Ráðunautafundur - 15.02.2002, Side 90
88
RAÐUNAUTRfUNDUR 2002
Verkun og geymsla byggs með própíonsýru -
nokkrar niðurstöður tilrauna og reynsla bænda
Þórarinn Leifsson1 og Bjami Guðmundsson2
‘Keldudal i Hegranesi
'Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri
YFIRLIT
Súrsun hefur verið algeng aðferð við verkun byggs hérlendis. Til þessa hefur nær eingöngu verið treyst á
náttúrulega súrsun. Súrsunarstigið er mjög háð þurrkstigi byggsins. í votu byggi (þurrefhi minna en 60%) getur
súrmyndunin orðið umfangsmikil. Vandasamt er að hafa á henni stjóm, ekki síst ef súrefni nær að þrengja sér
inn í geymsluna. I greininni er sagt frá tilraunum með notkun própíonsýru til verkunar á byggkomi sem gerðar
hafa verið í Keldudal og á Hvanneyri. Tilgangur þeirra var að leita hæfilegs sýrumagns til varðveislu komsins og
að afla annarrar reynslu sem orðið gæti grundvöllur hagnýtra leiðbeininga til kombænda, svo og mats á kostnaði
við verlam og nýtingu byggsins.
SÚRSUN BYGGS - NOTKUN PRÓPÍONSÝRU
Reynd hafa verið ýmis hjálparefiii (íblöndunarefni) til þess að stýra verkun byggs. Hvað best
hefiir gefist að nota própíonsýru (Petterson 1998). Hún heldur aftur af óæskilegri geijun, svo
og starfi myglu- og gersveppa. Tvær leiðir eru einkum famar: í fyrsta lagi að úða 4-5 lítrum í
tonn af nýskomu byggi sem síðan er sett í loftþéttar umbúðir (síló, poka, tunnur...), en hins
vegar að úða til muna meira magni í byggið sem síðan er geymt í opintii stœðu (í bing, stíum,
gryfjum...). Sýrumagnið ræðst þá af þurrkstigi byggsins, og þarf þeim mun minna sem
byggið er þurrara og geymslutíminn styttri. Virkni própíonsým byggist á þrennu: réttu magni
miðað við þurrkstig byggsins, mjög vandaðri íblöndun, og fullkomnu hreinlœti við alla með-
höndlun og geymslu.
Haustið 2000 vom hafnar tilraunir með notkun própíonsým í bygg. Þær vom gerðar í
rannsóknastofustíl á Hvanneyri, en í fúllri stærð að Keldudal í Hegranesi. Haustið 2001 var
tilraununum svo fram haldið á báðum stöðum, auk þess sem allmargir bændur í Skagafirði og
Langadal verkuðu kom sitt með própíonsým, að hluta til eða að öllu leyti.
Súrsun byggs í stórsekkjum og tunnum hefúr verið algengasta aðferðin hér á landi, en er í
báðum tilfellum vinnufrek og geymsla er óömgg. Þurrkun er mjög kostnaðarsöm, þar sem orkan
sem þurrkað er við er í flestum tilfellum olía. Þunkunarkostnaðar á Vindheimum var að jafiiaði
kr 3,62* á kg koms (85% þe.) haustið 2001, en ætla má að kom hafi verið að jafhaði 65% þurrt
þegar það var slegið til þurrkunar. Hvert kg af própíonsým kostaði um 140 kr* síðasta haust.
Kostnaður við sýmverkun, miðað við að nota 12 kg sým á hvert tonn af blautu komi, er því 2,40*
kr/kg (m.v. 85% þurrt kom) miðað við 65% þe. og 3,05* kr/kg (m.v. 85% þurrt kom) miðað við
50% þe. Þurrkun á svo blautu komi er vart raunhæf vegna kostnaðar. Sýmverkað kom hefúr
aftur á móti mun minna geymsluþol en kom sem er þurrkað. Ljóst er að hin mikla aukning i
komrækt hér á landi síðustu ár kallar á önnur og afkastameiri vinnubrögð við frágang og verkun
á afúrðinni, þar sem heimaræktað bygg er víða orðin stór hluti af fóðurforða búanna.
TILRAUNIN í KELDUDAL HAUSTIÐ 2000
Með tilrauninni skyldi reyna geymslu súrbyggs í opnum ílátum og kanna hversu mikið af
* ) Öll verð eru án vsk.