Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 65
63
af öðrum vítamínum og steinefhum úr léttari afurðum, t.d. kalki, og að auki inniheldur Qör-
mjólk viðbætt A- og D-vítamín í meira magni en er til staðar í nýmjólk (RALA 1998).
I nýlegri rannsókn á mataræði og heilsu tveggja ára bama sem valin voru af handahófí af
öllu landinu kom fram að þau fengu 66% kalks í fæðinu úr mjólkurvörum (74% með smjöri
og ostum), 28% orkunnar var úr mjólkurafurðum og 40% próteina (Gunnarsson 2000).
Mjólkurvörur eru einnig mikilvægur næringargjafi í fæði skólabama, en í könnun á 9-14 ára
íslenskum bömum 1992-1993 veittu þær 66% alls kalks úr fæðunni (78% ef ostar em með-
taldir), 34% próteina, en 23% orkimnar (Laufey Steingrímsdóttir o.fl. 1993). í lands-
könnuninni á mataræði 15-80 ára íslendinga 1990 veittu mjólkurvörur, ásamt ostum, 20%
heildarorku í fæðu landsmanna, 30% próteina, 16% A-vítamíns og 73% kalksins (Laufey
Steingrimsdóttiro.fl. 1991).
Þó mjólk sé almennt mjög næringarrík felst sérstaða mjólkurmatar aðallega í því að vera
ein besta uppspretta kalks sem völ er á. Kalk er einnig að finna í grænmeti, heilum komvörum
og smáfiski þar sem beinin em borðuð með, en þessi matvæli veita þó mun minna kalk en
mjólkurvörur. Mjólkursykur (laktósi) eykur einnig nýtingu á kalki úr þörmum og má því með
sanni segja mjólkurvörur besta kalkgjafann. Bein er lifandi vefur þar sem sífellt á sér stað
niðurbrot og uppbygging. Framan af ævinni er uppbygging beina i fyrirrúmi, bein þéttast og
styrkjast og er hámarksbeinstyrk eða -beinþéttni náð um tvítugt, þegar við höfum náð fullum
vexti. Síðan fer beinmassi að minnka og beinin gisna smám saman, mishratt eftir
einstaklingum. Hjá sumum verður þessi beingisnun veruleg og er þá talað um að viðkomandi
sé með beinþynningu. Mataræði er mikilvægur þáttur í forvömum gegn beinþynningu og er
mjólkin þar fremst í flokki þar sem hún er aðalkalkgjafi fæðunnar. D-vítamín er einnig mikil-
vægur þáttur beinvemdar og vinnur náið með kalki í líkamanum. D-vítamín er samt óvíða að
finna í matvælum, en helsta uppspretta þess og nánast eina er lýsi. Lýsi er notað af um það bil
fjórðungi íslendinga, en nú er D-vítamíni bætt í ýmsar fituskertar mjólkurvörur, s.s. fjörmjólk.
Þessi næringareftii er mikilvægt að fá alla ævina, á bamsaldri og unglingsárum til að ná há-
marksbein-þéttni og eftir það til að fyrirbyggja beingisnun. Fyrir 11-18 ára ungling er ráð-
lagður dagskammtur af kalki 1200 mg. Tvö glös af undanrennu eða fjörmjólk, 17% ostur ofan
á tvær brauðsneiðar og ein jógúrtdós gefa u.þ.b. 1200 mg kalki. Ef ætlunin væri að fá sama
magn af kalki eingöngu úr brauðmeti þyrfti að borða tæp 2 kílógrömm, eða 67 brauðsneiðar,
og af kartöflum myndi þurfa 30 kílógrömm til að ná upp í ráðlagðan dagskammt af kalki
(Bjöm S. Gunnarsson o.fl. 2000).
BREYTILEGT FITUINNIHALD
Fita í mjólk og mjólkurafurðum er að mestu leyti mettuð, en mettuð fita hefur verið tengd
hjarta- og æðasjúkdómum, sem er ein helsta dánarorsök á Vesturlöndum. Neysla fullfeitra
mjólkurafurða hefiir verið meiri hér á landi en meðal nágrannaþjóðanna. Undanfarin ár hefur
kúamjólkumeysla farið minnkandi víða í hinum vestræna heimi sem mest hefur notað af
mjólk. Önnur breyting sem orðið hefur er minnkuð notkun á fullfeitum vörum og aukin
notkun fitulítilla vara, en það er þessi breyting sem virðist gerast mun hægar hér en meðal ná-
grannaþjóðanna. íslendingar hafa á sama tíma borðað hlutfallslega of feitt fæði, en um
þriðjungur fitunnar í fæði íslendinga kemur með mjólkurvörum (Laufey Steingrímsdóttir o.fl.
1991, Laufey Steingrímsdóttir o.fl. 1993, Gunnarsson 2000).
Áhrif mettaðrar fitu til hækkunar kólesteróls em mismunandi sterk eftir því hvaða fitu-
sýrur eiga í hlut, en áhrifm virðast mest hjá fitusýrum með 12, 14 og 16 kolefnisatóm í keðju
(C12:0, C14:0 og C16:0) (Katan o.fl. 1995). Þessar fitusýrur eru algengar í mjólkurmat og því
getur neysla á fituskertum mjólkurvörum átt þátt í að halda blóðkólesteróli í skefjum. Benda