Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 49
47
Varðandi kostnað við að framleiða mjólk upp í það greiðslumark sem keypt er finnst mér
eðlilegt að bændur horfi til þess hvað kostar þá að bæta einhveiju ákveðnu magni við þá
ffamleiðslu sem fyrir er. Þessi kostnaður getur verið mjög breytilegur milli búa og ræðst af
því hvort bóndinn á möguleika á því að nýta betur þá ffamleiðsluþætti sem til þarf, t.d. hey og
vélakost. Þessi kostnaður hækkar eftir því sem meira er bætt við ffamleiðsluna og þvi hæpið
að réttlæta hátt verð á miklu magni greiðslumarks á þeim forsendum.
Margir þeirra sem eru að kaupa greiðslumark eru nýlega búnir að fjárfesta í breytingum
eða nýbyggingum og kaupa auk þess mikið magn. Við þær aðstæður er ólíklegt að niður-
færsla kaupverðs nýtist til lækkunar skatta. Hátt verð á greiðslumarki að undanfömu segir
okkur því að margir þeirra sem em að kaupa greiðslumark telji sig vera að tryggja sér opin-
beran stuðning til lengri tíma en til 2005. Með öðmm orðum, þeir em tilbúnir að veðja á að
samið verði um svipað kerfí í næsta búvömsamningi. Ekki skal dæmt um það hér hvort er
réttara, að reikna með að greiðslumarkið sé verðlaust við lok samnings eða að svipað eða
sama kerfi verði áffam við lýði.
Ég lít svo á að það sé hlutverk leiðbeiningaþjónustunnar að setja ffam útreikninga og
áætlanir á varfæmum forsendum og jafiiffamt að gera bændum grein fyrir hvaða áhættu þeir
taka með því að greiða hærra verð en þeir útreikningar gefa tilefni til. Það hlýtur alltaf að
koma í hlut bóndans að ákveða hvað hann er tilbúinn að borga fyrir greiðslumarkið hveiju
sinni og þar með hvað hann er tilbúinn að taka mikla áhættu.
ÞRÓUN REKSTRARLEIÐBEININGA
Rekstrarleiðbeiningar hafa tekið ákveðnum breytingum á undanfömum ámm og nú er svo
komið að sérstök verkefni um rekstrarleiðbeiningar á kúabúum em í gangi víðast hvar á
landinu undir ýmsum nöfnum. Þessi verkefni byggjast á aimars vegar rekstrargreiningu, þar
sem rekstur viðkomandi bús er greindur eftir tekjum og kostnaðarliðum og niðurstöðumar
bomar saman við árangur annarra bænda. Hins vegar er um rekstraráætlanir að ræða, þar sem
bóndinn setur sér ákveðin markmið og áætlunin er unnin út ffá þeim, ásamt niðurstöðum úr
rekstrargreiningunni. Inn í þessi verkefni fléttast einnig önnur atriði eins og greining á styrk-
leikum og veikleikum rekstrarins o.fl. Þetta finnst mér afskaplega jákvæð þróun.
Verkefni þessi hafa verið styrkt af opinbem fé með það að markmiði að auka hagkvæmni
í greininni. Skilyrði fyrir styrkveitingu hefúr verið að gerð sé svokölluð markmiðstengd bú-
rekstraráætlun.
Til þess að sú vinna og þeir fjármunir sem settir er í slík verkefni nýtist sem best er
nauðsynlegt að gera sér grein fyrir hvaða upplýsingar og leiðbeiningar það em sem bændur
sækjast eftir og nýta sér.
MISMUNANDI ÞARFIR BÆNDA
Að minu mati er það mjög mikilvægt atriði að þær leiðbeiningar sem bændum standa til boða
séu sveigjanlegar. Með því á ég við að bóndinn fái allar þær upplýsingar sem hann þarf á að
halda, en jafnffamt að ekki sé lögð vinna í að setja fram leiðbeiningar sem hann hefúr ekki
áhuga á að nýta sér. Það er mín skoðun eftir samtöl bæði við bændur og ráðunauta að misjafnt
sé hvort bændur hafa áhuga á að nýta sér rekstraráætlanir eða ekki. Þetta fmnst mér eðlilegt
þegar horft er til misjafhrar stöðu bænda. Sumir em með búskap á traustum gnmni og em ef
til vill að ljúka sinni starfsæfi innan tiltölulega fárra ára, á meðan aðrir em að kaupa jörð og
heQa búskap eða standa í stórframkvæmdum. I mörgum tilvikum hefúr bóndinn, sem ekki
hyggur á neinar ffamkvæmdir, engan áhuga á að láta vinna fyrir sig rekstraráætlun. Slík vinna
væri þvi ekki annað en sóun á dýrmætum tíma ráðunauta. Hætt er við að þeir sem sjá um