Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 62
60
RRÐUNflUTflfUNDUR 2002
Erfðabreytileiki í mjólkurpróteinum hjá íslensku kúnni
Bragi Líndal Ólafsson, Helga Björg Hafberg, Emma Eyþórsdóttir og Bima Baldursdóttir
Rannsókmstofnun landbúnaðarins
Prótein í mjólk er yfirleitt gefíð upp sem hráprótein (N><6,38), en það samanstendur af
mörgum gerðum próteina (um 95%) og öðram köfhunarefhissamböndum (um 5%), s.s. þvag-
efni. Helstu flokkar próteina í mjólk eru ostefni eða kasein (um 82% af heildarpróteini) og
mysuprótein (um 18% af heildarpróteini). Ostefnin skiptast svo upp í nokkrar svipgerðir og
eru þar helstar aSi, þ, k, aS2 og y kasein. Af mysupróteinunum eru stærstu flokkamir þ-
lactoglobúlín, a-lactalbúmín, immúnóglóbúlín og önnur serumprótein. Að auki er hægt að
greina á milli mismunandi arfgerða af próteinum.
Erlendar rannsóknir hafa sýnt að tengsl geta verið milli arfgerða fyrir mjólkurpróteini og
mjólkurmagns og efnainnihalds í mjólk. Þá hefur samsetning próteingerða áhrif á nýtingu
mjólkurinnar til vinnslu. Samspil virðist geta verið milli fóðurstyrks og mismunandi arfgerða
kúa fyrir mjólkurpróteini. Vísbendingar hafa komið fram um næringarffæðileg áhrifmismun-
andi gerða af þ-kaseini sem tengjast nýgengi insúlínháðrar sykursýki í bömum. Frekari upp-
lýsingar um erfðafræði mjólkurpróteina er að finna í yfirlitsgrein eftir Braga Líndal Ólafsson
o.fl. (2000).
í öðru erindi hér á fundinum er greint ffá rannsóknaverkefni sem fjallar um efnainnihald
kúamjólkur (Bragi Líndal Ólafsson o.fl. 2002). Einn liður í því verkefni eru erfðaffæðilegar
rannsóknir á mjólkurefnum, þar sem greindar eru arfgerðir einstakra osta- og mysupróteina í
mjólk hjá dætrum nauta sem ýmist gefa hátt, lágt eða meðalhátt próteinhlutfall í mjólk.
Fyrri hluta árs 2001 var hafin söfnun á mjólkursýnum úr dætrum 32 nauta, 13 með lága ein-
kunn fyrir próteinhlutfall i mjólk, 13 með háa og 6 með meðaleinkunn. Send voru til bænda
sýnaglös fyrir 15-20 kýr undan hveiju nauti.
Komið var upp hjá RALA búnaði og aðstöðu til að mæla einstakar próteinarfgerðir i
mjólk með sérstakri rafgreiningaraðferð (isoelectric focussing). Mælingar þessa eru komnar
vel á skrið eftir mikla þróunarvinnu. Vegna áhuga margra á þessum rannsóknum þykir rétt að
skýra ffá helstu niðurstöðum sem fengist hafa til þessa.
HEIMILDIR
Bragi Líndal Ólafsson, Jóhannes Sveinbjömsson & Emma Eyþórsdóttir, 2000. Efitainnihald í mjólk. Ráðunauta-
fundur 2000, 158-170.
Bragi Líndal Ólafsson, Eirikur Þórkelsson, Jóhannes Sveinbjömsson, Tryggvi Eiriksson, Grétar Hrafn Harðar-
son & Emma Eyþórsdóttir, 2002. Áhrif fóðmnar á efnainnihald i mjólk. Ráðunautafundur 2002, (i þessu riti).