Ráðunautafundur - 15.02.2002, Side 34
32
RflÐUNflUTAFUNDUR 2002
Brúum bilin - Gagnagrunnur Landgræðslunnar
Ásgeir Jónsson
Landgrœðslu rikisins
Landgræðsla ríkisins er með höfuðstöðvar sínar í Gunnarsholti á Rangárvöllum, en starfs-
svæði hennar spannar allt landið. Áhersla hefur verið lögð á að vinna í auknum mæli með
heimamönnum og þeim sem nýta landið. I þeim tilgangi hefur verið unnið að því að byggja
upp héraðssetur, þar sem héraðsfulltrúar Landgræðslunnar hafa með höndum eftirlit, umsjón
með verkefnum, ráðgjöf og önnur samskipti við aðila innan viðkomandi svæðis.
Öflugt streymi upplýsinga milli höfuðstöðva og héraðssetra og greiður aðgangur sam-
starfsaðila og almennings að upplýsingum er ein af meginforsendum árangursríks land-
græðslustarfs. Til að auðvelda slík samskipti vinnur Landgræðslan að uppbyggingu gagna-
grunns um alla þætti starfseminnar. Starfsmenn stofnunarinnar fá með honum greiðan aðgang
að upplýsingum hvar sem þeir eru staddir. Hluti grunnsins verður einnig opinn samstarfs-
aðilum og almenningi. Verkefnið Brúum bilin hefur verið styrkt af Upplýsingasamfélaginu og
þróunarvinna þess er unnin í samstarfi við Verkfræðistofuna Hnit og Samsýn, sem er þjón-
ustuaðili fyrir Esri hugbúnað á íslandi.
Með tilkomu gagnagrunnsins verða LUK (landffæðileg upplýsingakerfi), skjalavistunar-
kerfí og ljósmyndasafn stofiiunarinnar tengd saman til að auðvelda notkun og leit upplýsinga.
Gagnagrunnurinn byggir á fjórum meginstoðum:
• Oracle er gagnagrunnur sem nýttur er til að halda utan um margháttaðar upplýsingar,
svo sem skýrslur og töflur, og miðla þeim. Þær töflur sem verða til við gerð gagna-
grunnsins eru samtengdar og einnig tengdar við landffæðilega staðsetningu. Með
þessu móti er hægt að kalla ffam samtengdar upplýsingar bæði úr töflum og út ffá
landffæðilegri staðsetningu. Ofan á gagnagrunninn er verið að hanna aðgengilegt
fyrirspumar- og innsláttarform til að setja inn og/eða kalla ffam upplýsingar, t.d. um
áætlanir, skýrslur, birgðir og þau verkefni sem eru í gangi.
• Aðgengi að landffæðilegum upplýsingum í gmnninum er byggt á hugbúnaði ffá Esri,
Arc Info, Arc View og ArcIMS, þar sem hægt verður að setja inn landffæðilegar
upplýsingar, skoða þær, mæla stærðir, skrá gögn o.fl. Landffæðilegt upplýsingakerfi
sem þetta veitir möguleika á að leggja saman margs konar upplýsingar og jafnframt
að sigta út upplýsingar sem ekki er þörf fyrir i það skiptið.
• Gagnagmnnurinn er tengdur Lotus Notes skjalavistunarkerfi og samskiptagrunni
stofnunarinnar. Það heldur m.a. utan um simtöl, bréf, tölvupóst o.fl. milli starfs-
manna, við samstarfsaðila, stjómvöld og almenning.
• Fjórða meginstoðin er Image Finder, sem heldur utan um ljósmyndasafh Land-
græðslunnar. Þar em skráðar upplýsingar um hveija mynd svo sem staðsetning og
ýmis atriðisorð eftir því hvert myndefnið er. Með þessu móti er auðvelt að finna
myndir sem vantar hveiju sinni, hvort sem leitað er eftir ákveðinni staðsetningu, við-
fangsefhi eða tíma.
Gagnabanka Landgræðslunnar, Brúum bilin, er m.a. ætlað að:
• samræma gögn og vinnslu upplýsinga,
• bæta skráningu á aðgerðum,