Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 45
43
Hér er gert ráð fyrir að ffamlegð
sé 2 milljón kr, en að afskriftir og
fjármagnskostnaður sé ólíkur
eftir því hvort tekið er tillit til
verðbólgu eða ekki. Afskriftir eru
hærri í verðbólgureikningsskil-
unum vegna þess að fastafjár-
munir eru uppfærðir með tillit til
verðlagsbreytinga og 10% fasta-
fjármunanna síðan afskrifuð á
tímabilinu. Á móti kemur að hér
er gert ráð fyrir að fjármagnskostnaður aukist þegar verðbreytingarfærslan er lögð af, þar sem
tekjur rekstraraðila af verðbólgu hafa yfirleitt verið meiri en gjöld. Glögglega kemur í ljós að
þessar breytingar á reikningsskilavenjum geta haff töluverð áhrif á afkomu, en tekið skal ffam
að þótt hér sé gert ráð fyrir að afkoman batni er einnig hægt að ímynda sér að hún versni.
EIGIN LAUN
í verðlagsgrundvelli landbúnaðarins er sérstakur launaliður þar sem ffam kemur hvaða laun
bóndinn eigi að reikna sér. Þótt reglur af þessu tagi séu góðar til síns brúks er ekki þar með
sagt að þær eigi ætíð við.
Tökum sem dæmi tvo bændur. Annar býr nálægt þéttbýlisstað og þar sem hann er hand-
laginn og flinkur að gera við vélar getur hann fengið vinnu á verkstæði nokkrar klukkustundir
í viku. Hinn bóndinn býr á afskekktum stað og hefur litla möguleika á vinnu utan búsins.
Hann hefur hins vegar verið að byggja upp ferðaþjónustu á staðnum og haft af henni tölu-
verðar tekjur, enda leita margir í hina kyrrsælu sveit. Báðir bændumir þurfa að verðleggja
þann tíma sem þeir veija til bústarfanna, en mat þeirra á því verður nokkuð ólíkt vegna þess
að þau laun sem þeir gætu haft fyrir aðra vinnu eru misjöfn. Fyrmefndi bóndinn gæti unnið
fyrir 1000 kr á tíma í dagvinnu á verkstæðinu, en hinn bóndinn hefur að meðaltali haft um
800 kr á tímann fyrir störf tengd ferðaþjónustu. Þessi munur endurspeglar því mismunandi
fómarkostnað þeirra. Báðir hafa hins vegar hag af því að vera sem sneggstir að sinna venju-
bundnum bústörfum, þar eð þeir hafa þá tíma til annarra verka.
í nútímaþjóðfélögum er gert ráð fyrir að laun ráðist fyrst og fremst af framleiðni hvers
einstaklings og þess vegna er mikilvægt að bændur noti hvert tækifærið sem gefst til að hag-
ræða í rekstri sínum. Ella er hætta á að framleiðni í landbúnaði dragist aftur úr framleiðni í
öðmm greinum, sem aftur gæti valdið því að fómarkostnaður sumra bænda vaxi óhóflega og
þeir kjósi því frekar að bregða búi og leita sér að betur launaðri vinnu á mölinni en að halda
áfram búskap. Ef slík þróun yrði til þess að flæma bestu bænduma burt gæti það leitt til þess
að framleiðni í landbúnaði drægist enn frekar saman. Með tímanum myndu þá eingöngu
verða þeir einstaklingar eftir í stéttinni sem ættu ekki möguleika á nema tiltölulega illa
launuðum störfum annars staðar.
EINKANEYSLA
Mikilvægt er að einstaklingar sem stunda atvinnurekstur skilji vel á milli beins kostnaðar við
reksturinn og einkakostnaðar. Allir einstaklingar hafa vitaskuld hag af þvi að færa sem mest
af einkakostnaði sínum yfir á reksturinn til að minnka skattstofninn. En slíkar reiknikúnstir,
sem geta verið fullkomlega löglegar, geta byrgt mönnum sýn og komið í veg fyrir að
einstaklingurinn fái rétt mat á reksturinn og þann persónulega hag sem hann hefur af honum.
2. tafla. Reikningsskil með og án verðbólguleiðréttinga.
Án leiðréttinga Með leiðréttingum
Tekjur 6000 6000
Breytilegur kostnaður 4000 4000
Framlegð 2000 2000
Afskrifir 500 700
Fj ármagnskosmaður 500 400
Hagnaður 1000 900