Ráðunautafundur - 15.02.2002, Síða 93
91
og bæta nýtingu hennar með vandaðri blöndun í byggið. Samkvæmt niðurstöðum þessara
tveggja tilrauna, sem um flest voru sambærilegar að öðru leyti, gæti gæðamunur íblöndunar
hugsanlega svarað til áhrifa 5-10 1 própíonsýru í tonn.
VINNUAFKÖST - HREINLÆTI VIÐ VERKUN
Ljóst er að með þessari aðferð er hægt að ná miklum afköstum sem krefst lítils vinnuafls við
að koma uppskerunni í örugga geymslu. Afköst við sýruverkunina geta hæglega verið allt að
10 tonn/klst miðað við að setja í bing, þannig að einn maður hefur mjög vel við einni þreski-
vél. Sýruverkunin tryggir jafna og örugga geymslu ef íblöndun sýrunnar er vönduð. Kostur er
að verka byggið í stórum einingum því þá verður það einsleitt, en alltaf er einhver munur á
verkun koms sem verkað er í smáum einingum eins og stórsekkjum eða tunnum. Geymslur,
sem gætu hentað undir þessa verkun, eru t.d. votheystumar, flatgryíjur eða hom í hlöðu.
Einnig mætti hugsa sér að verka byggið úti á steyptu plani og breiða yfir það dúk sem væri
haldið niðri með dekkjum. Slíkur dúkur kostar 12-15.000 kr. Með því móti má moka bygginu
upp með dráttarvélarskóflu og setja það í trekt sem matar i valsa eða færa það að valsanum
með snigli.
Reynslan frá síðasta hausti og nú í vetur sýnir að hreinlæti við verkun koms með
própíonsým skiptir öllu máli. Nauðsynlegt er að klæða veggi með hreinu plasti og gólf þarf
að plastklæða eða sápuþvo með háþrýstitækjinn. Önnur ílát þarf að sápuþvo, t.d. fiskkör og
notaða stórsekki. Mjög lítil óhreinindi þarf til að valda myglu. Einnig þarf að fylgjast vel með
sýmbúnaðinum og skipta út slithlutum, en sýran slítur hratt þéttingum í dælunum. Það dregur
úr afköstum þeirra og gerir þær ónákvæmar. Augnabliks stöðvun á sýmdælingu getur orsakað
skemmd í kominu, sem getur taflð vemlega fyrir þegar kemur að völsun komsins.
REYNSLA ANNARRA BÆNDA
All mikið af komi var verkað með própíonsým í Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu síðasta
haust (2001). Ætla má að verkuð hafið verið allt að 600 tonn af komi með þessari aðferð á 17
bæjum á svæðinu. Reynsla bændanna af verkuniimi er mjög góð: komið að mestu leyti
óskemmt, laust í sér og gott að valsa það, ólíkt því sem gerist þegar kom er sýrt í pokum.
Komið, sem verkað var, var misjafnt að þroska og þurrefni og í margskonar geymslum, flat-
gryfjum, bingjum og stórsekkum. Tekin vom sýni á fjórum bæjum og var þe. 46-63% og
sýmstig pH 4,47-4,69. Það er samdóma álit bændanna að um byltingu sér að ræða við verkun
á komi, bæði hvað varðar afköst við að koma kominu í geymslu og einnig meðhöndlun til
gjafa. Þar sem einhveijar skemmdir hafa átt sér stað á það sér að öllu jöfnu eðlilegar
skýringar, t.d. mistök við sýruíblöndunina sjálfa eða að geymslur eða geymsluílát hafa ekki
verið nægjanlega þrifiiar. Á einum bæ hafði öryggi á sýmdælu slegið út þegar verið var að
setja í stóra stíu. Við það myndaðist skemmt lag, 5-8 cm þykkt djúpt í stæðunni, lagið var
svart og hart sem benti til þess að töluverður hiti hafði myndast. Þegar stæðan var skoðuð í
byijun janúar var enginn hiti í kominu og kom bæði ofan og neðan skemmda lagsins var
óskemmt. Það er því ljóst að til að góður árangur náist þarf allur búnaður að standast álagið
og ekkert má útaf bregða.
AÐRAR VERKUNARTILRAUNIR
Á Hvanneyri em nú gerðar stofútilraunir með súrverkun byggs til þess að kanna nánar áhrif
þurrkstigs, hjálparefiia, yrkja og fleiri þátta á verkun byggsins. Áhersla hefúr verið lögð á að
mæla geijunarafúrðimar, m.a. til þess að fá hugmynd um eðli geijunarinnar og orkutapið við
verkun og geymslu. Svo virðist sem etanólmyndun sé jafiian mikil í náttúmlega súrsuðu