Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 57
55
RRÐUNnuTflFUNDUR 2002
Áhrif fóðrunar á efnainnihald í mjólk
Bragi Líndal Ólafsson, Eiríkur Þórkelsson, Jóhannes Sveinbjömsson,
Tryggvi Eiríksson, Grétar Hrafn Harðarson og Emma Eyþórsdóttir
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
INNGANGUR
Á Ráðunautafundi 2000 var flutt ítarlegt erindi um efhainnihald í mjólk (Bragi Líndal Ólafs-
son o.fl. 2000). Með því yfirliti sem þar birtist var gerð tilraun til að stuðla að ffekari faglegri
umfjöllun og aukinni þekkingu á málefni sem hefur verið mikið til umræðu. Þetta yfirlit var
jafhffamt hluti af undirbúningi að rannsóknaverkefni um efnainnihald mjólkur sem var verið
að koma á laggimar. Fyrri hluta árs 2000 hófst svo verkefni, skipulagt til þriggja ára, er að
standa Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Samtök af-
urðastöðva í mjólkuriðnaði, Tæknisjóður Rannsóknarráðs íslands, Framleiðnisjóður land-
búnaðaríns og Búnaðarsamband Suðurlands. Að verkefninu koma einnig ráðunautar hjá
Bændasamtökum íslands og nokkmm búnaðarsamböndum svo og bændur víða um land.
Markmið verkefnisins er að kanna helstu erfða- og fóðmnar-/umhverfisþætti sem hafa
áhrif á efnasamsetningu og vinnslueiginleika kúamjólkur og þar með verðmæti hennar bæði
fyrir ffamleiðanda og vinnslustöð. Sömuleiðis að mynda gmndvöll að þekkingu á eiginleikum
íslenskrar kúamjólkur svo hægt sé að bera hana saman við erlenda mjólk ef til samkeppni
kemur á innlendum eða erlendum mörkuðum.
Verkefnið skiptist upp í þijá megin þætti.
» Söfnun upplýsinga ffá kúabændum til að kanna hveijar hafa verið helstu breytingar á
fóðuröflun, fóðmn og notkun nauta til undaneldis, sem kynnu að hafa haft í for með
sér lækkun á próteini í mjólk, verðmætasta hluta mjólkurinnar, á undanfömum ámm
og óhagstæðu hlutfalli milli próteins og fitu.
• Erfðafræðilegar rannsóknir á mjólkurefnum þar sem greindar em arfgerðir einstakra
osta- og mysupróteina í mjólk hjá dætmm nauta sem ýmist gefa hátt, lágt eða meðal-
hátt próteinhlutfall í mjólk.
• Fóður- og lífeðlisfræðilegar rannsóknir, bæði í vambarhermi og með mjólkurkýr, þar
sem skilgreindir em ýmsir þættir sem hafa áhrif á magn og gerð próteina í mjólk.
í þessu erindi verður skýrt ffá niðurstöðum fóðurtilraunar sem fór ffam á tilraunastöðinni
á Stóra Ármóti veturinn 2000-01.
EFNIOG AÐFERÐIR
Erfitt er að sýna fram á tölffæðilegan mun í eiginleikum eins og efnainnihaldi mjólkur með
hefðbundnum flokkatilraunum, nema að mikill fjöldi kúa sé tiltækur. Frávik í próteinstyrk-
leika í mjólk um 0,15 prósentustig (t.d. 3,25-3,40) þýðir einungis um 4,5% breytingu. Þvi var
ákveðið að nota skipulag, „incomplete block switchback design“ (Lucas 1974) sem er mun
næmara og getur greint um 2^4% breytileika. Það leyfir fleiri tilraunaliði, þarf færri kýr en
mun nákvæmari vinnubrögð og krefst þar af leiðandi mikillar vinnu. Inn í þetta skipulag voru
síðan byggðir möguleikar á línulegum samanburði á fóðrunarmeðferðum. I þeirri útfærslu
sem notuð var voru prófaðar 7 mismunandi fóðursamsetningar og þurffi 21 kýr að ljúka til-
rauninni áfallalaust. Notaðar voru fullorðnar kýr og kvígur að fyrsta kálfi. Tilraunin hófst í