Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 97
95
3. skurðartíma, og má gera ráð fyrir
að þá hafi allur þroski koms stöðvast.
í tilrauninni voru tvíraðayrkin Súla'
og Sunnita. Tilraunin var því þriggja
þátta og samreitir tveir. Þessi yrki eru
nauðalík að öðru en því að um tólf
dögum munar í þroska. Súla skreið að
meðaltali 10. júlí og Sunnita 21. júlí.
I tilrauninni voru þrír skammtar af
nituráburði, 30, 60 og 90 kg N/ha, og
skreið byggið um degi seinna við
stærsta áburðarskammtinn en þann
minnsta.
Tilraunalandið var nýbrotið tún og reyndist mikill landmunur írá öðrum enda tilraunar-
innar til hins. Einkum munaði miklu á vexti strás, þ.e. hálmi. Aldregið var innan endur-
tekninga og reitir í blokk því 24. Tilraunaskekkja verður því há ef ekki er tekið tillit til legu
reita innan blokka í uppgjöri. Það var gert í uppgjöri á sumum breytum með því að skipta
endurtekningum í smáblokkir með sex reitum. Ýmist var svo beitt aðferð minnstu kvaðrata
(LS) eða aðferð sennilegustu frávika (REML). Einnig var í tilraunalandinu blettur þar sem
áður var rafmagnsstaur og hafði verið fyllt að með mikilli möl. Þessa gætti í einstaka
afbrigðilegum mælingum, aðallega í tveim reitum með Súlu, þ.e. 60N 27.9. og 30N 15.9.
í sýnum af hálmi var meltanleiki mældur með aðferð Tilley og Terry (1963) og nitur með
Kjeldahl-aðferð. í sýnum af komi var mælt nitur, aska, hrátréni og hráfita. Mælt var í sýnum
af hveijum reit nema hrátréni í 32 sýnum af komi og fita var aðeins mæld i reitum sem fengu
60 kg N/ha, annarri endurtekingunni, þ.e. í 8 reitum. Mælingar á nitri má umreikna í
hráprótein með því að margfalda með 6,25.
Niðurstödur tilraunar
Niðurstöður mælinga á komuppskem, þroska koms og nitri í komi em í 2. töflu, uppskera
hálms og mælingar á nitri og meltanleika ásamt upptöku niturs í hálmi og upptaka alls em í 3.
töflu, og mælingar á ösku, hrátréni og fitu í komi em í 4. töflu. í 4. töflu em ennfremur fóður-
gildisbreytumar FEm, AAT og PBV og loks er uppskeran umreiknuð eftir fóðurgildi í FEm/ha,
samanlagt í komi og hálmi. Tölumar em í hundmðum fóðureininga.
Hrif þáttanna, áburðar, skurðartíma og yrkis, reyndust að mestu óháð, það fundust ekki
marktæk víxlhrif nema milli skurðartíma og yrkja í nokkmm eiginleikum. í öllum niður-
stöðum útreikninga, sem sýndar em, em skurðartímixyrki einu víxlhrifm sem metin em,
önnur em lögð við tilraunaskekkjuna. Mismunandi stig eins þáttar nýtast sem endurtekning
annars og innan smáblokkar má þá finna samanburð flestra þeirra liða sem em í líkani til
uppgjörs. í 2.-4. töflu er því látið nægja að sýna meðaltöl þáttanna. í 4. töflu em þó niður-
stöður úr fyrsta skurðartíma ekki teknar í önnur meðaltöl mælinga á ösku og tréni og reiknuðu
magni þessara efha í einstöku komi. Staðalskekkja mismunarins er aðeins sýnd fyrir nitur-
áburð. Tveimur reitum var sleppt við uppgjör á komuppskeru, nitri í komi og upptöku niturs.
Breytileiki i landi olli vemlegum mun á magni hálms og þeim eiginleikum sem honum em
tengdastir, þ.e. nitri í hálmi og mælikvörðum á þroska koms, komþunga, rúmþyngd og
þurrefhi í komi. Þessir eiginleikar vom gerðir upp með aðferð sennilegustu frávika. Við það
lækkar mat á skekkju töluvert en meðaltöl breytast lítið.
1 Súla fæst ekki viðurkennt sem heiti yrkis og er henrti nú nafns vant.
1. mynd. Sáðtími og skurðartímar í tilraun nr 791-00 á Korpu
sumarið 2000.