Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 66
64
má á önnur jákvæð áhrif á heilsufarið af aukinni notkun fitulítillar mjólkur og mjólkurafurða
samfara minnkandi neyslu fullfeitra vara, eins og minnkandi tíðni offitu og mataræði sem er
rikara af næringarefnum. Finnar hafa nýlega skýrt frá þessum áhrifum til batnaðar á lýðheilsu
með meiri notkim fitulítilla matvara (Pietinen o.fl. 2001). Það má því segja að æskilegt sé
fyrir flesta fullorðna einstaklinga að neyta frekar fituskertra mjólkurafurða og þá helst fitu-
minnstu vörunnar í hveijum afurðaflokki, t.d. fjörmjólkur eða undanrennu í stað nýmjólkur og
jafiivel léttmjólkur (NRN 1999).
Böm og unglingar ættu einnig frekar að neyta mjólkurvara með lítilli fitu. Að vísu eru
vísindamenn ekki á eitt sáttir um hvenær böm eigi að byrja að fá eins fitulítið fæði og mælt er
með fyrir fullorðna, sumir vilja að það gerist strax við eins árs aldur, meðan aðrir vilja meina
að það eigi ekki að verða fyrr en á táningsaldri. Flestir eru þó á því að æskilegt sé að fítuinni-
hald fæðisins fari að taka mið af fæði fullorðinna við 2-3 ára aldur (Michaelsen og Jorgensen
1995). Neysla fituríkra mjólkurafurða er meiri á íslandi en á öðram Norðurlöndum, meðan
íbúar hinna Norðurlandanna drekka mun meira af léttari mjólkurvörum, eins og sést á 2.
mynd.
180
160
140
120
$ 100
£
80
60
40
20
0
Danmörk Finnland Island Noregur Sviþjóð
2. mynd. Mjólkurframboð á Norðurlöndunum 1995 eftir fituinnihaldi (Hólmfríður Þorgeirsdóttir
1999).
VIÐBÆTTUR SYKUR
Fjölmargar mjólkurafurðir, meðal annars á íslenskum markaði, innihalda viðbættan sykur í
meira eða minna magni, hér er um að ræða þó nokkuð margar jógúrtvörur með viðbættum
sykri undir 10 g/lOOg en einnig eru vörar með meira sykurmagni. Sykurinn eykur hættu á
tannskemmdum og rýrir næringargildi afúrðarinnar. í þessu felst að með því að bæta sykri í
vöruna eykst orkugildi hennar, en næringargildi á orku- og þyngdareiningu minnkar, þar sem
sykur inniheldur engin næringarefni. Því er í rauninni tvöföld ástæða til að borða frekar hreina
jógúrt í stað sykraðrar, enginn viðbættur sykur með aukinni hættu á tannskemmdum og
jafiivel offitu vegna aukinnar orku, og meiri næringarþéttleiki vörunnar, þ.e. meira magn
vítamína og steinefna fæst í sama magni af jógúrt. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir böm og
unglinga sem þurfa fæðu með miklum næringarþéttleika.