Ráðunautafundur - 15.02.2002, Síða 89
87
Eins og áður verður að hafa í huga að uppskerumagnið segir ekki alla söguna, en efna-
greiningum er ekki lokið. Þó áburðaráhnfin séu tiltölulega lítil og ekki marktask verður að
skoða þau í ljósi þess sem til er kostað, viðbótarskammturinn af N kostar um 2500 krónur og
sú svörun sem þama kemur fram kemur fyllilega þar á móti.
RÆKTUN Á NÆPU
Vorið 2000 var næpum sáð í tvö stykki á Hvanneyri með raðsáðvél. Full þröngt varð milli
plantna í röðunum, en sáðvélin var stillt þannig að hún gæfi um 20 fræ á lengdarmetra. Ekki
tókst að ráða við arfa á þeim tíma sem hann var viðráðanlegastur, þannig að hann hamlaði
sprettu nokkuð, en næpan stóð þó allvel uppúr. Uppskorið var í lotum frá 20.-29. september.
Talsvert var um njólun í næpunum, í uppskerureitum höfðu að meðaltali um 30% plantna
njólað. í uppskerureitunum var allt tekið upp, stórt og smátt og var meðalþungi ónjólaðra
næpa 0,53 kg, en kál 0,40 kg. í hinum njóluðu voru næpur að meðaltali 0,34 kg, en kál 0,45
kg. Uppskera á ha, miðað við 0,6 m milli raða, var 37 tonn næpur og 32 tonn kál. Þurrefiii í
næpunum reyndist 10,0%, en 12,2% i kálinu. Uppskeran var því 3,6 tonn næpuþurrefni og 3,9
tonn kálþurrefni, eða líklegast 6500-7000 FEm/ha. í sjálfu sér er þetta dágóð uppskera, ekki
hve síst með tilliti til þess að langt var milli raða, og er nokkru meiri en vel þroskuð repja og
mergkál gáfu í tilraun 421 -00 og sagt er frá hér að ffarnan.
Næpumar vom uppskomar með handafli og reyndist sem fyrr að einföld upptaka, án af-
skurðar, tekur um 200 vinnustundir/ha.
Reynt var að rúlla næpum og káli saman; þeim var þá kastað í garða á grónu túni.
Reyndar vom bindivélar með tvennskonar upptökuhólf, en hvomgt reyndist nothæfl. Rúllun á
hreinum næpum með káli krefst þannig annarrar tækni en hefðbundinna bindivéla.
Því sem eftir var í garðanum var bætt í heilfóðurvagn sem var í pmfukeyrslu á Hvanneyri
og tókst það vel. Kýmar virtust strax sólgnar í næpumar, sem skámst þó í minnsta lagi. Sótt
var í garðann með traktorsskóflu í um hálfan mánuð, en þá var farið að sjá á næpunum og
ekki talið óhætt að gefa þær kúm þar sem þær höfðu frosið dálítið. Ferskar næpur með káli
virtust þannig, að mati fjósameistara á Hvanneyri, vera til góðs i heilfóðrinu.
Prófað var hve vel næpumar geymdust í þurri geymslu. Kál var skorið af vænni hluta
þeirra og þær settar í opin fiskiker og þakið með hálmi inni í fjárhúsunum á Hvanneyri. Við
skoðun í desember vom næpumar fastar viðkomu og óskemmdar, nema þar sem dropið hafði
á þéttivatn úr lofti. Um jól og áramót gerði mikil frost og fór svo að hálmburðurinn varð of
lítill, þannig að við skoðun 8. janúar vom næpumar að mestu freðnar en óskemmdar, en
ónýttust strax þegar þær þiðnuðu. Hftir þessu er hægt að geyma næpur án káls í frostlausum
bing í a.m.k. þijá mánuði eftir upptöku.
Þá vom óskomar næpur settar í litla tilbúna flatgryfju utanhúss. Stæðan var um 2 m á
breidd, 1,5 metri á hæð og 3 m á lengd. Samfelldur plastdúkur var allt um kring og yfir sam-
skeyti, sem skömðust mikið, var settur sandur og bíldekk. Haugurinn stóð án þess að haggast
í 3 vikur en fór þá að siga og varð að lokum um 40 sm þykkur. í ffostum fraus hann í stokk og
þegar þiðnaði var innihaldið orðin ókræsileg dmlla. Eitthvað kann að hafa mistekist við
lagningu, en ályktunin hlýtur þó að vera að súrsun næpa í bing sé ekki vænleg enda þurrefhis-
magn afar lágt. Það þyrfti að vera eitthvert efni með sem nægði til að taka við safanum.
þakkir
Við ffamkvæmd þessara tilrauna naut höfundur aðstoðar tilraunamanna og búsmanna á Hvanneyri sem skylt er
að þakka. Athugun á ræktun næpu er styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins, en verkefninu er ekki lokið.