Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 44
42
rekstrareikning bónda nokkurs sem hefur 5 milljón kr í tekjur og 3 milljónir kr í breytilegan
kostnað. Framlegð hans, þ.e. hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, er því 2 milljónir kr.
Skattalegar afskriftir ársins nema 750 þúsund kr og fjármagnskostnaður umfram gjöld 1
milljón kr. Skattalegur hagnaður ársins var því 250 þúsund kr. En málið snýr öðruvísi við ef
það er gert upp út frá hagrænum forsendum. Afskriftimar eru nú einungis 500 þúsund kr og
fómarkostnaðurinn einnig 500 þúsund kr. Hagnaðurinn er því 1 milljón kr, eða íjórfalt meiri
en áður.
I 1. töflu er einnig reiknuð
út arðsemi eigin fjár, þ.e.
hagnaður i % af eigin fé. Arð-
semin er 12,5% þegar reksturinn
er gerður upp með bókhalds-
legum aðferðum, en 25% þegar
hagrænni hugsun er beitt. Þessi
munur stafar annars vegar af
ofangreindum mun á hagnaði, en
einnig af því að eigið fé bóndans
reiknast hærra þegar fastafjár-
munir em afskrifaðir hægar en
skattareglur gera ráð fyrir.
SOKKINN KOSTNAÐUR
Hugmyndin á bak við fómarkostnað er sú að vegna þess að einstaklingar standi oft frammi
fyrir einhveiju vali þurfi að taka tillit til þess kostnaðar sem valið hefur ætíð í fðr með sér.
Hin hagræna hugsun felst í því að gera sér ætíð ljóst í hveiju kostnaðurinn við valið sé
fólginn. En stundum em einstaklingar einnig að velta fyrir sér óafturkræfum kostnaðarliðum
sem ættu í raun ekki að hafa nein áhrif á ákvarðanir þeirra þar eð þessi kostnaður verður til
staðar óháð því hvaða ákvörðun er tekin. Þessir liðir hafa oft verið nefiidur sokkinn
kostnaður.
Setjum sem svo að bóndi nokkur hafi ákveðið að auka greiðslumark sitt og telji þess
vegna nauðsynlegt að byggja nýtt íjós. En meðan á framkvæmdum stendur versna framtíðar-
horfur í mjólkurframleiðslu vemlega og þegar grunnurinn er tilbúinn er bóndinn mjög á
báðum áttum hvað gera skuli. Að mati bóndans er ekki hægt að gera neitt við gmnninn annað
en upphaflega stóð til. Ef tillit er tekið til þess kostnaðar, sem bygging fjóssins hefur þegar
haft í för með sér, liggur fyrir að stækkun greiðslumarks sé ekki ábatasöm. En ef kostnaðinum
við gmnninn er sleppt má gera ráð fyrir að það borgi sig að kaupa meiri kvóta. Hér er hag-
fræðilega rétt að líta framhjá þeim kostnaði sem bygging Qóssins hefur hingað til haft í för
með sér, þar eð sá kostnaður á ekki að hafa nein áhrif á ákvörðun bóndans. Hann verður, óháð
því hvort hann bætir við sig mjólkurkvóta eða ekki, að greiða vexti og afborganir af þeim
lánum sem hann hefur þegar tekið til að fjármagna íjósbygginguna.
ÁHRIF VERÐBÓLGU
Síðastliðin 20 ára hafa svonefnd verðbólgureikningsskil verið gerð hérlendis, en í þeim felst
að reynt er að leiðrétta bókhaldið fyrir þeirri verðbólgu sem ríkir á hveijum tíma. Nú um ára-
mótin vom þessi reikningsskil afnumin og því mun bókhald íslenskra fyrirtækja verða sam-
bærilegt því sem gerist í nágrannaríkjunum.
Þessi breyting mun vafalítið einnig geta haft áhrif á afkomu bænda eins og sýnt er i 2. töflu.
1. tafla. Hagrænn og bókhaldslegur kostnaður. Þúsund.
Hagrænn kostnaður Bókhaldslegur kostnaður
Tekjur 5000 5000
Breytilegur kostnaður 3000 3000
Framlegð 2000 2000
Afskrifir 500 750
Fómarkostnaður/fjármagnskostnaður 500 1000
Hagnaöur 1000 250
Eigið fé 4000 2000
Hagnaöur í % af eigin fé 25,0 12,5