Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 67
65
M J ÓLKURS ÝRUB AKT ERÍUR
Geijaðar eða sýrðar mjólkurvörur innihalda í nokkrum mæli mjólkursýrubakteríur, sem eru
taldar stuðla að heilbrigðri gerlaflóru i þörmum. Mjólkursýrubakteríur hafa áhrif á geijun
orkuefna og trefja í ristli og vemda þarmana fyrir sýklum og öðrum óæskilegum gerlum, bæði
með því að hindra bindingu þeirra í þörmunum og að skapa óæskilegar aðstæður þar fyrir
flestar aðrar bakteríur, t.d. með lækkun sýrustigs. Ennffemur bendir ýmislegt til að mjólkur-
sýrubakteríur hafí styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið (Saxelin o.fl. 1998). Þessar bakteríur eru til
staðar í afurðum eins og jógúrt og súrmjólk, en einnig er farið að bæta gerlakúltúr sérstaklega
í ýmsar sýrðar afurðir til að auka heilnæmi þeirra og eru slíkar vörur kallaðar markfæði. Sem
dæmi um gerlabættar vömr má nefiia AB- og ABT-mjólk og LGG+.
Þrátt fyrir ótvíræða kosti mjólkursýrubaktería í þörmunum er ekki þar með sagt að sáning
þeirra í matvæli bæti endilega gerlaflóm neytandans. Bæði getur verið að þær lifi ekki af
ferðina í gegnum meltingarveginn (vélinda og maga) til þarma, og ekki ná þær alltaf að
festast við þarmavegginn og skolast því út með hægðum. Bakteríustofnar virðast vera mis-
munandi hvað þetta varðar, en umfangsmiklar rannsóknir hafa leitt til þess að harðgerari
stofnar, sem loða frekar við þarmavegginn, hafa fundist og em notaðir í margar þessara af-
urða, til dæmis í LGG+.
MINNKANDIMJÓLKURNEYSLA
Þrátt fyrir að íslendingar drekki Norðurlandabúa mest af fullfeitri mjólk hefur neysla á henni
og afurðum hennar minnkað til mikilla muna undanfarin 40 ár, meðan neysla léttra mjólkur-
afurða hefur aukist. Framboð á mjólk hefur minnkað hér á landi um 40% á síðustu 40 árum,
úr 343,5 kg/mann/ári í 210 kg/mann/ári. Er þetta líklega mesta breytingin sem hefur orðið í
mataræði þjóðarinnar á síðustu áratugum. Engu að síður er mjólkumeysla hérlendis með því
hæsta sem gerist í Evrópu (Hólmfnður Þorgeirsdóttir 1999). Neysla ávaxtasafa og -drykkja,
og sérstaklega gosdrykkja, hefur hins vegar aukist verulega (Hólmfiíður Þorgeirsdóttir 1999).
Frá manneldissjónarmiði væri æskilegt að snúa þessari þróun við og minnka gosdrykkjaþamb
og auka neyslu fitulítilla mjólkurdrykkja og á þetta ekki síst við um ungar stúlkur, en kann-
anir á mataræði hafa sýnt að hluti þeirra borðar fæði af ónógum næringarþéttleika eða
næringarefnainnihaldi.
MJÓLK SEM TEKUR VŒ) AF BRJÓSTAGJÖF
Mjólkin er stór hluti af mataræði yngstu aldurshópanna. í landskönnun á mataræði ungbama
kom í ljós að 98% 12 mánaða bama fékk mjólk og 90% aðrar mjólkurvörur (Atladóttir og
Thorsdottir 2000). Mjólkumeysla í landskönnun á mataræði 2ja ára bama var um 430 grömm
á dag að meðaltali (Gunnarsson 2000). Hérlendis hefur tíðkast að gefa bömum kúamjólk
þegar bijóstagjöf minnkar eða hættir eftir 4-6 mánaða aldur. Væntanlega verður breyting á
ráðleggingum til ungbamaforeldra hvað þetta varðar. Tilhneiging til versnandi jámbúskapar
sást hjá íslenskum eins árs bömum með meiri kúamjókumeyslu, og vom þau böm sem fengu
yfir hálfan lítra af fljótandi kúamjólk á dag með marktækt verri jámbúskap mældum með
fjórum mismunandi breytum en þau sem fengu minna af mjólk (Atladottir o.fl. 1999, Inga
Þórsdóttir o.fl. 2000).
Hérlendis verður því líklega eins og víðast hvar erlendis mælt með notkun sérvöm úr
kúamjólk, þar sem styrkur próteina er lægri og styrkur ákveðinna næringarefiia, t.d. jáms,
hærri en í venjulegri kúamjólk. Jámskortur er algengasti skortur á einu næringarefiii i
heiminum í dag og hefur áhrif á yfir einn milljarð manna (Whitney og Rolfes 1999). Á
Vesturlöndum er jámskortur einna algengastur hjá litlum bömum, á aldrinum 6 mánaða til 3ja