Ráðunautafundur - 15.02.2002, Síða 60
58
lækkunar á fituhlutfalli í mjólk varð prótein-fitu hlutfall mim hærra (0,84 á móti 0,77). Orku-
styrkur í fóðri hafði hins vegar engin áhrif á prótein-fitu hlutfall í mjólk. Próteinstyrkur í fóðri
hafði áhrif á styrk þvagefnis í mjólk, en orkustyrkur ekki.
Samanburður á maís og byggi sýnir tölfræðilega marktækan mun á prótein-fitu hlutfalli
maísnum í vil (0,82 á móti 0,79). Þetta stafar af því að maísfóðrunin leiðir til hærra prótein-
hlutfalls og lægra fituhlutfalls í mjólk, þó ekki séu þessi áhrif tölfræðilega marktæk.
Sömuleiðis er minna þvagefni mjólk við fóðrun á maís, sem bendir til betri próteinnýtingar.
Það hefur verið algeng skoðun að orkustyrkur fóðurs sé mikilvægari en próteinstyrkur
fyrir mjólkurkýr. Þess ber hins vegar að geta að í mörgum tilraunum er aukinn orkustyrkur til
kominn vegna hærra kjamfóður-gróffóður hlutfalls og ekki hægt að aðskilja þessa þætti. Það
hefur áhrif bæði á geijunarmynstur í vömb og glúkósabúskap kýrinnar (sjá yfirlitsgrein Bragi
Líndal Ólafsson o.fl. 2000) og gefur þess vegna ekki rétta mynd. í þessari tilraun var orku-
styrkur í fóðrinu ekki háður kjamfóður-gróffóðurhlutfallinu þar sem því var haldið fostu.
Munur í orkustyrk sem var til kominn vegna sláttutímaáhrifa á meltanleika og orkugildi heyja
nægði ekki til að hafa marktæk áhrif á próteinhlutfall í mjólk. Þessi munur var um 10% eða
jafngildi 1,5 mjólkurfóðureininga við 25 kg OLM. Munur i próteinstyrk í fóðri, um 15%, sem
hafði afgerandi áhrif á próteinhlutfall í mjólk, var kominn til að hluta vegna þurrkstigs heyja
og að hluta vegna meiri próteinstyrks í kjamfóðri sem náð var með fiskimjöli. Þessi munur
var reiknaður í grömmum af AAT. Þessir útreikningar taka ekki tillit til hagstæðara
amínósýmhlutfalls í uppsoguðu AAT þar sem fiskimjöl er gefið. Það er því ekki hægt að segja
til um það hvort þama er að einhveiju leyti um sérstök áhrif fiskimjöls að ræða. Hitt er víst að
útslagið á próteinhlutfalli í mjólk, 0,13 prósentustig, vegna áhrifa próteinstyrks í fóðri er af
svipaðri stærðargráðu og sú lækkun á próteinhlutfalli í innveginni mjólk sem rætt er um að
hafi átt sér stað á undanfomum árum. Eins og verðlagningu á mjólk er háttað í dag skiptir
próteinhlutfall i mjólk öllu máli fyrir vergar tekjur bóndans.
Mjög mikilvægar niðurstöður þessarar tilraunar em áhrif próteinstyrks í fóðri á prótein-
fituhlutfallið í mjólk, sem er mikilvægur mælikvarði á nýtingu og verðmæti mjólkur til
vinnslu.
Niðurstöður þessarar tilraunar henta mjög vel til að gera ýmsa útreikninga á nýtingu orku
og próteins til mjólkurffamleiðslu sem munu væntanlega skjóta styrkari stoðum undir fóður-
kerfi fyrir mjólkurkýr. Nú er í gangi önnur tilraun þar sem reynt er að afla meiri upplýsinga
um áhrif orkustyrks og kjamfóður-gróffóðurhlutfalls á efnainnihald í mjólk.
ÁLYKTANIR
Niðurstöður þessarar tilraunar sýna að próteinstyrkur í fóðri fyrir mjólkurkýr getur haft um-
talsverð áhrif á próteinhlutfall í mjólk og þar af leiðandi verðmæti hennar bæði fyrir bóndann
og afurðastöðina.
ÞAKKARORÐ
Þessi tilraun sera hér hefur verið skýrt frá er hluti af þriggja ára verkefni myndarlega styrktu af Tæknisjóði
Rannís, Framleiðnisjóði landbúnaðarins og Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði.
Utan höfunda hafa fjölmargir unnið að þessari tilraun og er þeim hér með þakkað fyrir þeirra mikilvæga
framlag: Starfsmönnum Rannsóknastofu mjólkuriðnaðarins, þeim Guðmundi, Þráni og Sævari fyrir efna-
greiningar á mjólk, auk annarrar fyrirgreiðslu. Bimu, Gunnlaugi og Védísi á fóðursviði RALA fyrir efna-
greiningar og aðra liðveislu.
HEIMILDIR
Bragi Líndal Ólafsson, 1995. AAT-PBV próteinkerfið fyrir jórturdýr. Ráðunautafundur 1995, 446-60.
Bragi Líndal Ólafsson, Jóhannes Sveinbjömsson & Emma Eyþórsdóttir, 2000. Efnainnihald í mjólk.