafrekum samskiptum kennara og litils hóps
nemenda. LBH þarf því á öflugum stuðningi úr landbúnaðargeiranum að halda til að við
getum haldið áfram á þeirri braut að bjóða fram áður óþekkt tækifæri til búffæðimenntunar,
því þegar öllu er á botninn hvolft þá er það þekkingin og fæmin sem kemur til með að skilja á
milli feigs og ófeigs í landbúnaði ffamtiðarinnar. Ég vil því hvetja alla til að ýta við
náunganum og örva hann til þess að sækja sér þá þekkingu sem býðst, hvort sem það er
fjamám á Hvanneyri eða annað nám sem gagnast í dagsins önn til sveita!