Ráðunautafundur - 15.02.2002, Qupperneq 103
101
aflögufær með. Þar hefur framboð af nitri verið minnst til komsins og því er verulegur munur
á próteini í komi eftir því úr hvaða blokk það kemur. Við lauslega samantekt á niðurstöðum
úr öðmm tilraunum, þar sem nitur var mælt s.l. sumar, kemur ffarn mun meiri breidd. Á
sendnum jarðvegi, þar sem uppskeran skilar sér vel úr hálmi í kom og hann hefur tapað blað-
grænunni, er nitur aðeins um 0,4% í hálmi og í komi um 1,4% eða 8-9% prótein. í þessum
tilraunum hafði kom verið ræktað árið áður og það hefur töluverð áhrif (Jónatan
Hermannsson og Hólmgeir Bjömsson 2002). Þar sem hálmur er hins vegar mikill getur hann
enn verið grænn með meira en 1 % nitur þótt komið sé langt komið að safna í sig og í því geta
verið rúmlega 2,5% N eða allt að 16% prótein. Örvemflórunni er líkt farið í jarðvegi og í
vömb. Hún þarf orku og hún þarf nitur til próteinmyndunar. Oft er miðað við C/N-hlutfallið. í
örvemm er það um 20 en mun hærra í líffænum jurtaleifum. Sérstaklega er það lágt i hálmi og
er vel yfir 100 þegar aðeins 0,4% N em í hálmi. Þá er niturhungur í jarðvegi og þörf er á
áburði aukalega til að seðja það.
fóðurgildi ÍSLENSKS BYGGS
Efnasamsetnings byggs sem nær fullum þroska er í ágætu samræmi við það sem þekkist
erlendis eins og vænta mátti. Prótein í byggi spannar vítt bil, 8-16%. í tilraun þeirri, sem hér
er einkum fjallað um, spannar byggið effi hluta þessa bils eða rúmlega það. Jörðin gaf af sér
ríkulegt magn niturs fram eftir sumri, a.m.k. í hluta tilraunarinnar, og hálmur varð að sama
skapi mikill. Prótein fór heldur vaxandi þegar leið á þroskaferilinn og munur yrkja var
nokkur. Magn áburðar að vori hefur áhrif á prótein i komi.
Komið myndar tréni og tekur upp steinefhi (ösku) snemma á þroskaferlinum. Þau efni,
sem bætast við þegar komið fyllist, em því allt orkurík efni, einkum kolvetni, en einnig
prótein og fita. Við það eykst orkugildi komsins. Þegar kom fer úr 20 í 40 mg getur aska farið
úr 5% í 2,5% og tréni úr 8,5 i 4,25%. Ef gert er ráð fyrir 13% próteini og 2,25% fitu fara
kolhýdröt úr 71,25 i 78%. Við þessa breytingu fer FEm/kg þe. úr 1,09 í 1,16, AAT úr 123 i
128 og PBV úr -65 í -73 g/kg. Munur yrkja er nokkur. Á sama skurðartíma var Súla
orkuríkari en Sunnita vegna meiri komfyllingar, en ætla má að Sunnita geti orðið orkuríkari
við fullan þroska. Ástæða gæti verið til að huga að efnasamsetningu koms þegar valið er milli
yrkja sem þroskast á sama tíma.
Ahrif súrsunar á fóðurgœði byggs
Ef bygg er þurrkað getur það haldið fóðurgæðum sínum nánast óbreyttum i langan tíma í
góðri geymslu. Þurrkun er því mjög góð verkunaraðferð, en yfirleitt er súrsun ódýrari kostur
og hefur því verið töluvert notuð. Áhrif súrsunar á fóðurgæði hafa verið rannsökuð nokkuð í
löndunum í kringum okkur, m.a. fjallar nýleg sænsk doktorsritgerð (Petterson 1998) itarlega
um þetta efni og er að mestu leyti stuðst við hana hér. Við súrsun verða efnabreytingar af
völdum ensíma sem koma bæði ffá hráefhinu sjálfu og örvemm sem í því em (McDonald o.fl.
1991). Helstu þættir, sem hafa áhrif á þær efnabreytingar sem verða við súrsun, em rakastig
hráefnisins, geymslutimi, aðgengi/útilokun súrefnis, íblöndunarefni, hitastig og vinnsla
komsins svo sem völsun, mölun o.s.ffv.
Við súrsun brotnar prótein í byggi að hluta til niður í amínósýmr og ammóníak. Niður-
brot próteins eykst með hækkandi rakastigi hráefnis og heldur áffam á geymslutíma. Niður-
brotið er meira í völsuðu en heilu komi og á sér stað bæði við loftfirrða geijun og þar sem
bygg er súrsað með própíonsým og súrefni er ekki útilokað. Niðurbrotið veldur meiri
leysanleika próteins og AAT-gildi verða því lægri í súrsuðu en þurrkuðu komi. Þetta er þó
háð því hvemig staðið er að verkuninni.
Ahrif súrsunar á tréni em sennilega ffemur jákvæð, nokkurt niðurbrot gerir það aðgengi-