Ráðunautafundur - 15.02.2002, Side 28
RÁÐUNAUTflfUNDUR 2002
Bændur og netið
’Guðmundur Jóhannesson og 2Jón Viðar Finnsson
1Búnaðarsambandi Suðurlands (<mundi@bssl.is>)
:bóndi, Dalbœ 1, Hrunamannahreppi (<dalbaerl@mi.is>)
INNGANGUR
Heimasíða Búnaðarsamband Suðurlands, www.bssl.is, hefur nú verið starfrækt síðan á miðju
ári 1998, eða í u.þ.b. VA ár. Á þessum tíma er fjöldi heimsókna kominn í um 75 þúsund sem
þýðir að meðalfjöldi heimsókna er rúmlega 400 á viku hverri. Langmest er um heimsóknir
innanlands, en þar á eftir koma Bandaríkin og Danmörk.
AF HVERJU HEIMASÍÐA?
Búnaðarsamband Suðurlands heldur úti heimasíðu til upplýsingamiðlunar um fyrirtækið og til
bænda. Heimasíða er einhver ódýrasti miðill sem til er í dag og nær til margra. Sérstaklega
nýtist heimasíða dreifbýlinu og þar með landbúnaðinum vel. Hægt er að sinna ýmsum
erindum eða nálgast upplýsingar hvenær sem er sólarhringsins, sem ótvírætt hentar bændum
vel. Gott dæmi eru þjónustuvefír bankanna (heimabankar). Þá er auðvelt og fljótlegt að koma
upplýsingum á framfæri og sama gildir um allar breytingar sem verða. Gallinn er hins vegar
sá að engin trygging er fyrir því að markhópurinn, notendur, fari inn á síðuna eða lesi það sem
þar stendur. Eflirfylgnin getur verið erfiðleikum bundin. Kynna þarf heimasíður vel til að
notendur viti af tilvist þeirra, t.d er sjálfsagt að vefslóðin sé kynnt á bréfsefnum fyrirtækja og
sem víðast.
HVERNIG NOTA BÆNDUR NETIÐ?
Þessari spumingu verður best svarað á þann hátt að bóndi segir sjálfur ffá.
Dæmi um notkun bónda á netinu - Jón Viðar Finnsson:
„Netnotkun mín er aðallega varðandi landbúnað, t.d fer ég ekki á netið án þess að líta á
heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands, www.bssl.is. Þar skoða ég bæði hvort eitt-
hvað nýtt sé á döfinni eða á síðunni. Þá er ég áskrifandi að uppfærslum á nokkrum
síðum og þar má nefna nautgriparæktarvef Bændasamtakanna, heimasíðu Landssam-
bands kúabænda, www.naut.is, og Bændablaðinu, sem reyndar mætti vera duglegra við
uppfærslur. Oft er Bændablaðið komið til mín áður en það er komið á vefinn. Ég sæki
ffóðleik um tól og tæki varðandi landbúnað, einkum tækniupplýsingar á síðum fram-
leiðenda og þar flýtir „búslóða“listinn á www.bssl.is mikið fyrir.
Gagnvirk notkun mín á netinu er helst sú að skil á mjólkurskýrslu em netvædd
gegnum ískýr-forritið og einnig er heimilið tengt heimabanka. Bændavefur Mjólkurbús
Flóamanna, www.mbf.is, er í miklu uppáhaldi hjá mér og stundum skoða ég mínar síðar
hjá Símanum, www.siminn.is, ef ég vil t.d. vita stöðu símareikninga.
Afpreyingu hef ég ekki fundið á netinu, enda leita ég ekki eftir henni.“
Á þessu má glöggt sjá að bændur nota netið við sinn atvinnurekstur. Þeir leita fyrst og
ffemst eftir fféttatengdu efni, faglegu efni og nota síðan netið til að sinna viðskiptum eins og
bankaviðskiptum.