Ráðunautafundur - 15.02.2002, Qupperneq 96
94
tiltölulega háu AAT-gildi og mjög svo neikvæðu PBV-gildi? Þau þýða það að þrátt fyrir að
komtegundimar skili sjálfar ekki miklu próteini á beinan hátt þá gera þær það óbeint þar sem
hið háa orkuinnihald stuðlar að aukinni ífamleiðslu á örverupróteini i vömbinni.
1. tafla. Efnainnihald ýmissa komtegunda og annarra sterkjugjafa, % af þurrefni.
Sterkja og sykur Hrá prótein Fita (eter- extrakt) Tréni (NDF) Hrá- tréni Aska Ca P Mg
Bygg 60 11-12 2 20 5 2-3 0,05 0,40 0,13
Maís72 10 4 12 2,5 1-2 0,03 0,27 0,11
Hveiti 70 12-13 2 12-13 2,5 2 0,05 0,35 0,12
Hafrar 48 11 5 30-32 10,5 3-A 0,08 0,37 0,13
Kartöflur 64 9 0,5 7 4 4 0,10 0,21 0,10
Ertur50 26 2 12 6 3 0,15 0,44 0,14
Ef við lítum á aðrar komtegundir má sjá að hveiti líkist maís að efhasamsetningu en
haffar líkjast byggi meira. Þeir skera sig þó úr með hátt trénisinnihald og keppa því illa við
bygg og maís sem kolvetnakjamfóður þó að þeir séu að sumu leyti meira alhliða. Kartöflur
em mjög trénis- og próteinsnauðar en góður sterkjugjafi. Ertur skera sig úr öðmm fóður-
tegundum sem þama em upp taldar að því leyti að um fjórðungur þeirra er prótein en aðeins
um helmingur sterkja. Þær em þvi meira alhliða fóður en komtegundimar, en þó er sá galli á
ertupróteini að það er mjög auðleysanlegt og nýting þess fyrir jórturdýr því ekki mjög góð.
Komtegundimar em allar mjög kalsíumsnauðar og lítið meira er í kartöflum og ertum. í
komi er mun meiri fosfór en kalsíum, en mikill hluti hans er bundinn fytíni og hann nýtist því
illa. Kom em yfirleitt með lágt hlutfall af A- og D-vítamínum og riboflavíni (B2-vítamín) en
allhátt hlutfall af E-vítamíni og thíamíni (B|-vítamín) (McDonald o.fl. 1995).
Aðrir fóðrunareiginleikar
Efnainnihald segir ekki allt um fóðmnareiginleika, sérstaklega ekki hjá jórturdýmm sem þessi
umfjöllun miðast fyrst og ffemst við. Örvemr í vömb geija kolvetni (tréni, sterkju, sykmr
o.fl.) og bijóta niður prótein sem þær síðan nota aftur til uppbyggingar á örvempróteini. Orku
til uppbyggingar próteins fá örvemmar við geijun kolvetna, en við geijunina verða einnig til
stuttkeðju fitusýmr (edikssýra, própíonsýra, smjörsýra) sem nýtast jórturdýrinu sem orku-
gjafar. Geijunarhraði sterkju er misjafn eftir því hver sterkjan er og er einnig háður verkun og
meðhöndlun. Byggsterkja geijast að jafhaði mun hraðar en maíssterkja sem þó geijast hraðar
en kartöflusterkja. Eftir því sem sterkjan geijast hægar fer meira af henni ógeijað gegnum
vömbina og meltist í smáþörmunum og er tekin upp sem þrúgusykur. Sömuleiðis brotnar
prótein mismikið niður í vömb eftir komtegundum. Af þessum og fleiri ástæðum geta bygg
og maís haft ólík áhrif á nyt og efnainnihald mjólkur. Niðurstaðan er þó mjög háð samspili
við gróffóður og próteinkjamfóður. Þessi misserin em í gangi rannsóknir á vegum RALA,
LBH og fleiri aðila á tilraunastöðinni í Stóra-Armóti og á meðal kúabænda vítt og breitt um
landið sem ætlað er að svara ýmsum spumingum í þessu sambandi (Bragi L. Ólafsson o.fl.
2002).
UPPSKERA OG FÓÐURGILDI BYGGS VIÐ MISMUNANDI ÞROSKA
Sumarið 2000 var gerð tilraun með skurðartima koms og sýni tekin af hálmi og komi til að
mæla fóðurgildi byggs á mismunandi þroskastigi. Sáðtími og skurðartímar, sem vom fjórir,
eru sýndir á 1. mynd. Vel voraði og var sáð með allra fyrsta móti, 18. apríl. Sumarið var i
góðu meðallagi og þroskaðist kom því vel. Hart ffost gerði aðfaranótt 20. sept., 5 dögum eftir