Ráðunautafundur - 15.02.2002, Síða 86
84
Þurrkun á velli er snúin, yfirleitt er besti þurrktími ársins liðinn og öll meðhöndlun til að flýta
fyrir þurrkun skapar hættu á jarðvegsmengun. Bændur munu þó yfirleitt vera ánægðir með ár-
angur rúlluverkunar grænfóðurs.
Grænfóðurtilraunir á Hvanneyri árin 2000-01 beindust að eftirfarandi:
• Uppskeru og efnamagni grænfóðurtegunda á meintu hentugu þroskastigi/sprettustigi.
• Hvort rétt sé að skipta áburði á rýgresi eða bera allan skammtin á að vori?
• Heppilegum áburðarskömmtum á rýgresi og repju.
• Samanburði rýgresisstofna. Þessar tilraunir hafa verið skipulagðar af Hólmgeiri
Bjömssyni og eiga systur á öðrum stöðum á landinu. Þær em ekki til umfjöllunar
hér.
• Ræktun og nýtingu fóðumæpu.
SAMANBURÐUR GRÆNFÓÐURTEGUNDA, TILRAUNIR 421-00 OG 421-01
Tilraunimar vom báðar einfaldar blokktilraunir með þrem blokkum. Fyrra árið vom tveir
næpustofnar, Civasto og Barkant. Civasto njólaði nokkm meira, en uppskerumunur tegund-
anna var þó lítill og sýnt er meðaltal þeirra. Næpureitir sem lentu í enda tilraunar vom mjög
korkulegir og uppskera þeirra var varla 2/3 af uppskem annarra næpureita og er sleppt í
uppgjörinu.
Einn af þrem næpureitum 2001 mældist með óeðlilega mikla uppskem, eða um 125 hb.
Honum er sleppt úr uppgjöri.
Allir liðir fengu sama áburð, 1000 kg Græði 5, og sáðmagn var eftir Handbókinni, 200
kg/ha af byggi og höfrum, 35 kg af rýgresi, 10 kg af repju og mergkáli og 1 kg af næpu, allt
reiknað á hektara. í 1. töflu em upplýsingar um stofna, sáðtíma og sláttutíma, en uppskem-
tölur í hkg þe./ha em í 2. og 3. töflu.
1. tafla. Upplýsingar um tilraunir421-00 og 421-01.
Tegund 2000, sáö 29. Stofn maí Slegiö 2001, sáð 31. Stofn maí Slegið
Bygg Arve 2.8. Arve 30.7.
Sumarrýgresi Barspectra 2.8. og 27.9. Barspectra 30.7 og 7.9.
Vetrarrýgresi Barmultra 21.8 og 27.9 Barmultra 20.8 og 25.9.
Sumarhaffar Sanne 21.8. Ekki með
Vetrarhafrar Ekki með Jalna 7.9.
Sumarrepja Bingo 2.8. Bingo 2.8.
Vetrarrepja Emerald 27.9. Emerald 25.9.
Mergkál Maris Kestrel 27.9. Maris Kestrel 25.9.
Næpa Barkant, Civasto 27.9. Barkant 25.9.
Þessar uppskemtölur em ekki úr takti við það sem áður hefur sést. Bygguppskeran er
nokkuð lág, en byggið leit engu að síður vel út, enda jarðvegurinn vel kalkaður. Mergkál
kemur á óvart, gefur sömu uppskem og vetrarrepjan sem er óvenjulegt. Næpan gefur að
vanda yfirburða uppskem. Rétt er að taka ffam að þegar há af rýgresi var slegin 27. september
var sumarrýgresi úr sér sprottið og vetrarrýgresið nokkuð farið að sölna.
Hér má segja að allar tegundir gefi eins og ffekast er hægt að reikna með. Vetrarhaffar
vom talsvert vinsælir á tímabili, en hafa nær horfið á seinustu ámm. Þessi tilraun gefur þó til
kynna að skoða þurfi þá betur. Þeir vom mjög fallegir við slátt 7. september. Nær ekkert var
farið að örla á skriði og þeir stóðu vel, en þeim hefur þótt hætt við legu. Seinni sláttur rýgresis
var á góðu þroskastigi.