Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 32
30
RÁÐUNRUTflFUNDUR 2002
Nytjaland - Jarðabók íslands
Ólafur Amalds, Fanney Gísladóttir, Einar Grétarsson og Sigmar Metúsalemsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
Nú er unnið að samræmdri jarðarbók fyrir allar bújarðir á íslandi. Verkefnið fer fram á vegum
Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Landgræðslu ríkisins, Bændasamtaka íslands og land-
búnaðarráðuneytisins, en starfið fer að mestu ffarn á Rala.
Tilgangur verkefnisins er margþættur, en segja má að heildarmarkmiðið sé að mynda
ítarlega upplýsingaveitu fyrir auðlindir landsins í dreifbýli. Það felur m.a. í sér:
• að safna upplýsingum um bújarðir landsins og skrá í samræmdan gagnagrunn. Þessar
upplýsingar taka til landkosta, svo sem gróðurs, ástands landsins, landamerkja, land-
slags og stærðar helstu landeininga;
• að unnt verði að nota upplýsingamar til þess að leiðbeina um notkun lands, forgangs-
raða og skrá landgræðsluverkefni og votta ffamleiðslu í samræmi við reglur um sjálf-
bæra nýtingu landsins;
• að mynda aðgengilegan gagnagmnn til að nota við skipulag sveitarfélaga á hag-
kvæman hátt;
• að bændur fái tæki til að skipuleggja landnýtingu á bújörðum;
• að gagnagrunnurinn ásamt öðmm upplýsingum um jarðir og búskap myndi Jarðabók
íslands.
Verklag byggir á nútímalegum aðferðum þar sem gervihnattamyndir og tölvutækni em
notuð til að flokka landið, jafnframt því sem jarðamörkum fyrir allar jarðir landsins er safiiað
í einn gagnagmnn. Verkefninu fylgir uppbygging á tækjabúnaði fyrir landupplýsingar, §ar-
könnun og landgreiningu, gagnagmnna, auk faglegrar vinnu er lýtur að flokkun og mati á
landinu.
Góð samvinna er með öðmm stofhunum sem safha landupplýsingum. M.a. gildir sam-
starfssamningur milli Landmælinga Islands og Nytjalands um gagnkvæm skipti á gögnum til
hagsbóta fyrir báða aðila.
GERVIHNATTAMYNDIR OG GRÓÐURFLOKKAR
Með verkefninu „Jarðvegsvemd“ fékkst mikilvæg reynsla af notkun gervihnattamynda við
rannsóknir á auðlindum landsins. Ný kynslóð bandarískra gervihnattamynda (Landsat 7) er
notuð við greiningu á landinu. Hver myndarammi hefur upplýsingar á sjö mismunandi
stöðum á rafsegulrófinu, sem unnt er að nota með tölfræðilegrar úrvinnslu til að greina og
flokka yfirborð jarðar. Slíkri flokkun er víða beitt til að greina jarðffæðileg fyrirbrigði, mann-
virki og gróður. Upplýsingar af þessu tagi em m.a. notaðar til að áætla akuryrkjuframleiðslu í
heiminum af umtalsverðri nákvæmni ár hvert. Allmörg þjóðríki hafa gert kort af gróðurlendi
lands síns með þessari tækni.
Landsat 7 myndgögnin em hlutfallslega ódýr, en greinihæfiiin takmarkast við mæli-
kvarðann 1:20 000 (u.þ.b.). Hver myndrammi er um 38 000 km2. Myndimar spanna nú mest
allt landið, en þær vom teknar ffá árinu 1999. Nú þegar hefur verið skotið á loft gervihnöttum
sem nema landið með meiri nákvæmni og áætlað er að nota slík gögn til að uppfæra jarða-
bókina eftir því sem þau verða aðgengileg á viðráðanlegu verði.