Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 83
81
7. Kostnaður við rœktun belgjurta til grœnfóðurs
í þessari tilraunaröð voru grænfóðurbelgjurtir og hefðbundnar tegundir grænfóðurs hvergi
bomar saman beinlínis. Með hefðbundnu grænfóðri er átt við repju, rýgresi og haffa. Líkur
benda þó til að uppskera belgjurtanna sé ivið minni en af hinum tegundunum og er það að
vonum því að nitumám fer seint af stað á köldu vori. í 9. töflu er gerð tilraun til að bera
saman ræktunarkostnað á hvert kg þurrefnis af nokkrum tegundum grænfóðurs. Kostnaður
við belgjurtaræktunina felst aðallega í dýru fræi en áburður er aðalútgjaldaliður í
hefðbundinni grænfóðurrækt. Hér er reiknað með ódýrasta fræi af hverri tegund. Sáðmagn
belgjurta er byggt á reynslu úr tilraunum 1996 og 1997 og er það sama og notað var í til-
raunum 1998 og 1999.
9. tafla. Fræ- og áburðarkostnaður við ræktun grænfóðurs af belgjurtum og nokkrum öðrum tegundum. Aburður
á ertu og flækju er þrífosfat, 110 kg/ha og kalí, 120 kg/ha. Áburður á repju er Græðir 5, 1000 kg/ha. Á rýgresi og
haffa er áætlaður áburðurinn Græðir 6, 750 kg/ha. Verðlag er miðað við vorið 2001 og er án virðisaukaskatts.
kg/ha Fræ kr/kg Haffar kg/ha kr/kg Áburður kr/ha Kostnaður kr/ha Uppskera t þe./ha Verð kr/kg þe.
Gul lúpína 200 95 _ _ _ 19.000 4,5 4,20
Blá lúpína 200 130 - - - 26.000 4,5 5,75
Erta 225 70 50 60 6.500 25.250 6,0 4,20
Flækja 150 50 50 60 6.500 17.000 4,0 4,25
Repja 8 175 _ - 23.500 24.900 6,0 4,15
Rýgresi 40 125 - - 16.500 21.500 6,0 3,60
Hafrar 200 60 - - 16.500 28.500 7,0 4,10
Uppskera er hér áætluð eftir tilraunum á Korpu og verður að nota á þessa töflu alla mögu-
lega fyrirvara um ónákvæmni. Niðurstaða könnunarinnar verður þó sú að uppskera græn-
fóðurs af belgjurtum ætti ekki að þurfa að vera mikið dýrari en hefðbundið grænfóður.
LOKAORÐ
Einærar belgjurtir ættu að geta orðið mikilsverðar grænfóðurtegundir í lífrænum búskap. Hins
vegar allt óvíst um framgang þeirra í hefðbundnum búskap á næstunni. Vera má að þeirra bíði
þar hlutverk, því að þær gefa fóður með annarri efnasamsetningu en hefðbundið grænfóður,
t.d. innihalda þær meira prótein og eru steinefnaríkari en aðrar fóðurtegundir. Rannsókn þessi
hefúr skilað þeim niðurstöðum að við vitum nú hvers belgjurtir eru megnugar og hægt verður
að grípa til þeirra ef breyttar aðstæður kalla eftir því.
þakkarorð
Tilraunir þessar vom hluti umfangsmikilla rannsókna á hagnýtingu fóðurbelgjurta í íslenskum landbúnaði sem
Rannsóknarráð íslands og Framleiðnisjóður landbúnaðarins styrktu á árunum 1998-2001. Skal þeim þakkað
framlagið.
HEIMILDIR
Friðrik Pálmason, 1986. Niturvinnsla úr lofti í rótarhnýðum fóðurlúpínu. í: Nýting belgjurta á íslandi. Fjölrit
RALAnr 121,21-32.
Friðrik Pálmason, 2001. Þróun áburðarleiðbeininga í komrækt og túnrækt. Freyr 97(11): 11-13.
Jarðræktarrannsóknir öll árin frá 1996 til 2000. Fjölrit RALA nr 189, 193, 198, 205 og 208.
Jónatan Hermannsson, 1986. Rannsóknir á belgjurtum hérlendis. í: Nýting belgjurta á íslandi. Fjölrit RALA nr
121,5-13.
Olafur Guðmundsson, 1986. Fóður- og fóðrunargildi belgjurta. í: Nýting belgjurta á íslandi. Fjölrit RALA nr
121,71-94.