Ráðunautafundur - 15.02.2002, Side 43
41
RflÐUNRUTflfUIMDUR 2002
Um kostnað
Sveinn Agnarsson
Hagfrœðistofnun Háskóla Islands
Líklega telja flestir, sem stunda atvinnurekstur, sig vita fullvel hvað teljist kostnaður; þar sé
einfaldlega átt við allan þann kostnað sem til falli á tilteknu tímabili, t.d. einu ári. Vissulega
geti komið upp álitaefni, en sem betur fer hafi skattayfirvöld yfirleitt sett ákveðnar reglur sem
eyði þeim vafa. En sá bókhaldslegi kostnaður sem þannig myndast þarf ekki vera sá réttur,
þ.e. hann þarf ekki að endurspegla þann kostnað sem notkun aðfanga hefur raunverulega í för
með sér. Hér á eftir er ætlunin að fjalla stuttlega um þann mun sem er á sýnilegum og hag-
rænum kostnaði, og benda á nokkur atriði sem snerta bændur sérstaklega.
HAGRÆNN KOSTNAÐUR
í hagffæði tiðkast að skipta kostnaði í tvennt; breytilegan kostnað og fastan. Breytilegur
kostnaður er sá kostnaður sem tengist notkun þeirra aðfanga sem hægt er að aðlaga að breyttri
ffamleiðslu. Þessi kostnaður er því háður því magni sem ffamleitt er. Fastur kostnaður er aftur
á móti óháður ffamleiðslumagninu og fellur til hvort sem ffamleiðsla á sér stað eða ekki.
Þessir kostnaðarliðir tengjast iðulega notkun fastafjármuna, svo sem véla, tækja og fasteigna,
en það tekur ætíð nokkum tíma fyrir fyrirtæki að breyta magni þeirra fastafjármuna sem
notaðir eru við ffamleiðsluna. Það er með öðrum orðum sá timi sem líður þar til hægt er að
breyta magni þeirra aðfanga, sem notuð em, sem ræður því hvort aðföngin em talin breytileg
eða föst.
Sem dæmi um breytilegan kostnað má nefna kaup á fóðri, áburði og sáðvömm, en sem
dæmi um fastan kostnað má nefna kostnað vegna útihúsa. Fóðumotkun má vitaskuld breyta
nær fyrirvaralaust, en það tekur aftur á móti tíma að aðlaga stærð úthúsa að breytingum á bú-
stofnsstærð.
Sá kostnaður sem færður er til bókar sem greiðsla fyrir notkun fastra aðfanga, þ.e. af-
skriftir og vaxtakostnaður, er yfirleitt ekki jafn þeim hagræna kostnaði sem notkun þeirra
fylgir. Bóndi sem byggir fjós og fjármagnar það að hluta til með eigin fé getur þar með ekki
lagt fé sitt í aðra hluti. Hann hefur þar með t.d. misst af möguleikanum á að fjárfesta í öðmm
atvinnurekstri, kaupa sér ríkisskuldabréf eða eiga fé sitt á hávaxtabók í banka. Þessi fóm hans
hefúr því haft í för með sér kostnað, fómarkostnað. Að mati hagfræðinnar er sú áhættulausa
ávöxtun, sem bóndinn gæti fengið annars staðar, réttasti mælikvarðinn á þessa fóm, en ekki sá
vaxtakostnaður sem færður er í bókhaldinu.
En bóndinn fer ekki einungis á mis við vextina, hann verður einnig að sætta sig við það
að útihúsin sem hann fjárfestir í, lækki að verðgildi með tímanum. Veður og vindar geta
leikið húsin grátt, og tæknibreytingar rýrt verðgildi þeirra. Og þótt svo skattayfirvöld hafi
gefið út hvert afskriftarhlutfallið eigi að vera, er ekki vist að það endurspegli þá raunvemlegu
verðmætarýmun sem á sér stað.
Hagrænn kostnaður þess bónda sem byggir sér útihús er þvi samsettur úr tveimur liðum;
þeim vaxtatekjum sem hann fer á mis við og þeim afskriftum sem eiga sér stað á eigninni.
Af ffamansögðu má ráða að það er engan veginn víst að sú rekstramiðurstaða sem fæst
með skattalegum forsendum sé hagffæðilega rétt. Tökum dæmi. í 1. töflu má sjá einfaldaðan